Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 6
6 16. október 2003 FIMMTUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 76,12 -0,30%
Sterlingspund 127,36 0,45%
Dönsk króna 11,98 0,06%
Evra 88,97 0,03%
Gengisvísitala krónu 126,03 0,43%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 391
Velta 4.954 milljón
ICEX-15 1.870 0,81%
Mestu viðskiptin
Kaupþing Búnaðarb. 682.954.968
Pharmaco hf. 655.326.489
Íslandsbanki hf. 261.391.491
Mesta hækkun
Sláturfélag Suðurlands svf. 10,00%
SÍF hf. 3,37%
Samherji hf. 3,33%
Mesta lækkun
Landssími Íslands hf. -4,07%
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. -3,03%
Kögun hf. -2,67%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 9.821,7 0,1%
Nasdaq* 1.950,8 0,4%
FTSE 4.368,8 0,8%
DAX 3.570,6 0,9%
NK50 1.375,3 0,0%
S&P* 1.050,0 0,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Átján þingmenn hafa lagt fram þings-ályktunartillögu um að banni við
rjúpnaveiði verði hnekkt. Hvað heitir
fyrsti flutningsmaður tillögunnar?
2Hvaða ríki neitaði að skrifa undirsamninginn um stækkun EES á
þriðjudaginn?
3Hvað heitir tyrkneski leikmaðurinnsem veittist að David Beckham í
landsleik um síðustu helgi?
Svörin eru á bls. 39
Iceland Express flýgur tvisvar á dag til London og Kaupmannahafnar:
Búist við fleiri ferðamönnum
SAMGÖNGUR Iceland Express hefur
ákveðið að fljúga tvisvar á dag
alla daga til London og Kaup-
mannahafnar frá og með 1. apríl
næstkomandi. Flogið verður á
morgnana og síðdegis. Jóhannes
Georgsson, framkvæmdarstjóri
Iceland Express, segir þessa tvö-
földun á starfseminni vera til að
mæta aukinni þörf. Farþegar eru
fleiri en búist var við og sér í lagi
hefur erlendum ferðamönnum
fjölgað.
Forsvarsmenn Iceland Ex-
press gera ráð fyrir að farþegar
verði 330.000 fyrsta árið sem flog-
ið verður tvisvar á dag. Þeir horfa
ekki síður til þess að erlendum
ferðamönnum fjölgi. Iceland Ex-
press segir ljóst að há fargjöld
hafi til þessa haft heftandi áhrif á
ferðalög til landsins. Opnað verð-
ur fyrir sölu farmiða í sumaráætl-
un Iceland Express í dag. ■
Bætur til farþega
hækka um 100%
Evrópuþingið mun á næstunni taka fyrir frumvarp sem kveður á um
bætur til flugfarþega sem verða fyrir seinkunum. Gæti kostað flugfélög
milljarða á ári. Íslensk flugfélög telja að þetta muni ekki hafa mikil áhrif.
FLUGMÁL Nýtt lagafrumvarp um
flugfélög sem fljúga á flugvelli inn-
an Evrópusambandsins gæti kostað
þau samtals á bilinu 5 til 13 millj-
arða króna á ári verði það samþykkt
á Evrópuþinginu.
Lögin kveða á um bætur til far-
þega sem verða fyrir seinkunum á
ferðalagi til eða frá flugvöllum inn-
an Evrópusambandsins. Bæturnar
ná til seinkana vegna yfirbókana
flugfélaga eða ýmissa annarra
ástæðna sem rekja má til flugfélag-
anna sjálfra. Farþegar sem verða
fyrir seinkunum vegna veðurs,
tæknimála eða verkfalla starfs-
manna fá ekki bætur. Talið er lík-
legt að lögin taki gildi árið 2005.
Samkvæmt frumvarpinu verða
bæturnar allt frá 22 þúsund krónum
upp í 53 þúsund krónur. Upphæðin
fer eftir lengd ferðalags hvers far-
þega sem verður fyrir seinkun og
því hversu mikil seinkunin er. Í dag
eru hámarksbætur tæpar 27 þúsund
krónur.
Talið er að um 250 þúsund far-
þegar verði fyrir seinkunum á
hverju ári vegna yfirbókana flugfé-
laga og samkvæmt því má áætla að
flugfélög þurfi samtals að greiða 5
til 13 milljarða króna í bætur á ári
samkvæmt nýja frumvarpinu.
Talsmenn evrópskra flugfélaga
telja að frumvarpið, verði það að
lögum, geti orðið til þess að skekkja
samkeppnisstöðu evrópskra flugfé-
laga gagnvart öðrum flugfélögum.
