Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 18

Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 18
Það er segin saga: þegar lands-stjórnin mistekst í lýðræðis- ríkjum og kjósendur kippa ekki í taumana, þá er ástæðan yfirleitt alltaf hin sama. Stjórnarandstað- an er of veik. Frjálslyndi, lýðræði, hvalir Tökum Japan. Þar hefur sami flokkurinn verið við völd nær óslitið síðan 1955, oftast einn, en nú með tveim smáflokkum. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan er að vísu hvorki frjáls- lyndur, lýðræðissinnaður né flokkur. Hörgullinn á frjálslyndi flokksins lýsir sér m.a. í langvinn- um hömlum gegn frjálsum viðskipt- um við útlönd. Hlutdeild útflutn- ings í landsfram- leiðslu Japana hef- ur staðið í stað ná- lægt 10% síðan 1960 - þetta er eitt lægsta útflutnings- hlutfall í heimi. Hlutfall erlendrar fjárfestingar í landsframleiðslu þarna austur frá er einnig langt undir heimsmeðaltali - nánar tiltekið 1% í Japan á móti 9% í heiminum í heild (tölurnar eru frá árinu 2000). Japan, Ísland og Noregur eru einu iðnrík- in, sem hafa byrgt efnahagslíf sitt svo inni undangengna áratugi, að viðskipti við útlönd hafa vaxið engu örar en landsbúskapurinn að öðru leyti. Öll önnur iðnríki hafa kosið að nýta sér kosti erlendrar samkeppni með því að leyfa er- lendum viðskiptum að blómstra hindrunarlítið til hagsbóta fyrir neytendur. Hlutdeild útflutnings í samanlagðri landsframleiðslu iðn- ríkjanna hefur tvöfaldazt og ríf- lega það síðan 1960. Skorturinn á virðingu fyrir lýð- ræði í japanska stjórnarflokknum lýsir sér m.a. í bjagaðri kjör- dæmaskipan, sem veitir bændum völd og áhrif í stjórnmálum langt umfram hlutdeild þeirra í fólks- fjöldanum. Þessi innbyggða bjög- un veldur því, að matvöruverð í Japan er langt yfir heimsmark- aðsverði. Sagan um Þykkvabæjar- kartöflurnar, sem þóttu um árið vera orðnar svo dýrar, að þær hentuðu vel til fermingargjafa, kemur beint úr japönsku hvers- dagslífi, nema þar eru það melón- ur, sem menn skiptast á að færa hverjir öðrum með viðhöfn. Laun- þegar í Tókíó þurfa margir að eyða mörgum klukkustundum á degi hverjum í lestarferðir í og úr vinnu, af því að bændur hafa lagt mikið flæmi nálægt borginni und- ir niðurgreidda hrísgrjónarækt án þess að skeyta um kraðaks- kostnaðinn og tímasóunina, sem þeir leggja á aðra. Það getur tekið marga klukkutíma að komast af Naritaflugvelli inn í miðja borg. Er það tilviljun, að ríkisstjórn- ir Japans, Íslands og Noregs storka almenningsáliti heimsins með hvalveiðum í upplognu vís- indaskyni? Kannski ekki. Hval- veiðarnar kunna þvert á móti að vera til marks um skeytingarleysi stjórnvalda um erlend viðskipti og virðingarleysi þeirra gagnvart almenningsálitinu, ýmist innan lands og utan. Marx er nýfarinn Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn í Japan er ekki flokkur í eig- inlegum skilningi þess orðs, held- ur hagsmunabandalag, klíka, klúbbur, sem hefur neytt ævi- langrar stjórnarsetu sinnar til að bindast viðskiptalífi landsins svo nánum böndum, að það kemst ekki hnífurinn á milli. Í þessum harðneglda hópi er að vísu hver höndin uppi á móti annarri, en sameiginlegir sérhagsmunir halda hópnum saman. Hagsmunir framleiðenda sitja jafnan í fyrir- rúmi. En dómskerfið virkar: tveir forsætisráðherrar flokks- ins hafa verið dæmdir fyrir mútuþægni. Junichiro Koizumi forsætisráðherra hefur heitið þjóðinni gagngerum umbótum eða sprengja flokkinn ella (megi honum lánast hvort tveggja), en lítið hefur þó orðið um efndir enn sem komið er. Efnahagslíf lands- ins hefur verið í svo að segja samfelldri lægð síðan 1992. Margir Japanar gera sér auð- vitað grein fyrir öllu þessu. En kjósendur hafa samt ekki enn hrundið þessum mistæka stjórn- arflokki af höndum sér. Hvers vegna ekki? Það stafar af því, að stjórnarandstaðan er svo ofboðs- lega léleg. Stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn var lengi Sósí- alistaflokkurinn, sem heitir nú Jafnaðarflokkurinn. Hann hvik- aði ekki frá marx-lenínískri stefnuskrá sinni fyrr en 1986 og virðist raunar ekki enn vera al- mennilega rankaður úr rotinu; flokkurinn hélt til skamms tíma uppi formlegum tengslum við