Fréttablaðið - 16.10.2003, Page 14

Fréttablaðið - 16.10.2003, Page 14
14 16. október 2003 FIMMTUDAGUR ■ Innlent AFLEIÐINGAR VOPNAVIÐSKIPTA Mannréttindasamtökin Amnesty International létu koma fyrir hundruðum legsteina á Trafalgar-torgi í London. Sam- tökin vildu með þessu vekja athygli á við- skiptum með vopn og afleiðingum notk- unar þeirra. Vinnumarkaðsrannsókn: 4.400 manns án atvinnu ATVINNA Í þriðja ársfjórðungi voru að meðaltali 4.400 manns án vinnu og í atvinnuleit, að því er fram kemur í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Á sama tíma voru 167.300 manns á vinnumarkaði og mældist atvinnuleysi því 2,6%. Atvinnuleysi var nokkuð meira hjá körlum en konum, 2,9% gegn 2,3%. 2,8% þeirra sem voru á vinnumarkaði á höfuðborgar- svæðinu voru án vinnu á þeim tíma sem rannsóknin tók til en 2,2% á landsbyggðinni. Atvinnuleysi er mest meðal þeirra yngstu. 4,4% einstaklinga á aldrinum 16 til 24 ára voru í at- vinnuleit, en það er þó talsvert minna en á öðrum ársfjórðungi þegar 12,2% ungmenna voru án atvinnu. Atvinnuleysi var minnst meðal 55 til 74 ára, tvö prósent. ■ NAUÐASAMNINGAR „Vegna þessarar skuldar þurftum við að berjast til að forðast gjaldþrot. Það tókst og við sluppum við að fara í þann kennitöluleik sem sumir stunda,“ segir Kári Pálsson, stjórnarfor- maður vélsmiðjunnar Hamars, um samskiptin við kjúklingabúið Móa í Mosfellsbæ sem skuldar Hamri 20 milljónir króna vegna uppsetning- ar á vinnslulínum. Hjá Hamri star- fa 15 menn og segir Kári stjórnar- formaður að minnstu hafi munað að fyrirtæki hans yrði gjaldþrota vegna greiðslufalls Móa. Eigend- ur Hamars höfnuðu því að fallast á 70 prósenta niðurfellingu af skuld Móa. Fram hefur komið hjá Kristni Gylfa Jónssyni, stjórnar- formanni Móa, að Kári og félagar hafi viljað fallast á nauðasamninga gegn því að fá meira en aðrir kröfuhafar. Þetta kallaði Kristinn Gylfi mútuþægni a ð s t a n d e n d a Hamars sem hafi verið tilbúnir til að samþykkja nauðasamninga ef hluti kröfunnar yrði greiddur undir borðið. „Allt tal um mútur er helbert kjaftæði. Það eina sem við höfum gert er að reyna að fá hluta af kröfum okkar greiddar. Við ætlum okkur að elta þá uppi en mannorð okkar er ekki til sölu fyrir neinn pening,“ segir Kári. Framkvæmdastjóri og lögmað- ur Hamars undirbúa kæru á hend- ur forsvarsmönnum Móa. Heim- ildir herma að kæran sé grund- völluð á því að Móar hafi verið gjaldþrota áður en lagt var út í framkvæmdir við uppbyggingu á nýrri stöð Móa í Mosfellsbæ. „Hafi maður fulla vitneskju um að geta ekki á nokkurn máta greitt fyrir vörur eða þjónustu en fjárfestir samt í henni er um fjár- svik að ræða og ekkert annað,“ segir Kári. Hann segir að Móamenn hafi allt fram að því að þeir óskuðu eftir greiðslustöðvun fengið lof- orð um að skuldin yrði greidd en ekkert hafi staðist. Hann segir að- gerðir stjórnar Móa hafa verið ótrúlegar og í stað þess að grípa til aðhaldsaðgerða í erfiðri stöðu hafi þeir steypt Móum í gegndar- lausar fjárfesting- ar án þess að eiga nokkurn möguleika á því að standa í skilum. „Einnig lánaði fyrirtækið stjórn- armönnum og eig- endum hátt í 50 milljónir króna á sama tíma og það greiddi ekki skuld- ir. Mitt mat er að stjórnarmenn Móa hafi staðið frammi fyrir því að setja félagið í þrot en valið þá leið vel undirbúnir að fjárfesta gríðarlega og fara síðan í nauðasamninga og ná að byggja upp eigið fé innan fyrirtækisins með niðurfellingu skulda,“ segir Kári. rt@frettabladid.is Framsóknarmenn: Fagna átaki STJÓRNMÁL Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður fagna boðuðu átaki Árna Magnús- sonar félagsmálaráðherra í mál- efnum fatlaðra og segja að með því sé stigið stórt skref í átt að því að efna kosningaloforð Framsókn- arflokksins um að eyða biðlistum vegna búsetu fatlaðra. