Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 10
Tímarit sem gefið er út vestur áSeljavegi í Reykjavík er nú komið hættulega nærri því að eyði- leggja það sem þó var eftir af orðstír blaðamannastéttarinnar á Íslandi. Á undanförnum mánuðum hefur þetta blað m.a. flutt okkur frásagn- ir af yfirvofandi skilnaðarmálum prívatfólks - stundum svo að hlut- aðeigendur höfðu varla tóm til að ræða við börnin sín -, lýsingar á nauðgunarkærum gegn ónafn- greindum mönnum, sem öllum var þó ætlað að þekkja af lýsingu og óskýrri mynd, og nú síðast af lög- broti alþingismanns sem reyndist ekki vera neitt lögbrot. Hér er að- eins fátt eitt talið, en allt er þetta vel að merkja birt í tímaritinu til að gera lífið skemmtilegra. Nú kann að vera, að við birtingu sumra þessara frétta hafi ritstjóra blaðsins brostið dómgreind. Kann að vera. Annað eins gerist. En fréttin af alþingismanninum og meintu lögbroti hans var ekki dómgreindarbrestur. Hún var bara óheiðarleg. Ritstjórarnir og að því er virðist eigandi blaðsins höfðu nefnilega staðfestingu á því frá sýslumanninum á Selfossi, að frétt- in væri röng. Fyrir því var ljós- mynd til frekari sönnunar. Venjulegir blaðamenn hefðu hætt við birtingu þessarar „frétt- ar“. En ekki þessir gæjar. Þeir prentuðu blaðið, seldu svolítið út á athyglina og báðust svo afsökunar á að hafa valdið „óþægindum“. Svo innilega að uppgerðarauðmýktin lak af pappírnum. Fásinna ritstjórans Þessi skemmdarverk hefðu kannske ekki skipt neinu máli ef þau hefðu ekki orðið í miðri skringilegri umræðu um frétta- flutning af lögbrotum þingmanna almennt. Þar ber hæst (eða lægst, eftir atvikum) pistil Gunnars Smára Egilssonar ritstjóra hér í blaðinu í síðustu viku. Niðurstaða hans var í stuttu máli þessi: Ís- lenzkir fjölmiðlar eiga ekki að taka upp engilsaxneska púritanasiði og skýra frá lögbrotum þingmanna, ráðherra og slíkra, enda er mann- skepnan „breyzk“. Og allra sízt ættu blaðamenn að segja svoleiðis fréttir án þess að greina um leið frá sínum eigin breyzkleikabrot- um. Látum nú vera að þetta er sá hinn sami Gunnar Smári Egilsson og ritstýrði Pressunni þegar hún gekk lengst allra fjölmiðla í um- fjöllun um alls kyns breyzkleika fólks, jafnt opinberra sem prívat- persóna. Látum það vera. Menn hafa rétt á að skipta um skoðun. Þessi skoðun er hins vegar glæ- ný og óvenjuróttæk - ekki einu sinni Mogginn hefur gengið svona langt í sinni þöggunarblaða- mennsku - og sætir þeim mun meiri tíðindum að í hlut á ritstjóri útbreiddasta(?) blaðs á Íslandi. Hér væri hægt að setja á langa tölu um að aðrar reglur gildi um opinberar persónur en prívatfólk og mörkin þarna á milli. Það mætti t.d. vitna í nýlegan dóm í máli Kjartans Gunnarssonar gegn Sig- urði G. Guðjónssyni, um að Kjartan sé opinber persóna af einhverri sort og megi því þola öðruvísi og harkalegri ummæli um sig en ella. Það mætti líka ræða um stig og eðli hugsanlegra brota, t.d. að það væri líklega ekki frétt þótt þing- maður í spreng pissaði utan í Al- þingishúsið og bryti þannig bæði gegn lögreglusamþykkt og lands- lögum, en það væri hins vegar frétt ef hann keyrði fullur á húsið sjálft. En pistill Gunnars Smára býður ekki upp á slíkar rökræður. Þar er allur slíkur fréttaflutningur