Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 8
8 16. október 2003 FIMMTUDAGUR
Óljóst stefna
„Einnig er mjög óljóst í dag
hvert ESB stefnir pólitískt séð –
verður það hægrisinnað eða
vinstrisinnað?“
Margrét K. Sverrisdóttir í Fréttablaðinu 15. októ-
ber.
Snjóflóðavarnir
„Eitt sinn var ég á rölti í Dýra-
firði og heyrði strandferðaskipið
flauta með drunum úti á miðj-
um firði. Samstundis hrundi
snjóhengja og fjall missti höku-
skeggið að mestu.“
Guðbergur Bergsson í DV 15. október.
Neysluhlaðið hugtak
„Fullnæging er orðið svo neyslu-
hlaðið hugtak að það liggur við
að hljómi eins og að fara í
Kringluna og kaupa allt sem
mann langar í.“
Elísabet Jökulsdóttir í Morgunblaðinu 15.
október.
Orðrétt
Forstjóri Lýðheilsustöðvar:
Valinn úr hópi 15 umsækjenda
RÁÐNING Anna Elísabet Ólafsdótt-
ir, matvæla- og næringarfræð-
ingur, verður forstjóri Lýðheilsu-
stöðvar frá og með næstu mán-
aðamótum. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá heilbrigðis-
og tryggingamáláðuneytinu. Hún
er skipuð til næstu fimm ára.
Áður hafði Guðjón Magnússon
læknir verið skipaður í stöðuna
en hann óskaði eftir fimmtán
mánaða leyfi þar sem hann tók
við áhrifastöðu innan Alþjóða
heilbrigðisstofnunarinnar. Heil-
brigðisráðherra gat ekki orðið
við ósk Guðjóns um svo langt
leyfi og því var starfið auglýst að
nýju.
Fimmtán sóttu þá um starfið
og mat hæfnisnefnd fjórtán af
þeim hæfa. Nefndin ræddi ítar-
lega við sjö af umsækjendunum
og úrskurðaði að fjórir þeirra,
þ.á.m. Anna Elísabet, væru
hæfust. Anna Elísabet á að baki
nám í matvæla- og næringar-
fræði auk þess sem hún hefur
lokið MBA-námi frá Háskóla Ís-
lands. Hún gegndi síðast starfi
verkefnastjóra hjá Pharmaco.
Varaborgarfulltrúa
ofbýður áhrifaleysi
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segist hætt í borgarstjórn
og menningarmálanefnd vegna ólýðræðislegra vinnubragða og ágreinings um stefnu.
SVEITARSTJÓRNIR Steinunn Birna
Ragnarsdóttir, varaborgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans, hefur sagt af
sér og hættir í menningarmála-
nefnd borgarinnar og hverfisráði
miðborgar.
Steinunn Birna, sem sat fyrir
Vinstri græna í 13. sæti R-listans í
kosningunum 2002, segist ósátt
við vinnubrögð og stefnu R-list-
ans í menningarmálum. Steinunn
Birna er ekki að
hætta í Vinstri
grænum.
„Ákvörðunin
er ekki tekin í
fljótræði. Ég get
ekki setið í borg-
arstjórn sem
vinnur gegn þeim hagsmunum
sem ég hef beitt mér fyrir í mörg
ár. Ég hef ekki getað unnið að
menningarmálum borgarinnar á
þann hátt sem ég hefði kosið,“
segir Steinunn Birna.
Að sögn Steinunnar Birnu veg-
ur þyngst niðurskurður borgar-
innar til tónlistarskóla og túlkun
borgarstjórnar á kjarasamingum
við tónlistarkennara. Þó það sé
réttlætismál að Reykjavíkurborg
greiði ekki fyrir tónlistarnema
annara sveitarfélaga hafi fram-
kvæmdin verið ámælisverð.
„Þetta hefur verið mjög einhliða
og harkalegt. Börn voru skilin eft-
ir úti í kuldanum án nokkurrar
tryggingar fyrir áframhaldandi
námi,“ segir hún.
Reykjavíkurborg hefur að
sögn Steinunnar Birnu, eitt sveit-
arfélaga, túlkað ákvæði kjara-
samninga um viðbótarkaup á
vinnu tónlistarkennara kennurun-
um í óhag. Tónlistarskólum hafi
fjölgað án þess að heildarframlög
til þeirra hafi aukist. „Þetta er
óviðunandi virðingarleysi við tón-
listarkennsluna í borginni,“ segir
hún.
Steinunn Birna segir stefnu
borgarinnar í menningarmálum
vera tvístígandi og óhnitmiðaða.
„Borgarstjórn hlýtur að vera vett-
vangur lýðræðislegrar umræðu
þar sem mismunandi sjónarmið
koma fram og niðurstaða er sam-
hljómur þeirra. En stundum eru
málin komin á leiðarenda í
ákvarðanatöku áður en hin eigin-
lega umræða á sér stað,“ segir
Steinunn Birna, sem veltir því
fyrir sér hvort ekki sé erfitt að
viðhalda lýðræðislegri umræðu í
kosningabandalagi á borð við R-
listann þar sem fólk veigri sér við
að opinbera ágreining.