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt á aðalfundi Framsóknarfé- lags Reykjavíkurkjördæmis norð- urs. Gestur Kr. Gestsson var end- urkjörinn formaður félagsins á fundinum. Aðrir í stjórn eru: Haf- dís J. Hannesdóttir, Guðmundur Geir Sigurðsson, Hilmar Hansson, Kári Bjarnason, Ragnhildur Jón- asdóttir og Halldór Lárusson. ■ DEILUR Enn halda deilur sam- gönguráðherra og forsvarsmanna vélstjóra áfram. Sturla Böðvars- son svarar grein Friðriks Á. Her- mannssonar, lögfræðings Vél- stjórafélags Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu 9. október, fullum hálsi á heimasíðu sinni og beinir því til forsvarsmanna félagsins að taka upp vandaðri og málefna- legri vinnubrögð. Sturla segir að erfitt sé að rök- ræða við menn sem snúi málum á haus. Hann segir málflutning Friðriks með ólíkindum. Í grein- inni sakaði Friðrik Sturlu um valdníðslu í garð vélstjóra. Sturla kallar greinina dæmalausa og ekki til þess fallna að koma á sátt- um í deilu Sturlu og Helga Laxdal, formanns Vélstjórafélagsins. Sturla segir að lögmanninum verði á í messunni þegar hann dragi þá ályktun að í grein hafi ráðherra hótað því að mál sem tengist vélstjórum fengju annars konar afgreiðslu hjá samgöngu- ráðuneytinu en mál annarra stétta. „Er vandséð hvað mannin- um gengur til í rökþrota leit sinni að stóryrðum til að þóknast vinnu- veitanda sínum,“ segir Sturla. Ráðherrann segist ekki taka því þegjandi að vera vændur um að vinna gegn hagsmunum vél- stjóra og vísar ummælum um slíkt út í hafsauga. Í lok greinar sinnar viðurkenn- ir Sturla að hann sé fyrir löngu orðinn fullsaddur af framgöngu Helga Laxdal en lengi megi mann- inn reyna. ■ ■ „Mannorð okk- ar er ekki til sölu fyrir neinn pening.“ SAMGÖNGUR Mörgum sjálfsagt til ómældrar ánægju hefur drykkj- arfontur verið settur upp við Suð- urströnd. Það er áberandi hversu umferð um göngu- og hjólreiða- stíga á Seltjarnarnesi og víðar hefur vaxið gríðarlega á undan- förnum árum. Þeir sem nota stíga- kerfið reglulega hafa tekið eftir að áningarstöðum hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og samkvæmt heimildum verður ekki látið staðar numið við þennan áfanga. ■ JARÐSKJÁLFTI VIÐ GRÍMSEY Jarðskjálfti sem mældist 3,6 á Richter mældist rétt fyrir klukk- an ellefu í gærmorgun. Upptök skjálftans voru um 14 km norður af Grímsey. Aðeins tveir eftir- skjálftar að stærð 1,5 mældust í kjölfarið. Samkvæmt upplýsing- um frá Gunnari B. Guðmunds- syni, jarðeðlissviði Veðurstofu Ís- lands, er ekki vitað til þess að fólk hafi orðið vart við skjálftann. HAFNA VÍNSÖLU Í HLÍÐARFJALLI Íþrótta- og tómstundaráð Akureyr- ar telur ekki rétt „á þessari stundu“ að sækja um vínveitinga- leyfi fyrir Hlíðarfjall. Forstöðu- maður Skíðastaða hafði óskað eftir afstöðu ráðsins til umsóknar á vín- veitingaleyfi fyrir skíðasvæðið. DRYKKJARFONTUR Fonturinn er sömu gerðar og settur var upp við borholuhús Hitaveitunnar í fyrra. Seltjarnarnes: Drykkjarfontur við Suðurströnd VIÐ VINNU 84,3% vinnufærra karla og kvenna voru á vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi. Samgönguráðherra svarar vélstjórum fullum hálsi: Fullsaddur á framgöngu Helga Segir allt mútutal helbert kjaftæði Hamar, sem hafnaði nauðasamningum Móa, undirbýr kæru á forsvarsmenn kjúklingabúsins. Eltum þá uppi, segir stjórnarformaðurinn. HAMAR Forsvarsmenn segjast hafa verið á barmi gjaldþrots. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.