Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2003, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 17.09.2003, Qupperneq 23
23MIÐVIKUDAGUR 17. september 2003 hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 SEPTEMBER Miðvikudagur LOKAÐ EFTIR HÁDEGI Á FÖSTUDAG Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 www.ils.is Vegna skipulagsdags starfsfólks verður lokað hjá Íbúðalánasjóði kl. 12.00 föstudaginn 19. september. Opnað verður aftur mánudaginn 22. september samkvæmt venjulegum opnunartíma. Verið velkomin. FÓTBOLTI „Þetta verður hörkuleik- ur eins og allir leikir hjá þessum liðum,“ segir Aðalsteinn Víg- lundsson, þjálfari bikarmeistara Fylkis, um leik KA og ÍA í undan- úrslitum Visa-bikarkeppni karla. Leikurinn fer fram á Laugardals- velli í kvöld klukkan 19.40. Leikir KA og ÍA í deildinni í ár voru hörkuspennandi. Liðin skildu jöfn, 1- 1, í fyrri um- ferðinni en ÍA hafði betur í þeim síðari, 3- 2. Mikil bikar- hefð hefur skapast í her- búðum ÍA og KA. Bæði lið féllu úr leik fyrir bikar- meisturum Fylkis – ÍA í átta liða úrslitum en KA í undanúrslitum. Árið á undan léku Fylkir og KA til úrslita í bikarkeppninni og hafði Árbæjarliðið betur. Fylkir sló þá ÍA út í undanúrslitum. Aðalsteinn segir sterka vörn vera aðalsmerki KA. „Þeir eru mjög grimmir á boltann og eru klárir í að slást. Þeir hafa farið langt á því. Það má segja það sama um Skagaliðið og þetta eru ekki ólík lið þó þau spili ekki sama fótboltann.“ KA-menn hafa ekki náð að skora mikið af mörkum í Lands- bankadeildinni og telur Aðal- steinn það einn helsta galla þeirra. „Þeim hefur gengið erf- iðlega að skapa sér færi. En KA getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi en að sama skapi getur það tapað fyrir hvaða liði sem er á slæmum degi. Það hafa verið miklar sveiflur hjá því.“ Skagamenn hafa verið á miklu flugi undanfarið og unnið fimm leiki í röð í deildinni. „Þeir hafa unnið góða sigra og það er bullandi sjálfstraust í gangi á þeim bæ,“ segir Aðalsteinn. „Það virðist sem þeir séu farnir að trúa því að þeir geti unnið og það er hægt að komast langt á því.“ Aðalsteinn telur líklegt að Skagamenn komist í úrslitaleik- inn. „Ég tippa á það en það er ekkert sjálfgefið í bikarleikjum – langt frá því. Þetta verður bar- áttuleikur. Ég á kannski ekki von á markahrúgu en þetta eru tvö bikarlið út í eitt og baráttan verður eftir því.“ ■ IVAN DE LA PEÑA Er kannski á leið til Celtic í Skotlandi. Ivan de la Peña: Íhugar tilboð frá Celtic FÓTBOLTI Ivan de la Peña, fyrrver- andi landsliðsmaður Spánar, íhugar nú tilboð frá skoska liðinu Celtic. Hinn samningslausi de la Peña, sem hóf ferilinn hjá Barcelona og skipti svo yfir í Lazio, þar sem hann fékk lítið að spila, var á reynslusamningi hjá Celtic í síðustu viku ásamt portú- galska landsliðsmanninum Dani. Hann fór til Katar þar sem hon- um bauðst samningur en snerist svo hugur og fór aftur til skoska liðsins. „Celtic hefur áhuga en sem stendur bíðum við eftir ákvörðun de la Peña,“ sagði Manuel Ferrer, umboðsmaður leikmannsins. ■ BOX Bandaríski umboðsmaðurinn Bob Arum segir að hnefaleikar teljist varla lengur íþróttagrein í kjölfar þess að Shane Mosley var dæmdur sigur á Oscar de la Hoya í Las Vegas um síðustu helgi. „Eftir þessa skelfilegu niður- stöðu er ég hættur afskiptum af hnefaleikum,“ sagði hinn 72 ára gamli Arum eftir bardagann. Hnefaleikar eru ekki lengur íþrótt.“ De la Hoya tapaði bardagan- um á stigum við mikil mótmæli áhorfenda. Dómararnir þrír dæmdu allir Mosley í hag, 115- 113. ■ FÓTBOLTI Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff er ósáttur við að vera skipt út af trekk í trekk í lok hvers leiks. Duff, sem var keypt- ur til Chelsea í sumar fyrir 17 milljónir punda og varð þar með dýrasti leikmaður liðsins, hefur verið skipt út af í öllum fimm leikjum sumarsins. „Ég er að aðlagast félaginu en ég myndi gjarnan vilja fá að leika heilar 90 mínútur,“ sagði Duff. „Ég var ekki sáttur við að vera tekinn af velli í hálfleik á móti Blackburn. En það er knatt- spyrnustjórinn sem ræður því og hvað get ég gert?“ Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, hefur brugðist illa við kvörtunum leikmanna. „Óhamingjusamir leikmenn geta eyðilagt andrúmsloftið og þeir vita hvað gerist ef það er ekki gott,“ sagði Ranieri. „Ég hef rætt við leikmenn um þetta og þeir skilja mig fullkomlega. Þeir sem skilja þetta ekki verða að fara.“ ■  17.50 Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis í Olíssporti á Sýn.  18.00 Ítarleg umfjöllun um ís- lenskar akstursíþróttir í Mótorsporti á Sýn. Umsjónarmaður er Birgir Þór Bragason.  18.30 Bein útsending á Sýn frá leik Arsenal og Inter Milan í Meistara- deild Evrópu.  19.15 Breiðablik og FH eigast við í suðurriðli Remax-deildar karla í hand- bolta.  19.15 ÍBV og ÍR mætast í suður- riðli Remax-deildar karla í handbolta.  19.40 KA og ÍA mætast í seinni leik bikarúrslita Visa-bikarkeppni karla á Laugardalsvelli. Leikurinn verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.  20.00 HK fær Selfoss í heimsókn í suður-riðli Remax-deildar karla í hand- bolta.  20.40 Útsending á Sýn frá leik Bayern München og Glasgow Celtic í Meistaradeild Evrópu.  22.30 Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis í Olíssporti á Sýn. SVEKKTUR De la Hoya íhugar að áfrýja niðurstöðu dómnefndar sem dæmdi honum í óhag. Bob Arum: Hnefaleikar ekki lengur íþrótt DAMIEN DUFF Vill spila meira fyrir Chelsea enda hefur honum verið skipt út af í öllum leikjunum fimm sem liðið hefur leikið. Damien Duff: Vill spila meira SKAGAMENN Í LEIK Skagamenn hafa verið á miklu flugi und- anfarið og unnið fimm deildarleiki í röð. LEIÐ KA Í UNDANÚRSLIT: Selfoss - KA 4-5 KA - Fylkir 3-0 Víkingur - KA 0-1 LEIÐ ÍA Í UNDANÚRSLIT: Huginn - ÍA 0-6 ÍA - Keflavík 1-0 ÍA - Grindavík 1-0 Ekkert sjálfgefið í bikarleikjum KA og ÍA eigast við í seinni undanúrslitaleik Visa-bikarkeppni karla á Laugardalsvelli í kvöld. Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, býst við hörkuleik en spáir Skagamönnum sigri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.