Fréttablaðið - 16.10.2003, Síða 12
12 16. október 2003 FIMMTUDAGUR
ÁSTARJÁTNING BRESKA
FLUGHERSINS
Tyrkneskur ferðamaður fylgist hugfanginn
með listflugi Rauðu örvanna, úrvalssveitar
breska flughersins, yfir Dubai. Ekki fylgir
sögunni hverjum hjartað var ætlað.
Hundruð þúsunda íbúa Petropavlovsk á Kamtsjatka sitja í kuldanum:
Vilja lögsækja borgarstjórann
MOSKVA, AP Saksóknari í Petro-
pavlovsk á Kamtsjatka hefur far-
ið fram á það vð dómstóla að frið-
helgi borgarstjórans verði aflétt
svo unnt sé að sækja hann til saka
fyrir afglöp. Hitakerfi borgarinn-
ar er í molum og segir saksóknar-
inn að borgarstjórinn hafi brugð-
ist borgarbúum. Ekkert viðhald
hafi verið á hitakerfi borgarinnar
og nú þegar vetur sé að ganga í
garð blasi við neyðarástand hjá
stórum hluta 250.000 íbúa. Yfir-
maður þjónustudeildar borgarinn-
ar hefur þegar verið ákærður
vegna málsins.
Hitastigið í opinberum skrif-
stofum, skólum, sjúkrahúsum og
víðar hefur síðustu daga verið um
og innan við 10 gráður á celsíus.
Léleg húshitun er landlægt
vandamál um allt Rússland og
bjuggu yfir 350.000 heimili við
litla sem enga húshitun síðasta
vetur.
Borgarstjórinn nýtur friðhelgi
þar sem hann er jafnramt þing-
maður héraðsins. Ákvörðunar
dómara er að vænta innan 10
daga. ■
Vanvirðing við þingið
Tveir þingmenn, stjórnar og stjórnarandstöðu, tókust á fyrir skemmstu á Alþingi um virðingu
löggjafarsamkundunnar og hvernig þingmenn sýndu þingheimi vanvirðingu. Fréttablaðið
ræddi við þá og fékk þá til að útlista þetta nánar.
Hjálmar Árnason,þ i n g m a ð u r
F r a m s ó k n a r -
flokksins, vísar því á
bug að hægt sé að
lýsa því sem óvirð-
ingu að þingmenn
séu ekki staddir í
þingsal meðan um-
ræður fara fram.
„Alþingi hefur
lagt sjónvarp í öll
húsakynni Alþingis.
Það er mjög algengt
að þingmenn sitji til
dæmis á skrifstofum
sínum, undirbúi mál
og fylgist með umræðum. Megin-
reglan er að þingmenn viðkom-
andi nefnda standa vaktina. Þar
að auki geta komið upp ýmsar
ástæður fyrir því að menn séu
ekki í salnum. Ég geri ekki at-
hugasemdir við það ef Magnús
Þór hefur ekki verið viðstaddur
hverja mínútu þingfunda þann
stutta tíma sem hann hefur verið
á þingi.“
„Alvarlegust finnst mér þó sú
heimskulega yfirlýsing (Magnús-
ar Þórs) sem birtist í Frétta-
blaðinu í tilefni ferðar sjávarút-
vegsnefndar að hann
vildi ekki sitja hand-
járnaður í fyllerís-
veislu á vegum LÍÚ.
Ég tók það mjög alvar-
lega þegar hann lýsti
þessu svona,“ segir
Hjálmar og bætir við
að ferðin hafi hvorki
verið á vegum né
skipulögð af LÍÚ. Slík-
ar ferðir séu hins
vegar mikilvægur
þáttur í starfi þings-
ins.