kategórískt tabú. Sem er einhver alversta kenning sem fram hefur komið hin síðari ár. Fáránleikanum er bezt lýst með dæmum. Þannig gæti þingmaður eða sjálfur forsætisráðherrann vafrað dauðadrukkinn um miðbæ- inn vopnaður haglabyssu fretandi á gesti og gangandi án þess að frá því væri greint í Fréttablaðinu. Nema kannske undir fyrirsögninni „Breyzkur maður á sextugsaldri fer mikinn í miðbænum“. Eða svo nefnd séu nærtækari dæmi: Samkvæmt þessari reglu hefði Fréttablaðið aldrei greint frá því að Árni Johnsen sæti í fangelsi og væri því ekki lengur í framboði til þings. (Eða það sem merkilegra er: Ef íslenzkir fjölmiðlar hefðu fylgt reglu Gunnars Smára sæti Árni líklega enn á þingi.) Við viss- um heldur ekkert um fangelsisdóm Gunnars Örlygssonar og fengjum því enga skýringu á fjarveru hans úr þingsölum. Afrek ritsóðanna Auðvitað eiga íslenzkir blaða- menn ekki að taka mark á þessari fásinnu ritstjórans (nema þeir sem vinna hjá honum og neyðast til þess). Auðvitað er það frétt ef þing- maður er tekinn ölvaður undir stýri. Hann er ekki bara að brjóta lög og „keyra fullur, greyið“; hann er að stofna lífi og limum vegfar- enda í stórhættu. Og við þá iðju er hann, þrátt fyrir allt, ekki eitthvert fólk úti í bæ heldur alþingismaður. Jafnvel þótt breyzkur sé. En líklega er það svo, að rökræð- ur um þetta virka nú sem hjóm eitt. Fyrir því hafa vinir okkar á tímarit- inu á Seljaveginum séð. Kenning ritstjóra Fréttablaðsins og vísvit- andi röng frétt tímaritsins um lög- brot alþingismanns verða því mið- ur líklega til þess að íslenzkir blaðamenn veigra sér við að fara í fréttir af þessu tagi, af ótta við að vera kallaðir æsifréttamenn, slúð- urberar eða þaðan af verra. Nógu illa er nú talað um þá samt. Í því felst skemmdarverk ritsóð- anna. Og eru þá afrek þeirra orðin fleiri en þeir sjálfir hugðu. ■ Það er dálítið undarlegt að sam-tök launþega og atvinnurek- enda geti ekki verið samstíga í um- ræðum um launakjör erlendra starfsmanna Impregilo og undir- verktaka við Kárahnjúka. Í fljótu bragði mætti ætla að ís- lenskir launþegar og íslensk fyrirtæki hefðu hag af þvi að hið erlenda verk- takafyrirtæki grei- ddi starfsmönnum sínum laun sam- kvæmt íslenskum samningum og færi að öðru leyti eftir íslenskum lögum í samskiptum sínum við starfsmenn sína. Það er hagur íslenskra launþega að girða fyrir að hægt sé að sniðganga kjarasamninga með því að flytja hingað inn erlent vinnuafl og láta það vinna samkvæmt kjörum síns heimalands. Að sama skapi er það hagur íslenskra fyrirtækja að er- lend fyrirtæki geti ekki undirboðið þau í útboðum í trausti þess að þau geti síðan sveigt framhjá því vinnuumhverfi sem íslenskum fyrirtækjum er búið. Viðbrögð talsmanna Samtaka atvinnulífsins hafa hins vegar ver- ið mjög ólík viðbrögðum forsvars- manna verkalýðshreyfingarinnar við meintum brotum Impregilo og undirverktaka á kjarasamningum. Það er ef til vill ekki hægt að ætl- ast til þess að talsmenn Samtaka atvinnulífsins séu jafn herskáir og verkalýðsforkólfarnir enda búa þeir ekki að sömu sögulegu hefð. En það kemur á óvart að þeir skuli nánast virka sem talsmenn hins er- lenda verktakafyrirtækis – eins og hagur þess sé jafnframt hagur ís- lenskra fyrirtækja. Ef svo væri