Fréttablaðið - 17.09.2003, Side 12

Fréttablaðið - 17.09.2003, Side 12
12 17. september 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir Ranglega var farið með stað-reyndir í viðtali við Pétur Gunnarsson í Fréttablaðinu í fyrri viku. Hermt var að hann væri framkvæmdastjóri þing- flokks Framsóknarflokksins en það rétta er að hann er skrif- stofustjóri þingflokks framsókn- armanna og forstöðumaður kynn- ingarmála. Pétur og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á mistökunum. New York búar sneru aftur tilvinnu á þessum degi fyrir tveim árum. Þá voru liðnir 6 dagar frá því heimurinn breyttist og myndir af turnunum tveim skrif- uðu sig að eilífu inn í minni al- heimsins. Á þessum tíma var tala látinna talin eilítið hærri en þau tæpu 3.000 andlát sem fengust staðfest nokkru síðar. En eins og alþjóð veit flugu farþegavélar inn í Tvíburaturnana í New York og ollu hruni þeirra. Það voru hryðjuverkamenn sem rændu vélunum. 6 dögum síðar vildi starfsfólk sem vann í nágrenni við turnana sýna umheiminum að lífið héldi áfram í New York eins og ann- ars staðar. Margir þeirra vöfðu sig inn í ameríska fánann á leið sinni til vinnu en aðrir voru með grímur til að verjast rykinu sem enn þyrlaðist up úr rústum World Trade Center. Eyðileggingin minnti óneitan- lega á vígvöll en fólk þóttist hvergi bangið. „Þau búast við okkur á hnjánum en við gefumst ekki upp,“ sagði einn þessara starfsmanna við BBC. Þennan dag 17. september var heimurinn samt enn lamaður. Eng- inn vissi í raun hvað myndi gerast og leit stóð enn yfir að líkum í rúst- um World Trade Center. ■ 13.30 Dagbjört Sigurjónsdóttir verð- ur jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju. 15.00 Jósafat J. Líndal verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju. 15.00 Magnea L. Þórarinsdóttir, Grenimel 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Árni Ásberg Alfreðsson, Stuðlabergi 76, Hafnarfirði, er látinn. María Margrét Sigurðardóttir, Hlað- brekku 7, Kópavogi, lést föstudaginn 12. september. Edith Gerhardt Ásmundsson, frá Þýska- landi, lést fimmtudaginn 11. september. Jóna S. Kristófersdóttir, Kleppsvegi 120, lést sunnudaginn 7. september. María Árnína Ísaksdóttir, dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri, lést sunnudaginn 14. september. Margrét Elíasdóttir, frá Haugi, Gaul- verjahreppi, lést sunnudaginn 14. sept- ember. Guðjón Baldur Valdimarsson, Hjarðar- holti 15, Selfossi, lést föstudaginn 12. september. Elsa Árnadóttir lést fimmtudaginn 11. september. Þorbjörg Hallmannsdóttir frá Króki, Ölf- usi, lést sunnudaginn 14. september. Soffía Gísladóttir, frá Deild í Fljótshlíð, lést sunnudaginn 14. september. Þórarinn Sveinbjörnsson, Birkihlíð, Stokkseyri, lést fimmtudaginn 11. sept- ember. ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán- arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóstfangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. Ég held að langur tími líði þartil mér tekst að þvo af mér fisklyktina,“ segir Friðrik Páls- son, sem, lét af stjórnarmennsku hjá SÍF í síðustu viku. Hann segir það dálítið skond- na tilfinningu að vera ekki bein- línis á kafi í þeim málum og alls ekki eins dramatískt og ætla mætti. Hann hafi býsna margt fyrir stafni og meira en nóg að gera. „Ég datt inn í fiskinn alveg óvart á sínum tíma. Ætlaði ekki að vera nema nokkra mánuði en það endaði með að verða þessi tæplega þrjátíu ár,“ segir hann og bendir á að fjögur ár séu síð- an hann lét af störfum hjá SH. Stjórnarmennskan hafi verið verkefni og hann hafi starfað að ýmsum öðrum málum undanfar- in ár. „Fyrir nokkrum árum lenti ég í ferðabransanum og það er grein sem togar í mann þegar á reynir. Ég hef komið að rekstri Hótel Rangár og Háfjallamið- stöðinni í Kerlingarfjöllum,“ segir hann og bendir á að Hótel Rangá sé skemmtilegt fjögurra stjarna lúxushótel á bökkum Rangár. Friðrik hefur auk þessa verið að vinna að markaðssetningu á ensími í fiski og með