Fréttablaðið - 30.09.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 30.09.2003, Síða 12
12 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Reykjavík ÆVINTÝRAMAÐUR Breski ævintýramaðurinn David Hemple- man-Adams komst á spjöld sögunnar þeg- ar hann flaug einn yfir Atlantshafið í opn- um loftbelg. Ferðin tók 84 klukkustundir og varð Hempleman-Adams að halda sér vakandi allan tímann. UMFERÐ „Skiltin eru viðbótarátak til að minna á með nýjum hætti að skólarnir séu byrjaðir og að öku- menn þurfi að fara varlega í ná- grenni skólanna okkar,“ segir Jón- mundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um ný varúðar- skilti þar sem börn prýða skiltin. Jónmundur segist telja að um 80 prósentum barna sé ekið í skól- ann. „Við viljum að sem flest börn gangi í skólann og reynum að gera leiðirnar öruggar fyrir börnin.“ Hann segir að göngustígum sé haldið opnum á veturna og bæk- lingi dreift til skólabarna á hverju hausti, sem sýnir allar gönguleið- ir í skólann. Einnig eru gang- brautarverðir á mesta annatíman- um á morgnana og sérstök að- koma fyrir þá sem keyra börnin í skólann til að tryggja að færri bíl- ar séu alveg við skólann. ■ Íslenskur markaður of lítill fyrir bankana Górilla á flótta: Réðst á konu og barn BOSTON, AP Górilla slapp úr Frank- lin Park-dýragarðinum í Boston og réðst á tveggja ára stúlkubarn og unga konu. Dýrið var yfirbug- að eftir tveggja tíma eltingarleik. Górillan Jói litli slapp út úr búri sínu rétt fyrir lokun dýra- garðsins. Skömmu síðar hafði vegfarandi samband við lögregl- una og sagðist hafa séð til górill- unnar þar sem hún sat í makind- um sínum í biðskýli skammt frá garðinum. Þessari sömu górillu hafði áður tekist að sleppa út úr búrinu sínu. Í kjölfarið var sett upp rafmagns- girðing til að reyna að koma í veg fyrir að atvikið endurtæki sig. ■ Stríðsglæparéttarhöld í Króatíu: Alnafni hins seka dæmdur ZAGREB, AP Króatar hafa viður- kennt að hafa dæmt rangan mann sekan um stríðsglæpi. Hinn dæmdi heitir Mile Novakovic og var handtekinn á fimmtudaginn var. Réttarhöld voru haldin árið 1995 að honum fjarverandi og hlaut hann þá 20 ára fangelsisdóm fyrir að varpa sprengjum á bæinn Sibenik í Króatíu árið 1991. Nú er komið í ljós að hinn dæmdi er alnafni þess manns sem grunaður er um stríðsglæpina. Báðir mennirnir börðust með serbneskum sveitum í borgara- styrjöldinni í Króatíu. Hinn grun- aði var þó hærra settur en hinn dæmdi. ■ BYGGÐ NORÐAN KORPÚLFSSTAÐA Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur leggja til að skoðað- ir verði kostir þess að skipu- leggja íbúðarbyggð norðan Korp- úlfsstaða. Þó sé ekki verið að vísa til þess lands sem Golfklúbbur Reykjavíkur hafi áhuga á fyrir sína starfsemi. ÚTIVEITINGAR SAMÞYKKTAR Veit- ingastaðurinn á Klapparstíg 30 má nota garðinn aftan við húsið til útiveitinga samkvæmt sam- þykkt skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Einnig hefur leyfður gestafjöldi verið aukinn úr 75 í 99 manns. UMFERÐARÁTAK Sex ára nemendur á Seltjarnarnesi prýða umferðarskiltin þar sem öku- menn eru minntir á að fara varlega. Seltjarnarnes: Minna á byrjend- ur í umferðinni BYRJENDUR Í UMFERÐINNI Sífellt færri börn ganga í skólann. VIÐSKIPTI Í ræðu sinni við opnun Landsbankans í Lúxemborg á föstudaginn sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, að ný sókn væri hafin hjá bankanum. „Við sækjum fram á ný svið og ný lönd. Við ætl- um okkur að sigra á nýjum mörk- uðum,“ sagði Björgólfur. Hann sagði að núverandi stjórnendum Landsbankans væri ljóst að vöxt atvinnulífs og aukna velferð væri ekki að finna í garði nágrannanna heima á Íslandi. „Tækifærin eru á erlendri grundu,“ sagði hann. Landsbankinn stefnir á að fimmtungur af heildarumsvifum bankans verði í útlöndum. Bank- inn stefnir á að kaupa tvö fjár- málafyrirtæki í Bretlandi og sam- eina Heritable-bankanum sem er þegar í eigu bankans. Umsvif hans verða þó eingöngu á breska markaðinum. Þá er næsta verkefni Lands- bankans að sækja til austurs. Bankinn ætlar að ráða mann í Pét- ursborg í Rússlandi með sérþekk- ingu á þarlendum aðstæðum. Þá er í athugun að bankinn ráði fleira fólk á öðrum vaxtarsvæðum Evr- ópu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Landsbankinn að hugsa um Eystrasaltslöndin. Kaupþing Búnaðarbanki í 10 löndum Kaupþing Búnaðarbanki hefur skilgreint Norðurlöndin sem at- hafnasvæði sitt og vill verða leið- andi norrænn fjárfestingarbanki. Með kaupum á eignastýringarfyr- irtæki í Noregi fyrir skömmu er bankinn nú með starfsemi á öllum Norðurlöndunum. Kaupþing Bún- aðarbanki er skráður í sænsku kauphöllinni og með töluverða starfsemi þar. Í Svíþjóð eru 180 starfsmenn, í Finnlandi og Dan- mörku eru umsvifin mun minni. Eftir kaupin á finnska fjárfesting- arfélaginu Norvestia Oyj er Kaup- þing Búnaðarbanki með um 50 starfsmenn í Finnlandi. Þau kaup eru annað skrefið í sókn Kaup- þings inn á finnska fjármálamark- aðinn í kjölfar kaupanna á verð- bréfafyrirtækinu Sofi árið 2001. Í Danmörku á bankinn banka í samvinnu við Sparisjóðinn í Fær- eyjum. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, segir að miklir möguleikar séu á Norðurlanda- markaði. Kaupþing var fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem lagði í út- rás með því að stofna félag í Lúx- emborg árið 1996. Þó má segja að útrás Kaupþings hafi ekki hafist að ráði fyrr en árið 1998. Nú er Kaupþing Búnaðarbanki með Norðurlöndin athafnasvæði Kaupþings Búnaðarbanka. Landsbankinn í austurveg. Fimmtungur af starfsemi Landsbankans verður í útlöndum. Sjötti hluti útlána Íslandsbanka er til útlendinga. Fréttaskýring KRISTJÁN GUY BURGESS ■ Fjallar um starfsemi íslenskra banka í útlöndum. STJÓRNENDUR KAUPÞINGS BÚNAÐARBANKA Markmiðið er að verða leiðandi norrænn fjárfestingarbanki. ÍSLANDSBANKI Eina leiðin til að vaxa að flytja starfsemina að hluta til útlanda. MÆLINGUM LOKIÐ Nýlega lauk sjómælingatímabili ársins hjá sjómælingasviði Landhelgisgæsl- unnar og gekk það í heildina vel þrátt fyrir að rigning og súld hafi hrellt Austfirðinga en sjómæl- ingabáturinn Baldur var aðallega við mælingar undan ströndum Austfjarða. ■ Sjómælingar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.