Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 18
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Ég er búin að vera að bródera ímörg, mörg ár,“ segir Lovísa Við- arsdóttir, sem á næstunni kennir það sem hún kallar „fantasy bróderí“ á námskeiðum bæði í Mími – Tóm- stundaskólanum og hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar. „Ég dreif mig svo á skóla í Skals í Danmörku. Þar lærði ég margt nýtt og núna sauma ég allan daginn,“ segir hún og hlær. „Það ligg- ur við að ég gefi mér ekki tíma til að elda, þetta er svo rosalega spenn- andi.“ Lovísa segir að bróderíið sem hún kenni byggi á gömlum grunni en sé útfært á nýtísku hátt. „Þetta er ekkert kerlingalegt, ekki bara krosssaumur í sófapúða. „Ég sauma ýmislegt sem mér dett- ur í hug, finn upp myndir sjálf og sauma til dæmis myndir, púða, dúka og gardínur.“ Fyrsta námskeiðið í Tómstunda- skólanum byrjar 22. september og í sömu viku hefst námskeiðið í Náms- flokkum Hafnarfjarðar. Bæði nám- skeiðin eru fjögur skipti, þrír klukku- tímar í senn. „Ég skaffa allt,“ segir Lovísa. „Þær þurfa bara að koma með góða skapið.“ ■ Námskeið í bróderíi: Saumar daginn langan LOVÍSA VIÐARSDÓTTIR Kennir nýtísku bróderí sem byggir þó á gömlum grunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.