þyrfti að liggja fyrir opinber stefna Samtaka atvinnulífsins um að brjóta niður það form sem tíðkast hefur á kjarasamningum á Íslandi; að vinnuumhverfi íslensks atvinnulífs væri of þröngt og erfitt íslenskum fyrirtækjum og að þau þyrftu að brjótast undan því með því að taka upp nokkurs konar hentifánastefnu á vinnumarkaði. Fyrirtækin gætu þá valið sér þá kjarasamninga í heiminum sem þau vildu vinna eftir og ráðið sér fólk af viðkomandi svæði þótt starfsemi þeirra væri á Íslandi. Ég kannast ekki við þessa stefnu ís- lenskra fyrirtækja. Það er því engu líkara en Sam- tök atvinnulífsins hafi tekið að sér að verja hagsmuni Landsvirkjunar fremur en félagsmanna sinna al- mennt. Ef það er trú Landsvirkjun- ar að brot á kjarasamningum séu forsendur lágs tilboðs Impregilo og að fyrirtækið geti ekki neitað sér um að taka tilboðinu þrátt fyr- ir það eiga Samtök atvinnulífsins ekki að taka að sér að verja þá ákvörðun. ■ Fyrir skömmu bárust þær frétt-ir að ísraelsk stjórnvöld hefðu rætt þann möguleika að ráða Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, af dögum. Nokkrum dög- um eftir að fréttin lak út ákváðu ísraelsk stjórnvöld að reka Arafat úr landi en frestuðu svo aðgerð. Þessar fréttir hafa vakið litla hrifningu umheimsins og Banda- ríkjastjórn hefur varað Ísraels- stjórn við slíkum áformum. Hinn umdeildi leiðtogi Palest- ínumanna fæddist árið 1929 í Kairó. Faðir hans var vel stæður kaupmaður. Arafat missti móður sína fimm ára gamall og var send- ur í fóstur til ættingja í Jerúsal- em. Þar varð hann í fyrsta sinn vitni að átökum milli Araba og Gyðinga. Arafat hefur verið fá- máll um æskuár sín en sagði eitt sinn að ein af fyrstu minningum sínum væri af breskum hermanni sem braust inn í hús hans um nótt og tók að berja fjölskyldu hans. Eftir fjögurra ára dvöl í Jer- úsalem var Arafat sendur til Kairó þar sem eldri systir hans sá um hann. Faðir Arafats var aldrei náinn börnum sínum. Sagt er að Arafat tali aldrei um hann og hann var ekki viðstaddur jarðarför hans árið 1952. Arafat lærði verkfræði við há- skólann í Kairó og tók þar virkan þátt í stjórnmálastarfi. Hann gekk síðan í egypska herinn. Hann stofnaði Fatah-samtökin, sem urðu voldugasti hluti Palestínsku frelsissamtakanna, PLO, og varð yfirmaður þeirra árið 1969. Í tvo áratugi gerði PLO blóðugar árásir á Ísrael og víða var litið á Arafat sem miskunnarlausan hryðju- verkamann. Í byrjun var hann á þeirri skoðun að hryðjuverk væru heppileg aðferð til að tryggja Palestínumönnum varanlegt heimaland. Með árunum fór af- staða hans þó mjög að mildast, hann tók að tryggja sig í sessi og skapaði sér ímynd sem nútíma stjórnmálamaður. Hann kom sér upp samböndum í Washington og seint á níunda áratugnum til- kynnti hann Sameinuðu þjóðunum að PLO hefði afneitað hryðjuverk- um. Árið 1990 kvæntist Arafat hinni 26 ára gömlu Suha Tawil, dóttur auðugra kristinna foreldra. Suha tók upp íslamska trú eftir hjónavígsluna. Dóttir þeirra, Zahwa, fæddist árið 1996. Árið 1993 gerðist það sem flestir hefðu talið ómögulegt. Ara- fat hitti ísraelska forsætisráð- herrann, Yitzak Rabin, í friðarvið- ræðum sem leiddu til þess að Palestínumenn fengu takmarkaða sjálfstjórn. Arafat, Rabin og utan- ríkisráðherra Ísraels hlutu friðar- verðlaun Nóbels árið eftir. