Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Ljón eða kettir í veginum Hlutirnir hafa tilhneigingu til aðfara vel,“ sagði góður sam- starfsmaður minn einu sinni þegar ég var eitthvað að æðrast yfir sam- eiginlegu verkefni okkar. Og það er mikið til í því. Samt er eins og sumir álíti þessu vera þveröfugt farið þannig að hlutirnir fari yfirleitt illa nema í undantekningartilvikum. EIGINLEGA er hægt að leggja upp í lífið með tvenns konar grundvallar- sýn, jákvæða og neikvæða. Sá sem hefur jákvæða sýn lítur á dagleg úr- lausnarefni sem á vegi hans verða sem verkefni til að leysa en hinn nei- kvæði lítur á þau sem vandamál eða hindranir í vegi hans. Þegar sá sem hefur jákvæða sýn veikist einblínir hann á batann og leiðina að batanum meðan hinum sem hefur neikvæða sýn er hætt við að einbeita sér að sjúkdómnum og þeim miska sem hann veldur. Sá sem hefur jákvæða lífssýn gengur út frá því að náunginn vilji honum vel þar til annað hefur komið ítrekað og berlega í ljós með- an hinn neikvæði reiknar með því að annað fólk leggi stein í götu hans þar til annað hefur sannast. Og þannig mætti áfram telja. EKKI ÞARF að fjölyrða um hvað verkefni eru auðunnari og skemmti- legri en vandamál. Og víst er að við- horf hefur mikið að segja í bata sjúklinga. Öruggt má svo telja að þeir sem almennt séð lifa í sátt við Guð og menn séu hamingjusamari og öðlist meiri lífsfyllingu en hinir sem stöðugt eru tortryggnir gagn- vert samferðarmönnum sínum. Hinn jákvæði lifir sem sagt bæði innihaldsríkara og skemmtilegra lífi en hinn neikvæði, auk þess sem ljónin í veginum eru ekki nærri eins mörg og stór. RÉTT EINS og sjálfsagt þykir að kenna börnum mannasiði ætti að vera sjálfsagt að innræta þeim já- kvæða sýn á lífið því jákvæðni er eitthvert besta veganesti sem ungt fólk getur fengið þegar það leggur upp í ferðalagið til fullorðinsáranna. Jákvæð lífssýn þýðir þó alls ekki að ekki megi gagnrýna hluti eða hafa skoðanir um það sem betur má fara. Hún kemur sér einmitt hvað best þegar unnið er að umbótum, hvort sem er í persónulegu lífi eða stærra samhengi. Við notum eingöngu Philips hágæða perur sem gefa besta árangur Grensásveg i 7 108 Reykjavík Sími : 533 3350 - www.smar tsol . is i i ili

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.