„Ég tel að Magnús
Þór sé með svona
fáránlegum yfir-
lýsingum að skaða
þingnefnd og Al-
þingi í heild sinni
og jafnvel koma í
veg fyrir að þing-
nefndir geti sinnt
þessu mikilvæga
og skemmtilega
starfi. Magnús Þór
er í einhverjum
misskildum popúl-
isma að grafa und-
an virðingu Al-
þingis.“ ■
Stjórnarliðar eru af-skaplega lítið við í
þingsalnum og nánast
alveg fjarverandi þeg-
ar verið er að tala um
mál sem þeim henta
ekki,“ segir Magnús
Þór Hafsteinsson,
varaformaður Frjáls-
lynda flokksins, og er
ekki alls kostar sáttur.
„Það er eftirtektarvert
fyrir mig sem nýjan
þingmann að alltaf
þegar er verið að
skamma stjórnarliða
hlaupa þeir úr
þingsalnum.“
Magnúsi þyk-
ir brotthlaup
stjórnarliða úr
þingsölum og
fjarvera þeirra
þegar verið er
að ræða alvar-
leg mál lítils-
virðing við þing-
ið. „Mér finnst
þetta mjög und-
arlegt. Það eru
18 nýir þing-
menn og margir
þeirra tilheyra þess-
um tveimur stjórnar-
flokkum. Þeir hefðu
haft gott af því að
vera í þingsalnum og
læra af því sem fer
fram.“
Gagnrýni hans á
skipulag ferðar sjáv-
arútvegsnefndar fór
fyrir brjóstið á sum-
um, sérstaklega þeg-
ar hann sagðist lít-
inn áhuga hafa á að
drekka í boði LÍÚ.
„Ég er alveg ósam-
mála því að ég sé að
sýna þinginu og þingmönnum
einhverja lítilsvirðingu. Ég er að
kvarta undan því að mér eldri og
reyndari þingmenn séu að sýna
þinginu lítilsvirðingu. Ráðherrar
sjást ekki í þinginu dögum sam-
an. Mér finnst það alveg með
ólíkindum. Til hvers er verið að
borga þeim þingfararkaup ef
þeir eru aldrei í þinginu? Af
hverju ekki að gera eins og í ná-
grannalöndunum þar sem þing-
menn hætta á þingi þegar þeir
verða ráðherrar?“ ■
Barnalög:
Mistökin
leiðrétt
ALÞINGI Samkvæmt barnalögum
sem Alþingi samþykkti síðasta
vor ber að beita lögunum í dóms-
málum sem höfðuð hafa verið frá
síðustu áramótum. Þó er það svo
að lögin eiga ekki að taka gildi
fyrr en um næstu mánaðamót.
Ástæðan er sú að mistök voru
gerð við meðferð frumvarpsins
og láðist að breyta dagsetningum
um lagaskil til samræmis við gild-
istökuákvæði. Til að ráða bót á
þessu hefur allsherjarnefnd lagt
fram lagafrumvarp sem er tvær
línur, annars vegar um breytta
dagsetningu, hins vegar um að
lögin taki þegar gildi. ■
Misskilinn popúlismi Flýja úr þingsal
HJÁLMAR ÁRNASON
„Vill Magnús taka niður öll
sjónvörpin og fara einhverja
áratugi aftur í tímann?“
MAGNÚS ÞÓR
HAFSTEINSSON
Það er lágmark að menn séu
í salnum til að verjast þegar
að þeim er sótt.
Virðing Alþingis
VIRÐING
■ Hjálmar Árnason segir fram-
göngu Magnúsar Þórs Hafsteins-
sonar skaða virðingu þingsins.
ÓVIRÐING
■ Magnús Þór Hafsteinsson segir
þingmenn skaða virðingu Alþingis
með því að hlusta ekki á umræður.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Fullkomlega eðlilegt að reikna þátttöku Ís-
lands í borgaralegri friðargæslu.