því haldið fiskilyktinni á sér. Hann á jörð austur í Fljótshlíð með fleirum og þar dvelst hann mikið, eink- um á sumrin. „Það eru nítján ár síðan við keyptum hana og höf- um byggt hana upp á þessum árum. Fjölskyldan dvelst þar löngum og þar er ég með hrossin mín. Hann neitar því að um mikla ræktun sé að ræða, í það minnsta myndu þeir sem eru í alvöru hrossarækt seint kalla hans hestamennsku því nafni. „Ég hef haft miklu meiri tíma undanfar- in ár til að sinna þessu áhugamáli mínu. Fljótshlíðin er yndislegur staður og tekur ekki langan tíma að aka í þéttbýlið,“ segir Friðrik Pálsson, sáttur við að bera fisk- lyktina enn um sinn. ■ Tímamót FRIÐRIK PÁLSSON ■ Hann segir það ekki eins dramatískt og ætla mætti að vera ekki lengur á kafi í fiski. FRIÐRIK PÁLSSON Hann hefur skipt um starfsvettvang og á nú ferðamennskan hug hans allan. Langt þar til mér tekst að þvo af mér fisklyktina Þessi titill hefur mikla þýðingufyrir mig, ég er mjög stoltur af sjálfum mér að hafa náð svona langt,“ segir Ólafur Helgi Ólafs- son um titilinn Dragdrottning Ís- lands 2003, sem hann hreppti á dragkeppninni á NASA síðastlið- ið laugardagskvöld. „Ég var í gervi Starínu, sem er karakter- inn minn. Starína kom fyrst fram í febrúar á gay balli á Broadway og ég hef brugðið mér í dragið nokkrum sinnum síðan þá,“ segir Óli, sem sló eftirminnilega í gegn sem Starína í Gay Pride göng- unni í ár. Ólafur segist ekki vita hvað réði úrslitum í keppninni: „Ég tók lag með Kylie Minogue sem heit- ir Your Disco Needs You. Ég stúderaði Kylie ekki neitt, kom bara fram sem Starína og samdi sporin sjálfur. Ég hannaði bún- inginn á Starínu en vinkona mín hjálpaði mér mjög mikið,“ segir Ólafur, sem er nemandi á textíl- og handmenntabraut í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. „Ég sagði við vinkonu mína fyrir löngu að ef ég skyldi ein- hvern tíma vinna þessa keppni þá myndi ég lofa henni því að hætta að röfla um útlitið mitt. Ég er sjálfur öryrki en annað herða- blaðið er stærra en hitt og þetta hefur farið ógeðslega í taugarnar á mér. Hún minnti mig á þetta um helgina þannig að ég má ekki röfla um þetta meir,“ segir Ólaf- ur, sem kom, sá og sigraði í glam- úrnum á laugardagskvöldið. „Þetta sýndi mér virkilega að þrátt fyrir gallana á maður alveg möguleika rétt eins og aðrir þannig að mér fannst þetta stórt skref og þegar ég steig út af svið- inu eftir keppnina brosti ég í gegnum tárin.“ ■ Dragdrottning ÓLAFUR HELGI ÓLAFSSON ■ Síðastliðið laugardagskvöld kom Ólaf- ur Helgi Ólafsson fram í draginu Starína og vann titilinn Dragdrottning Íslands 2003. ÓLAFUR HELGI ÓLAFSSON Kom, sá og sigraði sem dragdrottningin Starina og er nú búinn að lofa vinkonu sinni að hætta að kvarta yfir útlitinu. ANNE BANCROFT Fékk bæði Óskars- og Tony-verðlaunin. Lék í myndum eins og the Graduate, Agnes of God, Malice og The Elephant Man en hér sést hún í hlutverki sínu í The Pumpkin Eater. Anne er gift Mel Brooks og lék í mynd hans To Be or Not to Be. 17. september ■ Þetta gerðist 1951 Because of You með Tony Benn- ett er á toppi bandaríska listans. 1956 Heimsmetið í hraðasiglingum sett þegar bátur náði 126 kíló- metra hraða. 1967 Mission Impossible er frumsýnt á CBS-TV. 1972 M*A*S*H er frumsýnt í sjónvarpi. 1989 Fellibylurinn Húgó byrjar á 4 daga ferðalagi sínu um Karíbahaf og drepur 65 manns. 1976 Ringo Starr sendir plötuna Ringo’s Rotogravure frá sér. 1982 Fjöldamorðum sem málaliðar Ísraela hófu deginum áður í flóttamannabúðum í Beirút lýkur. 1000 Palestínumenn lágu í valnum. MINNING HINNA LÁTNU Minningarnar voru margar þegar fólk snéri aftur til vinnu, 6 dögum eftir 11. septem- ber, á Wall Street fyrir tveimur árum. Wall Street opnar á ný WALL STREET ■ Á þessum degi fyrir tveim árum sneri starfsfólk Wall Street aftur til vinnu sinnar eftir 11. september. 17. september 2001 ■ Leiðrétting FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Brosti gegnum tárin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.