Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 6
6 17. september 2003 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 79,38 0,60% Sterlingspund 126,6 0,00% Dönsk króna 11,99 0,11% Evra 89,05 0,11% Gengisvístala krónu 126,72 0,27% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 491 Velta 14.249 milljónir ICEX-15 1.848 0,95% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 436.614.349 Pharmaco hf. 139.839.128 Kaupþing Búnaðarb. hf. 132.598.451 Mesta hækkun Marel hf. 6,67% Líf hf. 6,67% Nýherji hf. 3,41% Mesta lækkun Austurbakki hf. -8,43% Eskja hf. -3,80% Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. -2,80% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.491,2 0,5% Nasdaq* 1.867,3 1,2% FTSE 4.299,0 0,9% DAX 3.564,1 1,4% NK50 1.418,4 0,1% S&P* 1.020,8 0,6% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvaða risafyrirtæki hefur fengið aðnota lag Barða Jóhannssonar í ilm- vatnsauglýsingu? 2Hvað heitir formaður smábátafélags-ins Eldingar, sem segist vantreysta sjávarútvegsráðherra í línuívilnunarmál- inu? 3Hvaða handboltaliðum hefur veriðspáð Íslandsmeistaratitlinum í karla- og kvennaflokki? Svörin eru á bls. 30 Japanskur karlmaður tók skrifstofumenn í gíslingu: Þrír fórust þegar sprenging varð í byggingunni TÓKÍÓ, AP Þrír menn fórust og 23 slösuðust þegar sprenging varð í skrifstofubyggingu í borginni Nagoya í Japan. Karlmaður á sex- tugsaldri hafði haldið átta manns í gíslingu í fyrirtæki á fjórðu hæð byggingarinnar. Maðurinn, sem hafði unnið hjá fyrirtækinu, braust inn á skrif- stofu þess vopnaður hnífi, boga og örvum. Hann tók forstjórann í gíslingu ásamt sjö starfsmönnum og hellti eldfimum vökva á gólfið. Japanskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hann hafi krafist þess að fyrirtækið greiddi honum van- goldin laun. Fjölmennt lið lögreglu- og slökkviliðsmanna kom á staðinn og umkringdi húsið. Eftir nokk- urra klukkustunda umsátur var sjö gíslum sleppt en skömmu síð- ar braust út eldur á hæðinni. Öfl- ug sprenging varð í byggingunni í kjölfarið og hrundu glerbrot yfir mannfjöldann sem stóð fyrir neð- an. Forstjóri fyrirtækisins fórst í sprengingunni ásamt árás- armanninum og einum lögreglu- manni. Á þriðja tug slökkviliðs- manna, lögreglumanna og fjöl- miðlafólks slösuðust. ■ Vonir Bílddælinga eru bundnar við Björgun Björgun hf. vill stofnsetja kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal í samstarfi við írskt fyrirtæki. SVEITARSTJÓRNARMÁL Björgun hf. vin- uur nú að stofnun kalkþörunga- verksmiðju á Bíldudal í samstarfi við írska fyrirtækið Celtic Sea Minerals. Verði verksmiðjan að veruleika mun hún gefa um 15 störf á staðnum auk þess að hliðaráhrif verða. Svartnætti er nú í atvinnumál- um Bílddælinga enda liggur starf- semi að mestu niðri í þeim tveimur fyr- irtækjum sem verið hafa burðarásar at- vinnulífsins. Í vor var öllu starfsfólki Rækjuvers sagt upp störfum og hitt stóra fyrirtæk- ið, Þórður Jónsson ehf., er í greiðslustöðvun þar til í haust. Þyk- ir horfa þunglega með þá samninga og er allt eins búist við að rekstur- inn fari í þrot. Bílddælingar horfa vonaraugum til þess að kalkþörungaverksmiðj- an rísi á staðnum og í raun má segja að þarna sé helsta vonarglætan í at- vinnumálum þar. Að sögn Sigurðar Helgasonar, framkvæmdastjóra Björgunar, er fyrirtækjunum ekk- ert til fyrirstöðu að hefja vinnslu á kalkþörungum en írska fyrirtækið er að kanna markaðsaðstæður. Hann segir að Celtic Sea sé þegar í vinnslu á kalkþörungum og þekki því vel til á því sviði. Sigurður seg- ir umhverfismat hafa verið já- kvætt, aðstæður í Arnarfirði góðar og þar sé að finna kalkþörunga í miklu magni. Björgun á skip sem henta til að dæla kalkþörungunum upp. „Við munum þurfa að kaupa vél- ar til að þvo kalkþörungana, þurrka þá og sekkja. Við áætlum að vinna 50 til 60 þúsund tonn á ári. Þetta yrði fjárfesting upp á 150 til 200 milljónir