Líklegt sé að þau muni þurfa að
hækka verð á flugmiðum, sem í
mörgum tilfellum er lægra en bæt-
urnar sem farþegarnir gætu fengið
verði seinkun.
Ólafur Hauksson, talsmaður
Iceland Express, segir að langflest
flugfélög hafi þá stefnu að yfirbóka
í ferðir. Lággjaldaflugfélagið Ryan
Air yfirbóki í um 5 til 7% af sínum
ferðum.
„Þetta klagar hins vegar ekkert
upp á okkur vegna þess að við yfir-
bókum ekki,“ segir Ólafur.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, tekur undir
orð Ólafs.
„Þetta mun breyta mjög litlu fyr-
ir okkur og okkar viðskiptavini,“
segir Guðjón. „Það helgast af því að
í alþjóðlegum samanburði erum við
mjög stundvíst félag og við höfum
alla tíð farið mjög varlega í yfirbók-
anir og það er aðallega á nokkrum
Ameríkuleiðum sem það er gert.“
trausti@frettabladid.is
Beruðu andlit sín:
Reknar úr
skóla í viku
RIYADH, AP Að minnsta kosti 17 er-
lendar unglingsstúlkur í austur-
hluta Sádi-Arabíu voru reknar úr
skóla í viku fyrir að taka slæðuna
frá andliti sínu í skólabílnum.
Strangar reglur gilda um klæða-
burð kvenna í Sádi-Arabíu og ber
þeim meðal annars að hylja andlit
sitt, enda andstætt trú landsmanna
að annar en eiginmaður eða fjöl-
skyldumeðlimir berji konur augum.
Skólastýra stúlknanna segist
hafa komist upp um athæfið þegar
hún framkvæmdi skyndiskoðun í
skólabílnum. Foreldrar stúlknanna
hafa mótmælt brottrekstrinum og
hyggjast kæra. ■
EIMSKIP
Greining Íslandsbanka mælir með sölu á
hlutabréfum í Eimskipi.
Eimskipafélagið:
Miklar
væntingar
HLUTABRÉF Miklar væntingar um
bætta afkomu eru í verði hluta-
bréfa Eimskipafélagsins, að mati
Greiningar Íslandsbanka. Mælt er
með sölu bréfanna. Í greiningu á
félaginu er talið til neikvæðra
þátta að rekstrarafkoma hafi ver-
ið óviðunandi. Þá séu ekki mikil
vaxtartækifæri í sjávarútvegs-
starfsemi og mikil samkeppni í
flutningastarfsemi.
Kjölfestufjárfesting Lands-
bankans er talin til jákvæðra
þátta og fyrirætlanir um að bæta
rekstrarafkomu. Í greiningunni
er talið líklegt að félaginu verði
skipt upp og er það talið til já-
kvæðra þátta. ■
EKKI UNDIR ÁTJÁN Unglingar
undir átján ára aldri eiga
síminnkandi atvinnumöguleika
þar sem margir vinnustaðir ráða
ekki fólk undir þessum aldri.
Þetta snertir sérstaklega þá sem
eru sautján ára. Þetta kom fram
á fundi yfirmanna Vinnuskóla á
höfuðborgarsvæðinu.
Konukvöld
í Debenhams:
Allar
fá gjöf
KONUKVÖLD Tískusýning og snyrti-
vörukynning eru meðal þess sem
verður í boði á konukvöldi í Deb-
enhams milli klukkan átta og tíu í
kvöld. Boðið verður upp á léttar
veitingar á staðnum og verða allar
konur leystar út með gjöf í lok
kvöldsins. Halldóra Geirharðs-
dóttir og Ólafía Hrönn sjá um
skemmtiatriði og kynningu. Þá
mun fulltrúi frá Samhjálp kvenna
taka á móti ávísun frá Deben-
hams. ■
GUÐJÓN ARNGRÍMSSON
Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verði
frumvarpið að lögum muni það hafa lítil
áhrif á Icelandair.
ÓLAFUR HAUKSSON
Talsmaður Iceland Express segir að
flugfélagið yfirbóki ekki í ferðir.
ÁÆTLUNARFLUG ICELAND EXPRESS KYNNT
Tuttugu starfsmenn verða ráðnir til Iceland Express vegna breytinganna. Tvær Boeing-737
þotur munu sinna fluginu. Sem fyrr sér breska flugfélagið Astraeus um flugreksturinn.
LEIFSSTÖÐ
Talið er að um 250 þúsund farþegar verði fyrir seinkunum á hverju ári á flugvöllum í
Evrópu vegna yfirbókana flugfélaga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
■ Ungt fólk