Þróunaraðstoð:
Fullkomlega
eðlilegt
STJÓRNMÁL „Það er fullkomlega
eðlilegt að reikna þátttöku Íslands
í borgaralegri friðargæslu sem
framlag til þróunaraðstoðar,“ seg-
ir Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra í svari við fyrirspurn
Þórunnar Sveinbjarnardóttur,
þingmanns Samfylkingar, um
hvernig hann rökstyðji slíkt.
Halldór segir borgaralega frið-
argæslu forsendu þess að hefð-
bundin þróunaraðstoð geti átt sér
stað. „Þróunarríki eru mörg hver
stríðshrjáð. Stríðsátök ala á fá-
tækt, hamla þróun og koma í veg
fyrir að aðstoð nái til þeirra er
minnst mega sín.“ ■
PETROPAVLOVSK
Hitakerfi borgarinnar er í rúst og mega
borgarbúar sitja í hrollköldum húsum sín-
um. Saksóknari vill létta friðhelgi af borgar-
stjóranum svo unnt sé að sækja hann til
saka vegna þessa.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
NORÐURÁL
Hagnaðist um 870 milljónir króna.
Hagnaðaraukning
hjá Norðuráli:
Álverð
hærra en
í fyrra
UPPGJÖR Hagnaður Norðuráls í
Hvalfirði nam 870 milljónum
króna fyrstu níu mánuði ársins.
Uppgjör fyrirtækisins er í dollur-
um og var hagnaðurinn 11,4
milljónir dollara samanborið við
8,8 milljónir dollara fyrir sama
tímabil í fyrra. Meðalverð áls í
dollurum var tæpum 4% hærra í
ár en í fyrra. Á móti kemur að
dollarinn hefur veikst gagnvart
krónu, en launakostnaður fyrir-
tækisins er í íslenskum krónum.
Álframleiðsla Norðuráls var 67
þúsund tonn, sem er sama magn
og í fyrra. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Freysteinn Sigurðsson:
Náttúruvernd er landnýting
NÁTTÚRUVERND „Við fögnum því að
fyrsta náttúruverndaráætlunin
sé loks komin á koppinn,“ sagði
Freysteinn Sigurðsson, jarð-
fræðingur og stjórnarmaður í
Landvernd, um drög umhverfis-
ráðherra að náttúruverndar-
áætlun næstu fimm árin.
„Það er afar merkilegur
áfangi að þessi áætlun hafi loks
litið dagsins ljós og að okkar
mati hefur tekist mjög bærilega
til. Gögn um náttúru hér á landi
eru af skornari skammti en hjá
þjóðum í kringum okkur. Við
erum í verri aðstöðu hvað það
varðar en á móti kemur að við
höfum mun meira svigrúm til að
vernda náttúruna.“
Freysteinn bendir á að nátt-
úruvernd sé ein tegund af land-
nýtingu og tímabært sé að aðrir
aðilar er starfa við nýtingu
landsins komi með sambærileg-
ar tillögur. „Þá fyrst fengist sú
heildarmynd sem til þarf þannig
að hver geiri fái sinn sanngjarna
hlut.“ ■
FREYSTEINN SIGURÐSSON
Íslendingar hafa meira svigrúm til að
vernda náttúruna en margar aðrar þjóðir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
STÁLU MÁLVERKUM Tilkynnt var
til lögreglunnar í Reykjavík um
innbrot í geymslu í kjallara í
Rimahverfi þar sem fjórum mál-
verkum var stolið, þar af þrem-
ur olíumálverkum. Ekki er ljóst
hvenær innbrotið átti sér stað
þar sem ekki hefur verið farið
inn í geymsluna síðan í júlí.
VINNUSLYS Tönn á gröfu lenti á
fæti rúmlega tvítugs manns við
Lindarbraut á Seltjarnarnesi í gær.
Hann var fluttur á slysadeild.
RÆNDI SJÁLFSALA Farið var inn í
fyrirtæki á Seljavegi í Reykjavík
í fyrrinótt. Þar voru brotnir upp
þrír sjálfsalar og peningum stolið
úr þeim.
■ Lögreglufréttir