Fréttablaðið - 16.10.2003, Qupperneq 4
4 16. október 2003 FIMMTUDAGUR
Óttastu flensuna sem nýkomin
er til landsins?
Spurning dagsins í dag:
Hvar á Óperan að vera með
starfsemi sína?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
50%
29%
Nei
21%Fæ aldrei flensu
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Dómsmál
FJÖLMIÐLAR „Hann óskaði eftir
fundi með forsætisráðherra til að
kynna fjárfestingaáform sín á Ís-
landi,“ segir Illugi Gunnarsson,
aðstoðarmaður Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra, um fund
sem breski fjármálamaðurinn
Marcus Evans átti með Davíð í
upphafi síðustu viku. Evans er að
skoða möguleika þess að kaupa
Norðurljós af Jóni Ólafssyni. Í
því skyni hefur hann átt nokkra
fundi með Jóni og einnig með
lánardrottnum Norðurljósa.
Heimildir herma að Evans vilji
leggja milljarð króna til kaupa á
fjölmiðlarisanum gegn því að fá
felldar niður skuldir, allt að
tveimur milljörðum króna.
Illugi Gunnarson vill ekkert tjá
sig um það sem fram kom á fundi
Evans með forsætisráðherra en
segir að Ólafur Davíðsson ráðu-
neytisstjóri hafi setið fundinn
ásamt forsætisráðherra. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
átti Evans bókaðan fund með Jóni
Ólafssyni í dag eða á morgun. ■
Ætla að skoða
Brim í næstu viku
Stjórn Eimskipafélagsins fór yfir stöðuna þess á fyrsta starfsfundi sínum.
Sama stjórn verður yfir móðurfélagi og öllum dótturfélögunum.
Málefni skipa- og fjárfestingarfélagsins verða til skoðunar á morgun.
VIÐSKIPTI Ný stjórn Eimskipafé-
lags Íslands fór yfir stöðu félags-
ins á fyrsta vinnufundi sínum.
Fyrir fundinum lá að samþykkja
formlega ályktanir tengdar orðn-
um viðskiptum með eignir félags-
ins. Þá lá fyrir fundinum að
stjórnarmenn dótturfélaga Eim-
skipafélagsins segðu af sér.
Stjórnin hélt samhliða hluthafa-
fund í dótturfélögunum, Brimi,
Burðarási og Eimskipi flutning-
um. Stjórnin breytti samþykktum
dótturfélaga og fjölgaði stjórnar-
mönnum úr fimm í sjö. Sama
stjórn verður yfir móðurfélaginu
og öllum dótturfélögunum. Magn-
ús Gunnarsson verður formaður
allra dótturfélaganna og Sindri
Sindrason varaformaður.
Magnús Gunnarsson stjórnar-
formaður segir stjórnina gera sér
grein fyrir því að reksturinn sé
yfirgripsmikill og menn verði að
taka sér þann tíma sem þurfi til
þess að fá tilfinningu fyrir rekstr-
inum. „Út frá því munu menn
velta vöngum yfir því hvort til-
efni sé til einhverra breytinga.“
Magnús segir að stjórnin muni
funda ört á næstunni. Umrótið í
kringum félagið kalli á að menn
setji sig fljótt inn í rekstur fé-
lagsins. Hann segir forstjóra
Eimskipafélagsins hafa farið yfir
starfsemi móðurfélagsins og
dótturfélaga. „Eftir þetta var
rætt almennt um stöðu félagsins
og allt það umtal og þær hug-
myndir sem komið hafa upp í
kringum það.“
Næsti fundur stjórnarinnar
verður á föstudag og mun hún þá
fjalla um rekstur Burðaráss og
skipafélagsins. Magnús segir að
gert sé ráð fyrir að fundað verði
með stjórnendum Brims í næstu
viku.
Magnús segir að aðrar breyt-
ingar á forystu félagsins hafi ekki
verið ræddar. Ekki hafi heldur
verið rætt um breytingar á stjórn-
arsetu í félögum sem Burðarás á
stóra hluti í. „Þetta eru náttúrlega
ágætir menn sem eru í forystu fé-
lagsins og það hefur ekkert verið
rætt um neinar breytingar í þeim
efnum.“
Sama stjórnin er yfir öllum fé-
lögunum. Spurningar hljóta því
að vakna um stöðu móðurfélags-
ins. „Það er eitt af því sem mun
verða skoðað. Við tökum ekki
neinar ákvarðanir um slíkt núna.
Meginskilaboðin til starfsmanna
eru að halda áfram á fullri ferð
eins og menn hafa verið að vinna.
Menn eiga ekkert að láta þessi
umbrot hægja á því sem þeir eru
að gera.“ Hann segir ljóst að unn-
ið hafi verið að hagræðingu og
þróun fyrirtækisins innanhúss og
menn séu vakandi yfir því.
haflidi@frettabladid.is
Jöfnun flutnings-
kostnaðar:
700 milljónir
árlega
FLUTNINGAR Stjórnvöld hafa inn-
heimt og úthlutað þremur og hálf-
um milljarði króna til jöfnunar
flutningskostnaðar sements og
olíuvara síðustu fimm árin.
Stærstur hluti upphæðarinnar,
rúmar 2.600 milljónir króna, er til
kominn vegna flutningsjöfnunar
olíuvara en tæpar 900 milljónir
króna vegna jöfnunar á flutnings-
kostnaði sements. Millifærslan
nemur því um 700 milljónum
króna árlega að meðaltali.
