Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 15

Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 15
15FIMMTUDAGUR 16. október 2003 BAKÚ, AP Forsetakosningar fóru fram í Aserbaídsjan í gær. Allar líkur voru taldar á að Ilham Aliev, núverandi forsætisráðherra, færi með sigur af hólmi og tæki við embættinu af Geidar Aliev, átt- ræðum föður sínum. Kjörfundur hófst klukkan átta í gærmorgun og lauk klukkan 19. Átta buðu sig fram en Ilham Aliev er eini frambjóðandi stjórnar- flokksins, Yeni Azerbaijan. Nærri 4,4 milljónir manna eru á kjörskrá í landinu og var kjörsókn mjög góð. Um 600 manns fylgjast með kosningunum á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Þrír Íslendingar eru í þeim hópi: Ólafur Sigurðsson, fréttamaður Sjón- varpsins, Haukur Ólafsson, sendi- fulltrúi á alþjóða- skrifstofu utanrík- isráðuneytisins, og Guðrún Ög- mundsdóttir, þing- kona Samfylking- arinnar. „Þetta er mjög fallegt land og gaman að vera hérna. Við ferð- umst saman tvö, ásamt túlki og bíl- stjóra. Við erum búin að vera á níu kjörstöðum í dag, vorum við opnun eins þeirra í morgun og endum svo á einhverjum talningarstað í kvöld [gærkvöld],“ sagði Guðrún í sam- tali við blaðið í gær. Guðrún segir að eitt og annað megi gagnrýna í sambandi við framkvæmd kosninganna. „Margt af þessu má þó flokka undir sveitamennsku. Annars bíð- um við með yfirlýsingar þar til kosningarnar eru afstaðnar og við höfum skilað okkar skýrslu.“ Alþjóðleg samtök hafa tekið undir með stjórnarandstöðuflokk- unum og sakað stjórnvöld í Aserbaídsjan um víðtæk brot á kosningalögum. Óttast var að átök brytust út í gærkvöld. Isa Gambar, leiðtogi Musavat- flokksins, fullyrti í gær að stjórn- völd myndu falsa niðurstöður kosninganna og sagðist ekki geta stöðvað flokksmenn sína. „Ég get ekki beðið fólk að horfa aðgerðalaust hjá meðan atkvæðum þess er rænt,“ sagði Gambar. the@frettabladid.is Leikskóli á Akureyri: Fær alþjóða- verðlaun BÖRN Leikskólinn Iðavöllur á Ak- ureyri fékk þriðju verðlaun í al- þjóðlegri keppni Evrópulands um framúrskarandi upplýsinga- og samskiptaverkefni í leikskólum. Verðlaunin voru veitt fyrir samnefnda heimasíðu Iðavallar. Dómnefnd sagði „endurnærandi að sjá svo vandaðan vef sem sé sérstaklega ætlaður börnum.“ Höfundar vefjarins, Arnar Yngvason og Anna Elísa Hreið- arsdóttir, veittu verðlaununum viðtöku í Genf ásamt Kristlaugu Svavarsdóttur leikskólastjóra. Alls voru 600 verkefni skráð til þátttöku. ■ FORSETI ÍSLANDS Ólafur Ragnar hefur lýst 15. október sem dag kvenna í dreifbýli. 15. október: Kvennadag- ur í dreifbýli KVENRÉTTINDI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti því yfir í gær að fimmtándi októ- ber verði framvegis dagur kvenna í dreifbýli. Í yfirlýsingunni segir forsetinn að í samfélagsflóru nýrrar aldar geti dreifbýliskonur orðið afger- andi og vakið athygli á mörgum málum, hvatt til nýbreytni og þarfra verka og virkjað kraftinn sem jafnan hafi í þeim búið. „Dreifbýliskonur eru áfram afl í þjóðlífinu og verða ætíð á nýrri öld; samtaka sveit sem eftir er tekið, eins konar samviska þjóðar- innar og sá hópur sem þingmenn og ráðherrar hlusta á,“ segir í yf- irlýsingu forsetans. ■ Árborg: Styrkir skák- mót um eina milljón SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Árborg- ar hefur samþykkt að styrkja al- þjóðlegt svokallað Mjólkurskák- mót sem haldið verður á Hótel Selfossi með einni milljón króna. Styrkurinn verður ekki greidd- ur út fyrr en mótið er hafið, eins og segir í fundargerð bæjarráðs Árborgar. Afgreiðsla bæjarráðs er fram- hald fundar sem Einar Njálsson bæjarstjóri átti í sumar með Hrafni Jökulssyni, forseta skák- félagsins Hróksins, og hjónunum Margréti Frímannsdóttur alþing- ismanni og Jóni Gunnari Ottós- syni, forstöðumanni Náttúru- fræðistofnunar. ■ Guðrún Ögmundsdóttir segir ýmsa hnökra á kosingunum í Aserbaídsjan: Forsetasonurinn í embættið VERÐANDI FORSETI Ilham Aliev, forsætisráðherra Aserbaídsjan og sonur sitjandi forseta. GUÐRÚN ÖG- MUNDSDÓTTIR Guðrún er ein þriggja íslendinga sem fylgdust með kosningunum í Aserbaídsjan. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.