Fréttablaðið - 30.09.2003, Qupperneq 25
25ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2003
RIVALDO
Rivaldo Vitor Borba Ferreira verður áfram
hjá Milan.
Ítalska knattspyrnan:
Rivaldo
áfram hjá
Milan
FÓTBOLTI „Rivaldo verður áfram hjá
Milan,“ sagði Adriano Galliani,
varaforseti félagsins, í tilkynningu
á heimasíðu félagsins í gær.
Rivaldo verður í leikmannahópi
Milan sem fer til Spánar í dag og
keppir við Celta Vigo í Meistara-
deildinni á morgun.
Í síðustu viku tilkynnti félagið
að Milan og Rivaldo hefðu náð sam-
komulagi um að rifta samningi leik-
mannsins. Rivaldo sagði í kjölfar
þess að hann væri að íhuga tilboð
frá enskum félögum og var Chelsea
einkum nefnt til sögunnar. ■
DAVID BECKHAM
Beckham leikur ekki með Real Madrid
gegn Porto á morgun.
Meistaradeild Evrópu:
Beckham
ekki með
gegn Porto
FÓTBOLTI David Beckham verður
ekki í leikmannahópi Real Madrid
sem mætir Porto annað kvöld í
Meistaradeild Evrópu. Beckham
meiddist á fæti í 2-0 tapinu gegn
Valencia á laugardag. Hann náði
þó að ljúka leiknum en hefur ekki
getað æft með félaginu.
Læknar segja að Beckham sé
mjög bólginn á hægri fæti og
þurfi sjúkraþjálfun og hvíld í ótil-
tekinn tíma.
Real gæti einnig þurft að leika
án Raúls en Ivan Helguera verður
með að nýju en hann missti af
leiknum gegn Valencia vegna sýk-
ingar í hálsi. ■
HM í fótbolta 2010:
Nígería
hættir við
FÓTBOLTI Nígeríumenn hafa dregið
til baka umsókn sína um að fá að
halda heimsmeistarakeppnina í
fóbolta árið 2010 og munu hér eft-
ir styðja umsókn Suður-Afríku.
Alþjóða knattspyrnusamband-
ið, FIFA, ákvað fyrir nokkru að
keppnin árið 2010 færi fram í
Afríku. Egyptar, Túnisar, Suður-
Afríkumenn, Líbíumenn og
Marokkómenn keppa um útnefn-
ingu og munu í dag kynna áform
sín fyrir FIFA á fundi í Zürich.
Nefnd á vegum FIFA mun kanna
aðstæður í löndunum í október og
verða gestgjafar valdir í fram-
haldi af því. ■
FÓTBOLTI Morten Olsen, þjálfari
danska landsliðsins í fótbolta, til-
kynnti í gær hópinn sem mætir
Bosníu og Hersegóvínu í Sarajevo í
næsta mánuði. Hópurinn er óbreytt-
ur frá leiknum gegn Rúmenum í
Kaupmannahöfn í byrjun þessa
mánaðar.
Markverðir eru Thomas Søren-
sen (Aston Villa) og Peter Skov-Jen-
sen (FC Midtjylland). Varnarmenn
eru Thomas Helveg (Inter), René
Henriksen (Panaþinaikos), Martin
Laursen (AC Milan), Per Nielsen
(Brøndby) og Niclas Jensen (Bor-
ussia Dortmund).
Miðju- og sóknarmenn: Thomas
Gravesen (Everton), Claus Jensen
(Charlton), Thomas Røll (FC Køben-
havn), Christian Poulsen (Schalke
04), Morten Wieghorst (Brøndby),
Jesper Grønkjær (Chelsea), Martin
Jørgensen (Udinese), Dennis
Rommedahl (PSV Eindhoven), Ebbe
Sand (Schalke 04), Jon Dahl Tomas-
son (AC Milan) og Peter Madsen
(Bochum).
Englendingurinn Graham Barb-
er dæmir leik Dana og Bosníu-
manna en hann dæmdi leik Íslend-
inga og Þjóðverja í byrjun þessa
mánuðar. ■
JON DAHL TOMASSON
Tomasson hefur skorað 26 mörk í 53
landsleikjum og er markahæstur þeirra
sem skipa danska landsliðshópinn nú.
Danski landsliðshópurinn:
Óbreytt hjá Olsen
EM 2012:
Pólland og
Úkraína vilja
keppnina
FÓTBOLTI Pólska og úkraínska knatt-
spyrnusambandið hafa samþykkt
að sækja um að fá að halda Evrópu-
meistarakeppnina árið 2012. For-
menn knattspyrnusambanda land-
anna náðu samkomulagi um þetta
um helgina.
Úkraínumenn og Rússar sóttu
um að fá að halda keppnina árið
2008 en Austurríki og Sviss urðu
fyrir valinu. Úkraína er úr leik í
Evrópukeppninni sem lýkur í
Portúgal á næsta ári en Pólverjar
eiga veika von um sæti í umspili. ■