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um afstöðu Samtaka atvinnu- lífsins til launakjara við Kárahnjúka. 10 17. september 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Kvartað yfir Stöð 2 Sigurður Hreinsson skrifar: Stjórnendur Íslands í dag hafaundanfarna daga fjallað um málefni tveggja þingmanna, sem bókstaflega hafa yfirtekið þátt- inn. Fjallað hefur verið um brot þeirra og hafa þeir reynt að fá alla viðmælendur sem þeir hafa haft til að fella dóm yfir þeim. Fyrir nokkrum dögum voru allir reynd- ustu og bestu fréttamenn Stöðvar- innar reknir og svo fengnir ann- ars flokks frétta- eða dagskrár- menn til að fjalla um málefni líð- andi stundar. Þetta leiðir til þess að enginn tekur mark á þessari fréttastöð enda held ég að hún sé á mikilli niðurleið og það er kannski best fyrir alla. Reyndir fréttamenn leita eftir fréttum og eru ekki endalaust að að velta sér upp úr mannlegum mistökum, sem alla getur hent. Varðandi veðurfréttir þá eiga þær að vera veðurfréttir en ekki æsifréttir. Þeir eiga að segja frá veðrinu eins og það verður, en ekki vera endalaust að tuða á því að það sé stormur í aðsigi, að hon- um seinki um klukkutíma og hann verði ekki eins hvass og þeir héldu fyrir klukkustund. Ég held að Stöð 2 sé að mis- takast að komast aftur inn á mark- að með breyttum útsendingartíma á fréttum og svo ætti ekki að hafa stjórnanda þarna, sem hvorki hef- ur vit á stjórnun né frétta- mennsku. ■ Skemmdarverk ritsóðanna ■ Bréf til blaðsins Samtök á villigötum ■ Fyrirtækin gætu þá valið sér þá kjarasamninga í heiminum sem þau vildu vinna eftir og ráðið sér fólk af við- komandi svæði þótt starfsemi þeirra væri á Íslandi. YASSER ARAFAT Hinn umdeildi leiðtogi Palestínumanna hefur mildast í skoðunum með árunum. Um daginnog veginn KARL TH. BIRGISSON ■ skrifar um mis- jafnt fréttamat fjölmiðla Maðurinn ■ Ísraelsk stjórnvöld vilja Arafat feigan. Leiðtogi á dauðalistaSjónvarphverra? Þór skrifar: Það er með ólíkindum hvaðsjónvarpsstöðvarnar, sérstak- lega Ríkissjónvarpið, geta sýnt áhorfendum sínum mikla lítils- virðingu. Síðasta sunnudag settist ég niður fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Fótboltakvöld í Ríkis- sjónvarpinu. Ég settist fyrir framan tækið skömmu áður en Fótboltakvöldið átti að byrja, tuttugu mínútur í tíu. Þá var næsti dagskrárliður á undan að byrja, allt of seint. Svo leið og beið. Tólf mínútum eftir að Fót- boltakvöld átti að byrja var það loksins kynnt til sögunnar en byrjaði reyndar ekki betur en svo að í átta mínútur fengum við ekki að sjá annað en Afsakið hlé. Tutt- ugu mínútum of seint byrjaði þetta svo loksins. Ég get fyrirgefið seinkun vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna eins og þeirra sem töfðu útsend- inguna um átta mínútur. En það er óþolandi að dagskrárliðum skuli sí og æ seinka von úr viti án þess að nokkuð óvænt komi upp á. Það virðist vera meðvituð stefna að hafa dagskrána á eftir áætlun, hvort sem er til að koma fleiri auglýsingum að eða í öðrum tilgangi. Í það minnsta virðist þetta gerast oftar en ekki. Sjón- varp allra landsmanna ætti að kunna betri mannasiði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.