Þetta kemur fram í svari Val-
gerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð-
herra við spurningum Jóns
Bjarnasonar, þingmanns Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs. ■
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
Hlakkar til umræðna um rjúpnaveiðitillögu.
Siv Friðleifsdóttir:
Ber pólitíska
ábyrgð
STJÓRNMÁL Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra segir að hún beri
pólitíska ábyrgð á stöðu rjúpna-
stofnsins og að ljóst sé að grípa
þurfi til aðgerða til þess að
tryggja viðgang hans.
Átján þingmenn, þar af
sautján stjórnarliðar, hafa lagt
fram þingsályktunartillögu þar
sem þess er krafist að umhverf-
isráðherra aflétti banni við
rjúpnaveiði. Siv segir það hafa
komið sér á óvart að meðal úr-
ræða sem nefnd séu í tillögu
þingmanna sé sölubann á rjúpur.
Þeirri leið var hafnað af Alþingi í
vor og meðal annars mótmælt
harðlega af Gunnari I. Birgis-
syni, sem er fyrsti flutningsmað-
ur tillögunnar nú.
Siv telur að tvö þeirra úrræða
sem flutningsmenn tillögunnar
leggja til séu þess eðlis að um-
hverfisráðherra hafi ekki laga-
lega heimild til að grípa til þeirra.
Siv segist munu bíða eftir til-
lögum úr umhverfisnefnd eftir
að þingsályktunartillagan fær
meðferð þar. Siv segist hlakka til
umræðna um þingsályktunartil-
löguna. ■
HEIMSÓKN „Ég hef lært mikið á
þessum fáu dögum á Íslandi,“ segir
Adrienne Clarkson, landstjóri
Kanada, en fimm daga ferð
Adrienne og eiginmanns hennar,
John Ralston Saul, og í boði forseta
Íslands lauk í gær.
Adrienne segir þau hjónin hafa
komið nokkrum sinnum til Íslands
en aldrei farið norður. Fannst þeim
mjög merkilegt að sjá stöðu Há-
skólans á Akureyri og Bændaskól-
ans á Hólum. Segja þau að Kanada-
menn geti tekið Ísland sér til fyrir-
myndar um hvernig hægt sé að
draga úr eða koma í veg fyrir fólks-
flótta af landsbyggðinni. Fyrirtæki
og stofnanir í háum gæðaflokki séu
helsta aðdráttaraflið og segjast þau
vera búin að fá sönnun þess að slíkt
gæti gengið upp í Norður-Kanada.
Adrienne var ánægð með að sjá
hvernig þjóðin heldur stolt í ýmsar
hefðir í þessu nútímalega landi.
Fyrir norðan fengu þau að smakka
íslenskan mat eins og svið, brodd
og slátur en bæði eru þau mjög
áhugasöm um matarvenjur. „Ísland
er alveg einstakt í heiminum og þó
höfum við hjónin ferðast mjög
víða.“ Þau voru mjög heilluð af
fuglalífinu og laxveiðiánum og
töldu Íslendinga geta nýtt sér þær
auðlindir betur þar sem fáir viti af
þeim. ■
Breski athafnamaðurinn Marcus Evans:
Davíð kynnt
áform um Stöð 2
DAVÍÐ ODDSSON
Hitti Evans ásamt ráðuneytisstjóra sínum.
Blaðamannafundur
starfsmanna Impregilo:
Mínus í
kladdann
ATVINNUMÁL Á blaðamannafundi
sem fyrrverandi starfsmenn
Impregilo við Kárahnjúka héldu í
Portúgal kom fram hörð gagnrýni á
framkomu Íslendinga og Impregilo
gagnvart portúgölsku verkamönn-
unum. Kenna þeir aðallega Íslend-
ingum um vondan hag sinn og fær
landinn mínus í kladdann í fréttum.
Víða var fjallað um málið í fjöl-
miðlum landsins og var mikið gert
úr fréttum af aðbúnaði og launa-
kjörum Portúgalanna. Í yfirlýsingu
frá Impregilo er tekið fram að
margt af því sem fram hafi komið
sé beinlínis rangt. ■
Ferð landstjóra Kanada um landið lokið:
Fengu brodd, svið og slátur
ADRIENNE CLARKSON OG JOHN RALSTON SAUL
Hjónin voru heilluð af fallegu landi og stoltri þjóð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
UNNIÐ HRATT
Stjórn Eimskipafélagsins ætlar að funda ört og setja sig hratt inn í rekstur félagsins.
Stjórn félagsins verður einnig stjórn allra dótturfélaga þess.
JÖFNUN
FLUTNINGSKOSTNAÐAR
Ár Sement Olíuvörur Samtals
1998 157 565 722
1999 160 525 685
2000 188 496 684
2001 219 482 701
2002 156 549 705
Samtals 880 2.617 3.497
ALLAR TÖLUR Í MILLJÓNUM KRÓNA
6 MÁNAÐA SKILORÐ Maður var
dæmdur í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og til að greiða
tólf milljón króna sekt, en sex
mánaða fangelsi til vara, fyrir
skattsvik í Héraðsdómi Reykja-
víkur á mánudag.
30 MILLJÓNA KRÓNA SEKT Fram-
kvæmdastjóri einkahlutafélags
var dæmdur í þriggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi og til að
greiða 30 milljóna króna sekt
fyrir skattsvik í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Hann hafði
skotið undan 15 milljónum
króna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T