Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 29
Fréttiraf fólki 29MIÐVIKUDAGUR 17. september 2003 Skrýtnafréttin La n d lis t/ E R A N Opnum aftur Iðufell Breiðholti eftir gagngerar breytingar klukkan 12.00 í dag Bónus býður alltaf betur Skynsemin velur Bónus ekkert brudl- Johnny Cash: Jarðarför í kyrrþey Johnny Cashvar grafinn í kyrrþey í Tennessee á d ö g u n u m . Meðal nánustu vina Johnny Cash voru Al Gore, Kid Rock, Kris Kristoffersen og Hank Willi- ams Jr. Þeir voru allir við- staddir jarðar- förina. ■ Svissneskur starfsmaður vega-gerðarinnar þar í landi var fluttur á spítala á dögunum eftir að bóndi í nærliggjandi sveitum keyrði tvisvar yfir fótinn á hon- um. Starfsmaðurinn var að sjálf- sögðu við malbikunarvinnu í sveitinni og bóndinn heldur því fram að hann hafi ekki séð hann þar sem hann ók um á gamla traktornum sínum. Atburðurinn átti sér stað ná- lægt Brigels. Bóndinn fann fyrir því að hann keyrði yfir eitthvað og brá svolítið svo hann snar- hemlaði og bakkaði yfir ókunna hlutinn aftur svo hann gæti al- mennilega séð yfir hvað hann hafði keyrt. Þegar bóndinn hafði keyrt yfir vegavinnumanninn í annað sinn sá hann greyið og fann farsíman sinn og hringdi í neyðarnúmer. Maðurinn er sagður vera mjög illa farinn á fæti og brotinn þótt líðan sé eftir atvikum góð. ■ MASSEY FERGUSON Algengur traktor á Íslandi en á dögunum keyrði bóndi í Sviss tvisvar yfir sama vegavinnu- manninn. Bóndi keyrir tvisvar yfir mannNú heyrast fréttir af því aðBeckham-aðdáendur flytji hreinlega til Spánar til að geta verið nálægt goðinu. Í það minnsta eru Phil og Denny Hodges svo æstir aðdá- endur að þessi hjón hafa flutt niður eftir með alla fjöl- skylduna. Þau eiga þrjú börn og hafa fundið sér hús í Alicante en sú staðsetning var valin vegna þess að þau keyptu húsið strax og þau fréttu að hann færi kannski til Spánar og þá vissu þau ekki hvort Barcelona eða Real Madrid yrði fyrir valinu svo þau völdu stað sem var svona mitt á milli. Búist er við því að margir Bretar leggi leið sína til Spánar á kom- andi leiktímabili. George Clooneybauð Keiru Knightly einkatíma á dögunum. Hún er mjög heit í Holly- wood eftir sjó- ræningaævin- týrið sem hún lenti í með Orlando Bloom og Johnny Depp en hún stóð sig víst ágætlega í Pirates of the Caribbean. Og nú hefur hún fengið hlutverk í The Jacket, sem Steven Soderbergh og George Clooney framleiða. Einkatímarnir sem Clooney hefur boðið Keiru eru í amerísku en hann vill losna við hreiminn hennar fyrir The Jacket. LeikarapariðCharlie Sheen og Denise Richards á nú von á barni. Litla krílið á að fæðast næsta vor og er því ekkert voðalega langt síð- an það kom undir en þessar upplýs- ingar koma frá þeim sjálfum. Sheen á annars eina 18 ára dóttur fyrir en hann og Denise Richards kynntust í fyrra. Þau leika saman í Scary Movie 3 sem kemur út í haust en hittust fyrst við tökur á Good Advice. Þau byrjuðu ekki saman fyrr en hún mætti sem gestaleik- ari í Spin City. Anastacia er ekki af baki dott-in. Nú er hún að vinna á fullu gegn brjóstakrabba og stofnar hin ýmsu samtök og veit- ir öðrum lið í barátt- unni við krabbann en sjálf greindist hún með brjóstakrabba- mein í janúar. Aðal- sjóðurinn hennar heitir Anastacia Fund og mun Anastacia stýra honum auk þess sem hún byrj- ar með eigin sjón- varpsþátt um þessi málefni í vetur. Johnny Depp hef-ur samþykkt að