Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2003, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 30.09.2003, Qupperneq 15
■ Bréf til blaðsins 15ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2003 Lands- byggðarmál í ólestri Kristinn Sigurjónsson skrifar: Ég hef verið að velta fyrir mérhver framtíð landsbyggðar- innar er. Nýlega bárust fréttir frá Seyðisfirði um að öllu starfs- fólki í frystihúsi bæjarins verði sagt upp. Ástæðan er rekstrar- örðugleikar. Fyrir nokkrum árum voru stærstu fyrirtækin í sjávarútvegi, Útgerðarfélag Ak- ureyringa og Samherji, að ham- ast við að kaupa frystihús í minni byggðalögunum. Síðan keypti Eimskip Útgerðarfélag Akureyringa og fylgdi togari gjarnan með í kaupum ásamt kvóta. Í nafni hagræðingarinnar hefur þeim síðan verið lagt eða seldir og kvótinn færður á önnur skip félagsins. Skipin hafa stundum landað á stöðunum eða fiskurinn keyrður á vettvang. Ríkisvaldið er ekki sökudólgur heldur ráða markaðslögmálin. Nú er svo komið að frystihús á minni stöðum bera sig ekki og eðli málsins samkvæmt er þeim lokað. Við það rísa íbúar upp og hrópa á ríkisvaldið að skaffa fyrirtækinu kvóta eða koma með ný atvinnutækifæri í plássið í þeim tilgangi að þeir geti haldið áfram að hírast í húsum sínum á hjara veraldar Fyrr í sumar var mikið rætt um ástandið á Rauf- arhöfn. Íbúar æptu á ríkisvaldið og óskuðu eftir sérstökum 300 tonna kvóta til að útvega þeim örfáu Íslendingum sem nenntu að vinna í frystihúsi staðarins vinnu. Það eru tugir smáplássa hringinn í kringum landið þar sem lifibrauðið er lítið frystihús. Á sumum stöðum er meirihluti þeirra sem verka fiskinn útlend- ingar, sérstaklega á Vestfjörð- um. Í þessum plássum er kenn- arahallæri og oft vantar lækni eða prest. Þegar börnin vaxa úr grasi liggur leið þeirra burt í skóla og oftast snúa þau ekki til baka. Afleiðingarnar eru að plássin leggjast af. Það er ekkert annað en gálga- frestur þegar verið er að beita sértækum aðgerðum til að bjarga. Að mínu mati er lang- best að ríkið kaupi húseignir fólksins. Ríkið gæti síðan selt húsin aftur sem sumarhús því hugsanlega vilja einhverjir dvelja þarna yfir sumarið. Með þessu skapast nýtt tækifæri fyr- ir fólk að byrja aftur. Líklegt er að íbúar flytjist til stærri byggð- arlaga í sama kjördæmi. Raufar- hafnarbúar myndu flytjast niður á Austfirði en þar er mikil upp- bygging fram undan. Það er skiljanlegt að fólk vilji búa á landsbyggðinni. Sjálfur er ég landsbyggðarmaður. Með því að leggja litlu plássin niður styrkjast þau stærri og afkomu- möguleikar og velferðarþjón- usta verða betri. Það er ekki verjandi fyrir okkar litla land að vera með stórmennskubrjálæði og halda uppi hverju krumma- skuðinu á fætur öðru með sér- tækjum aðgerðum. ■ Í kjölfar sviptinga á fjármála-markaði hefur komið upp um- ræðna um hæfni stjórnenda Eim- skips. Þann 29. apr- íl 2003 birtist grein í Morgunblaðinu eftir Þorkel Sigur- laugsson, fram- kvæmdastjóra hjá Eimskip, sem varð til bréfaskrifta okkar á milli. Greinin fjallaði um fiskveiðistjórnar- kerfið. Greinin vakti at- hygli mína því ég hef leitað í gegnum allt sem sagt hefur verið og skrifað á Alþingi um fisk- veiðistjórnun, að heimildum til fyrir- tækja, til að selja þá sameign þjóðarinnar sem afla- heimildirnar eru. Sú heimild er hvergi til. Öll sala á aflaheimild- um er því utan laga og réttar, enda ekki til einn einasti löglegur reikningur fyrir slíkum viðskipt- um. Engar lagastoðir fyrir sölu aflaheimilda Í grein sinni sagði Þorkell: „Fram hefur komið að um 80% af þeim aflaheimildum sem nú eru í notkun hjá einstaklingum og fyr- irtækjum landsmanna hafa verið keypt dýru verði“. Í ljósi þess að engin lagaheim- ild er til sem heimilar sölu afla- heimilda vekur þessi framsetning nokkra athygli. Líklega eiga þessi ólögmætu viðskipti sér uppruna í afstöðu embættis ríkisskattstjóra skv. bréfi frá 4. júlí 1990, eða löngu áður en framsalsréttur var rýmkaður. Í bréfinu segir svo um skráningu aflaheimilda hjá þeim útgerðum sem fá úthlutað frá rík- inu: „Það hefur ekki verið gerð krafa til þess að slík áunnin rétt- indi væru í skattalegu tilliti færð til eignar hjá eigendum viðkom- andi skipa. Það er fyrst við kaup eða sölu þessara réttinda sem krafa er gerð til skattalegra færslna.