króna,“ segir Sigurður. Hann leggur áherslu á að ekkert sé í hendi um að verksmiðjan verði stofnsett strax. Allt eins kunni svo að fara að því verði frestað. „Þetta ræðst af marksaðsrann- sóknum Íranna. Það stefnir í að kalkþörungaverksmiðjan rísi en þetta er spurning um tíma,“ segir Sigurður. rt@frettabladid.is Harmleikur á Markúsartorgi: Stökk niður úr turni FENEYJAR, AP Argentínskur karl- maður lét lífið eftir að hann hafði látið sig falla úr klukkuturninum á Markúsartorg- inu í Feneyjum þegar klukkan sló tólf á hádegi í fyrradag. Fjöldi ferða- manna varð vitni að því þegar Fabian Alejandro Hoiman, sem starfaði sem götulistamaður í borginni, klifraði yfir handriðið efst í turninum og gerði sig lík- legan til að stökkva niður. Lögreglumenn létu rýma svæðið fyrir neðan og reyndu að telja manninn af því að fyrirfara sér. Slökkviliðið var væntanlegt með öryggisnet en maðurinn lét sig falla áður en það kom á staðinn. ■ SÓTUGIR SKRIFSTOFUMENN Slökkviliðsmenn bjarga tveimur starfs- mönnum út úr brennandi byggingunni. MARKÚSARTORG Fjöldi ferðamanna varð vitni að því þegar argentínskur götulistamaður lét sig falla til jarðar úr 90 metra háum klukkuturni. Eldur í fangelsi: Tugir fanga brunni inni SÁDI-ARABÍA, AP Eldur braust út í fangelsi í Riyadh, höfuðborg Sádi- Arabíu, með þeim afleiðingum að 67 vistmenn létu lífið. Tuttugu fangar og þrír fangaverðir voru fluttir á sjúkrahús vegna reyk- eitrunar, að sögn yfirvalda. Slökkviliðsmenn voru um það bil þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins í al-Haer fangelsinu. Nayef prins, innanrík- isráðherra Sádi-Arabíu, hefur þegar fyrirskipað rannsókn á or- sökum brunans en grunur leikur á því að eldurinn hafi kviknað út frá skammhlaupi. ■ ■ „Það stefnir í að kalkþör- ungaverksmiðj- an rísi en þetta er spurning um tíma.“ SIGURÐUR HELGASON Allt er klárt frá hendi Björgunar til að hefja kalkþörungavinnslu en markaðsrannsóknir standa yfir. ■ Viðskipti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ólafur Ragnar: Vestur um haf HEIMSÓKN Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, heldur opnun- arræðu á 25 ára afmælisþingi al- þjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Act- ion, en hann var formaður sam- takanna um árabil. Forsetinn hélt til Washington í gær þar sem þing samtakanna fer fram. Meðan á dvöl forsetans stend- ur fundar hann með þingmönnum í báðum deildum Bandaríkjaþings og öðrum áhrifamönnum í banda- rískum stjórnmálum. ■ Fjármálaeftirlitið vekur athygliá því að eftirtaldir aðilar hafa ekki starfsleyfi sem fjármálafyr- irtæki á Íslandi: De Verre Lloyd & Co. Ltd. Drexel Asset Mana- gement, Mutual Capital, Solomon Christie. Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á mikilvægi þess að þeir sem er boðin þjónusta eða fjár- málaráðgjöf erlendra fyrirtækja leiti upplýsinga um heimild þeirra til fjármálastarfsemi á Íslandi. Árás með sveðju: Réðst á sam- starfsmenn ÞÝSKALAND, AP Ung kona lést og þrjár særðust alvarlega þegar karlmaður vopnaður samúræja- sverði gekk berserksgang á skrif- stofu fyrirtækis í bænum Pforzheim í Þýskalandi. Maður- inn, sem starfaði hjá fyrirtækinu, reyndi að svipta sig lífi en var yf- irbugaður af lögreglu og fluttur þungt haldinn á sjúkrahús. Að sögn lögreglu hafði maður- inn verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs daginn fyr- ir árásina. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hegðun hans. Fyrirtæk- inu hefur verið lokað um stundar- sakir og starfsmönnum þess boðin áfallahjálp. ■ Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-maður Samfylkingar, var rangnefndur Ólafur Ágúst Ólafs- son í blaðinu í gær. ■ Leiðrétting SÖNNUNAR- GÖGN Lögreglumaður heldur á sönnunar- gögnum sem fund- ust á vettvangi árás- arinnar. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Fór til Banda- ríkjanna í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.