„Í stjórnmálum þarf að gera
erfiðar málamiðlanir. En það er
ekki hægt að ganga svo á eigin
sannfæringu að maður sé kominn
á skakk og skjön við þau mál sem
umbjóðendur manns treysta
manni til að vinna að,“ segir Stein-
unn Birna.
gar@frettabladid.is
Hækkun afnotagjalda:
Ákvörðun
ekki tekin
ALÞINGI Menntamálaráðuneytið
hefur ekki tekið afstöðu til beiðni
stjórnenda Ríkisútvarpsins um
hækkun afnotagjalda til að mæta
bágri fjárhagsstöðu stofnunarinn-
ar. Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra sagði við umræðu á þingi
að hann vonaðist til að afstaða
ráðuneytisins til þessa og annarra
leiða til að leysa vanda RÚV lægi
fyrir fljótlega.
Þetta kom fram eftir fyrirspurn
Marðar Árnasonar, þingmanns
Samfylkingarinnar, um hvort létta
ætti lífeyrisskuldbindingum af
stofnuninni, en þær nema 2,6 millj-
örðum króna. ■
Brotthvarf
varaborgarfulltrúa:
Engin áhrif
á R-lista
SVEITARSTJÓRNIR Stefán Jón Haf-
stein, formaður menningarmála-
nefndar Reykjavíkur, segist hafa
fullvissu fyrir því að brotthvarf
varaborgarfulltrúans Steinunnar
Birnu Ragnarsdóttur hafi engin
áhrif á samstarf R-listans.
„Reykjavíkurlistinn er ekki að
vinna fyrir sérstaka hópa heldur
borgarbúa í heild. Það eru marg-
ir innan Vinstri grænna sem líta
svo á að við berum miklu víðtæk-
ari ábyrgð en bara fyrir einstaka
hópa í borginni,“ segir Stefán
Jón, sem sjálfur tilheyrir Sam-
fylkingunni.
Ármann Jakobsson mun taka
sæti Steinunnar Birnu. ■
Stefán Jón Hafstein segir brotthvarf varaborgarfulltrúa afskaplega leiðinlegt:
Ekki stýrt af sérhagsmunum
SVEITARSTJÓRNIR „Mér þykir afskap-
leg leiðinlegt að Steinunn Birna
skuli vera hætt. Ef ég hefði verið
spurður fyrir viku hver væri einn
af mínum nánustu og bestu sam-
starfsmönnum innan Reykjavík-
urlistans þá hefði ég nefnt hennar
nafn,“ segir Stefán Jón Hafstein,
formaður menningarmálanefndar
Reykjavíkur.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
tónlistarkennari hefur sagt sig úr
menningarmálanefndinni. Stefán
Jón segir þau hafa verið samstíga
í mörgu. Hún hafi tekið að sér
ýmis trúnaðarstörf að hans ósk,
meðal annars stýrt starfshópi sem
móti stefnu borgarinnar varðandi
tónlistarfræðslu. „Það kemur
mjög á óvart að hún skuli vilja
víkja áður en sá hópur sem hún
ber ábyrgð á skilar áliti,“ segir
hann.
Að sögn Stefáns hefur engri til-
lögu frá Steinunni Birnu verið
hafnað eða vísað frá. Hann hafi
aldrei skynjað óánægju hjá henni
með samstarfið:
„Hins vegar hef ég skynjað það
mjög sterkt að hún væri áhyggju-
full yfir kjaramálum tónlistar-
kennara sem hún var í forystu
fyrir að berjast fyrir. Það er sér-
stakt sérhagsmunamál þeirra sem
hún tók skiljanlega mjög nærri
sér. En þar hefur þurft að horfa á
málið í víðu samhengi en ekki út
frá sérhagsmunun tiltekinnar
stéttar.“ ■
ANNA ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR
Verður forstjóri Lýðheilsustöðvar.
STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR
„Ég get ekki setið í borgarstjórn sem vinnur gegn þeim hagsmunum sem ég hef beitt mér fyrir í mörg ár,“ segir varaborgarfulltrúinn
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, sem hættir í borgarstjórn og menningarmálanefnd. Hún ætlar á hinn bóginn að starfa áfram í sínum flokki,
Vinstri grænum.
„Börn voru
skilin eftir út í
kuldanum.
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Formaður menningarmálanefndar segir
engri tillögu frá Steinunni Birnu Ragnars-
dóttur, varaformanni nefndarinnar, hafa
verið hafnað eða vísað frá. Aldrei hafi
hann skynjað óánægju hjá henni með
samstarfið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
DELTA-BÚÐIRNAR
Lögmenn franskra sakborninga í Guant-
anamo hafa biðlað til SÞ.
Guantanamo:
Leita ásjár
hjá SÞ
PARÍS, AP Lögmenn fjögurra manna
sem Bandaríkjamenn hafa í haldi í
herstöðinni við Guantanamo-flóa
hafa leitað ásjár Sameinuðu þjóð-
anna og vilja að samtökin beiti sér
gegn því sem lögmennirnir kalla
andlegar pyntingar á föngunum.
Í bréfi til Sameinuðu þjóðanna
segjast lögmennirnir ekki hafa
fengið að hitta skjólstæðinga sína í
hálft annað ár. Enn fremur hafi eng-
in ákæra verið birt, tveimur árum
eftir handtöku. Sex Frakkar eru
meðal 660 fanga sem Bandaríkja-
menn halda í Guantanmo vegna
gruns um tengsl við hryðjuverka-
samtökin Al Kaída. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M