“ Fyrir þessu áliti sínu hefur RSK engar lagastoðir, og til marks um ólögmæti þessa álits RSK hefur Alþingi aldrei tekið þessa túlkun inn í lagabreytingar sínar. Þegar ég vakti athygli Þorkels á þessu, ásamt því að aflaheimild- um væri úthlutað til eins árs í senn, var svarið: „Það er verið að kaupa heimildir sem eru til staðar í ótilgreindan tíma.“ Sem svar við því að óheimilt væri að selja afla- heimildir svaraði Þorkell: „Það var verið að kaupa fyrirtæki (Út- gerðarfélag Akureyringa, Harald Böðvarsson, og Skagstrending) með þeim aflaheimildum sem þessi félög hafa. Við keyptum fyr- irtæki með aflaheimildum og auð- vitað var verðmiði á aflaheimild- unum í verðmætamati félagsins.“ Þarna viðurkennir Þorkell að Eimskipafélagið hafi vísvitandi greitt háar fjárhæðir fyrir afla- heimildir sem aldrei hefur verið lagaheimild fyrir að selja; einung- is framselja, þ.e. að afhenda. Veð tekið í sameign þjóðar- innar Í grein sinni segir Þorkell að í ársreikningi Eimskips séu eign- færðir 13,4 milljarðar króna vegna aflaheimilda. Nemi það um 42% af markaðsverði Eimskips, sem hafi verið 32 milljarðar um síðustu áramót. Ég nefndi að mér þætti þetta nokkrum tíðindum sæta, þar sem útilokað væri að Eimskip hefði löglega útgefna reikninga vegna þessara kaupa á aflaheimildum. Löglegur eigandi aflaheimildanna hefur ekki heimilað þessa sölu. Svar Þorkels við þessu var eftir- farandi: „Þetta er mikill misskiln- ingur. Eimskip keypti ekki beint aflaheimildir, heldur þrjú fyrir- tæki sem voru með aflaheimildir.“ Í grein sinni segir Þorkell að erfitt sé og ósanngjarnt að breyta núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi. Helstu ástæður þeirrar ósanngirni telur hann vera þá að með því væri verið að rýra verð- mæti eigenda Eimskipafélagsins, ásamt tugum annarra sjávarút- vegsfyrirtækja. Þar á meðal níu þeirra stærstu sem skráð eru í Kauphöllinni. Eitt af því sem hann tilgreinir er að lánakjör fyrirtækjanna versni. Einnig tilgreinir hann að Eimskipafélagið sé allverulega skuldsett, að stærstum hluta við erlendar lánastofnanir og að þær treysti því að ekki verði hróflað við fiskveiðistjórnunarkerfinu. Vel má skilja þessar áhyggjur, þegar ljóst er að engin eign er að baki 42% af markaðsverði félags- ins. Þarna staðfestist einnig, að í raun eru einstök fyrirtæki búin að taka fjármagn að láni með eins konar veði í sameiginlegri eign þjóðarinnar. Þetta er einnig alvar- legt áhættuspil í ljósi þess að skuldir sjávarútvegsins hafa vax- ið langt umfram eignamyndun á undanförnum áratug. ■ Öllum þykir okkur vænt ummiðborg Reykjavíkur og vilj- um veg hennar sem stærstan og mest- an. Miðborgin hef- ur um langan tíma átt í vök að verjast og eigendur fjöl- margra fyrirtækja og verslana telja heppilegra að stað- setja rekstur sinn annarsstaðar í borginni eða á höf- uðborgarsvæðinu. Ástæður eru marg- víslegar, m.a. litlir möguleikar á stækkun þess hús- næðis sem fyrir er, lítið sem ekkert framboð á stærri lóðum fyrir versl- unar- og þjónustu- húsnæði, skortur á bílastæðum og reglur um stöðu- mælagjöld og stöðubrot. Deiliskipulag Skuggahverfis samþykkt 1986 Stærsta átakið í skipulagsmál- um miðborgarinnar var án efa deiliskipulag Skuggahverfisins, sem samþykkt var í borgarstjórn í ársbyrjun 1986 undir forystu sjálfstæðismanna. Miklar deilur áttu sér stað í borgarstjórninni á þeim tíma um þetta deiliskipulag og greiddu fulltrúar flestra vinstri flokkanna atkvæði gegn samþykkt þess. Með samþykkt deiliskipulags Skuggahverfisins var lagður grunnur að öflugri uppbyggingu íbúðar- og atvinnu- húsnæðis í miðbæjarsvæðinu. Þegar hafa verið byggðar um 500 íbúðir í samræmi við deiliskipu- lagið frá 1986 og það er á grunni þessa deiliskipulags sem nú ný- lega eru hafnar framkvæmdir við 250 íbúðir í Skuggakverfinu. Deiliskipulag Kvosarinnar samþykkt 1986 Í annan stað var undir forystu sjálfstæðismanna samþykkt í fyrsta sinn heildstætt deiliskipu- lag