leika í The Rum Diaries en það er mynd byggð á bók Hunter S. Thompson. Depp lék einmitt í Fear and Loathing in Las Vegas sem var sömu- leiðis byggð á skáldsögu Thompson. Leikarinn Benicio Del Toro hefur einnig samþykkt að leika í sömu mynd en hann lék líka í hinni. The Rum Diaries gerist í Puerto Rico fyrir um 50 árum. Nú vita allir að Jennifer Lopezog Ben Affleck munu varla gifta sig úr þessu og skildu eigin- lega í stað þess að ganga í það heilaga. Ben virðist rólegur yfir þessu öllu saman og eyddi brúð- kaupsdeginum í spilavíti í Los Angeles og var þar víst með dömu upp á arminn. Hann skemmti sér að sögn vel á meðan Jennifer greyið eyddi deginum með systur sinni á strönd í Mi- ami. Blaðamenn í Hollywood: Gwyneth leiðinlegust Gwyneth Paltrow er efst á listayfir leiðinlegustu viðmælend- urna að mati blaðamanna í Hollywood. Það er víst hrein pína fyrir blaðamann að fá það verk- efni að draga upp úr henni orðin og að öllu jöfnu er hún hundleiðin- legur viðmælandi. Leiðinlegustu fimm stjörnurn- ar, að mati blaðamanna, eru þess- ar: 1. GWYNETH PALTROW 2. COURTNEY LOVE 3. DENISE RICHARDS 4. JENNIFER LOPEZ 5. HUGH JACKMAN Ég kynntist þessari stöð úti íBandaríkjunum og eftir að ég flutti heim langaði mig að fá hana hingað þannig að Íslendingar gætu séð hana,“ segir Unnur Hall- dórsdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Friðbergssyni stóð fyrir stofnun félags um að endurvarpa bandarískri útvarps- og sjónvarpsstöð á rás 8 á Breið- bandinu og FM 103,7. Unnur segir félagið nefnast Aðventsýn og að því standi áhuga- samir einstaklingar innan Að- ventkirkjunnar sem láti fé af hendi rakna svo þessi draumur geti orðið að veruleika. Kristján bendir á að í raun sé stöðin ekki einungis kristileg heldur einnig menningarstöð þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, „Stofnendur hennar eru Danny Shelton og kona hans Linda. Stöð- in er ein stærsta kristilega stöðin í heiminum en hún endurvarpar einnig fjölmörgum hagnýtum dagskrárliðum. Má þar nefna þætti um uppeldismál og barna- tíma og daglega eru læknar og annað fagfólk sem gefur margvís- legar upplýsingar um heilsu, heilsurækt og mataræði,“ segir hann. Þau Unnur og Kristján kynnt- ust á Kumbaravogi þar sem hann er forstöðumaður og hún kom til starfa sem hjúkrunarfræðingur. Þau bundust fyrir nokkrum árum og hafa átt þetta sameiginlega áhugamál síðan. Unnur segir að þann 25. sept- ember séu þau Danny og Linda væntanleg til Íslands þar sem þau haldi fyrirlestur og segi þar frá þeim kraftaverkum sem þau hafa orðið vitni að frá því Danny fékk þá köllun með tvær hendur tómar að byggja upp sjónvarpsstöð. Unnur og Kristján neita því ekki að þetta hafi kostað þau fé en þau sjái ekki eftir því. „Ætli það hafi ekki farið gott íbúðar- verð í þetta en stöðin er rekin með mánaðarlegum framlögum áhugasamra félaga í Aðventsýn,“ segja þau. ■ UNNUR OG KRISTJÁN Þeim fannst að Íslendingar yrðu að fá að njóta kristilegrar stöðvar sem sendir einnig út menningarefni. Fjölmiðlar UNNUR OG KRISTJÁN ■ Unnur Halldórsdóttir og Kristján Frið- bergsson kynntust á efri árum og giftu sig. Þau hafa lagt mikla vinnu og peninga í að fá leyfi fyrir rekstri kristilegrar stöðvar á Breiðbandinu. Ný sjónvarpstöð á Breiðbandinu JOHNNY CASH Var grafinn í kyrrþey í Hendersonville í Tennessee á dögun-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.