af Kvosinni í nóvember 1986 þar sem m.a. var gert ráð fyrir verulegri aukningu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis, fjölgun bíla- stæða og gerð göngusvæða og í því sambandi kynnt hugmynd um gönguleið frá Hressó í Austur- stræti að Skólabrú. Á sama tíma var samþykkt áætlun um upphit- un gatna og gangstétta í miðborg- inni en skömmu áður var lokið við endurnýjum Laugavegar á milli Bankastrætis og Klapparstígs og árið 1987 milli Klapparstígs og Frakkastígs. Á árunum 1986-1994 var Ing- ólfstorg byggt og Miðbakkinn stækkaður, þannig að stærstur hluti skemmtiferðaskipa getur lagst við bakka í gömlu höfninni. Þá voru tjarnarbakkarnir lagfærð- ir og lagðir göngustígar og Vallar- stræti og Thorvaldsenstræti við Austurvöll breytt í göngugötur. Enn fremur voru byggð fimm bíla- geymsluhús í miðborginni. Athafnir í stað orða og skýrslna Ég rifja upp samþykkt þessara tveggja deiliskipulaga því með þeim skipulagsákvörðunum var lagður grunnur að umfangsmestu framkvæmdum á miðborgar- svæðinu í langan tíma. Einnig vegna þess að mér finnst bæði ánægjulegt og um leið svolítið sérkennilegt að hlusta á það fólk sem barðist með oddi og egg gegn samþykkt deiliskipulags Skugga- hverfisins á sínum tíma nú nánast fella gleðitár yfir þeirri uppbygg- ingu sem þar á sér stað. Um leið og ég rifja þetta upp fagna ég öll- um góðum tillögum og hugmynd- um sem mættu verða til þess að snúa vörn í sókn og efla uppbygg- ingu miðborgarinnar. Ég er þeirrar skoðunar að allt of langur tími hafi farið í úttektir, fundahöld og skýrslugerðir um málefni miðborgarinnar í stað markvissra aðgerða og fram- kvæmda og geri ég þó alls ekki lít- ið úr vönduðum undirbúningi. T.d. fór mjög mikill tími borgarstjórn- ar í þref um þá ákvörðun R-listans að loka Hafnarstræti að hluta fyr- ir bílaumferð og síðan kröfu okk- ar sjálfstæðismanna um að gatan yrði opnuð fyrir bílaumferð á nýj- an leik. Það var gert og hefur eng- um vandræðum valdið. Einnig hafa deilur um stöðumælagjöld og sektir verið áberandi en lítt hefur þokast í þá átt sem hagsmunaaðil- ar í miðborginni hafa óskað eftir. Samstaða í borgarstjórn mikilvæg Borgarfulltrúar eiga nú að sameinast um öflugt átak í þeim tilgangi að efla miðborgina í góðri samvinnu við hagsmunaaðila og íbúa. Við eigum að beita okkur fyrir því í samvinnu við Samtök verslunarinnar og Samtök versl- unar og þjónustu að byggðir verði verslunarkjarnar í miðborginni. Við eigum að sameinast um að reglur um stöðumælagjöld verði endurskoðaðar, þar sem ljóst er að núverandi reglur leiða til þess að margir kjósa að eiga viðskipti annarsstaðar en í miðborginni og við eigum jafnframt að sameinast um að fjölga göngusvæðum og bæta almenningssamgöngur við miðborgina. Sóknarfærin hafa verið og eru til staðar og við eig- um að nýta þau – núna. ■ Umræðan GUÐBJÖRN JÓNSSON RÁÐGJAFI ■ skrifar um Eim- skip og fiskveiði- stjórnunarkerfið. Umræðan VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMS- SON ■ skrifar um skipu- lagsmál miðborgar- innar. Er óskabarni þjóðar- innar illa stjórnað? Miðborgin í kastljósi ■ Borgarfulltrúar eiga nú að sameinast um öflugt átak í þeim tilgangi að efla mið- borgina og gera það í góðri samvinnu við hagsmuna- aðila og íbúa. Við eigum að beita okkur fyr- ir því í sam- vinnu við Sam- tök verslunar- innar og Sam- tök verslunar og þjónustu að byggðir verði verslunarkjarn- ar í miðborg- inni. ■ „Við keyptum fyrirtæki með aflaheimildum og auðvitað var verðmiði á afla- heimildunum í verðmætamati félagsins.“ Þarna viður- kennir Þorkell að Eimskipafé- lagið hafi vís- vitandi greitt háar fjárhæðir fyrir aflaheim- ildir sem aldrei hefur verið lagaheimild fyr- ir að selja; ein- ungis framselja, þ.e. að af- henda. YFIRLITSMYND FRÁ REYKJAVÍK „Ég er þeirrar skoðunar að allt of langur tími hafi farið í úttektir, fundahöld og skýrslugerð- ir um málefni miðborgarinnar í stað markvissra aðgerða og framkvæmda og geri ég þó alls ekki lítið úr vönduðum undirbúningi,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Umræða

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.