kommúnistaflokk Norður-Kóreu og barðist gegn varnarsamstarfi Japans og Bandaríkjanna. Að öðru leyti dreifðist stjórnarand- staðan löngum á ýmsa smáflokka og flokksbrot, þar sem hver höndin var uppi á móti annarri eins og í stjórnarflokknum, en límið vantaði: límið, sem heldur stjórnarliðinu saman og sprettur af misnotkun á langvarandi stjórnarsetu til að mylja undir eigin flokk á kostnað almennings. Nokkrir þessara smáflokka hafa sameinazt undir einu merki og mynda nú næststærsta þing- flokkinn. Þeir boða nánara sam- starf eftir kosningarnar í næsta mánuði. ■ Þótt ég sé ekki mjög átakasæk-inn maður finnst mér að Íslend- ingar mættu mótmæla fleiru en þeir gera – og oftar og kröftugar. Það er margt í samfélagi okkar sem er óþolandi vitlaust en fær að viðgangast árum og áratugum saman án þess að fólk kvarti svo mikið. Það er helst að við nöldrum ofan í brjóstið á okkur í einrúmi. Ég gladdist því þegar ég sá nokkurn hóp manna fyrir utan um- hverfisráðuneytið í gær – flest allt karlmenn á miðjum aldri. Þeir voru að koma á framfæri óánægju sinni með að fá ekki að skjóta rjúpu fyir þessi jól. Þótt það væri ekki sami glæsileiki yfir hópnum og Frökkum þegar þeir vilja mót- mæla aðgerðum rikisvaldsins sást það á mönnunum fyrir utan um- hverfisráðuneytið að þeir voru ekki glaðir. Það var yfir þeim þessi þrjóskulega óánægja sem hefur fylgt okkur frá örófi alda en sem brýst svo sjaldan út. Auðvitað gæti ég bent á margt annað sem mönnum væri nær að kvarta yfir en rjúpnaveiðum. Það er margt óréttlætið í samfélaginu. En samfélagið breytist líka hratt. Við erum flest södd á hverjum degi, getum klætt af okkur veður og vind og höfum svo sem ekki yfir miklu að kvarta. Nema helst því að fá ekki að skjóta rjúpu. Það er kostur að við birgjum það ekki inni heldur höfum fyrir því að kvarta upphátt. Það er mikilvægur þáttur í lýðræðissamfélagi að al- menningur veiti stjórnvöldum að- hald – og skemmtilegra ef það er dálítið hávaðasamt aðhald. Það hefur líka lengi verið galli við okkar lýðræðiskerfi að ríkis- valdið er ekki þrískipt. Fram- kvæmdavaldið drottnar yfir dóm- stólum og þingi. Dómstólarnir hafa smátt og smátt verið að losna undan valdi framkvæmdavaldsins og flokkanna en þingið liggur enn kylliflatt undir ráðherrunum og stjórnsýslunni. Samstaða myndast sjaldan meðal þingmanna ólíkra flokka um nokkurt mál – og sárasjaldgæft að þingmenn stjórn- ar og stjórnarandstöðu standi sam- an að nokkrum hlut án sérstakrar blessunar ráðherranna. En þótt rjúpan sé lítill fugl hefur henni tekist að þoka samfélagi okkar að- eins áfram á þessu sviði einnig. Nokkrir almennir þingmenn hafa soðið saman frumvarp um að leyfa aftur rjúpnaveiðar sem umhverf- isráðherra bannaði. Og það er nokkur hiti í þessum þingmönnum. Þeir vilja og þora að ganga yfir flokkslínur fyrir þennan málstað. Ungir þingmenn sem hafa þurft að kyngja hugsjónum sínum um skattalækkanir segja hingað og ekki lengra við ríkisstjórnina: Þið getið tekið ýmislegt frá okkur en ekki þetta – við viljum skjóta rjúp- urnar í jólamatinn. Svona getur það sem virðist vera lítið mál orðið að stóru máli. Og því ber að fagna. Lengi lifi rjúpnaveiðar og sá eldur sem þær vekja í brjóstum manna! ■ Á götunum í La Paz, höfuðborgBólivíu, eru skriðdrekar og brynvarðar herbifreiðar til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli og uppþot meðal almennings, sem krefst þess að forseti landsins, Gonzalo Sanchez de Lozadas, segi af sér. Að minnsta kosti 58 manns hafa látið lífið í óeirðum að undan- förnu og meira en 200 særst. Fer huldu höfði Leiðtogi þeirrar byltingar sem nú stendur fyrir dyrum í Bólivíu fer nú huldu höfði. Hann ber heitið „Mallku“, sem þýðir „höfðingi“, en heitir réttu nafni Felipe Quispeg- ick. Blaðamaður sænska dagblaðs- ins Dagens Nyheter náði þó fundi hans og birti við hann viðtal. Frá felustað sínum skýrir Felipe Quispe frá hugmyndum sínum um hið nýja ríki sem hann vill stofna í Bólivíu. Byltingarsinnum í Bólivíu hef- ur tekist að ná því takmarki sínu að stöðva stærstu iðnaðarfram- kvæmd í sögu Bólivíu, sem felst í því að flytja jarðgas til Bandaríkj- anna gegnum Chile, og stjórnkerfi landsins leikur á reiðiskjálfi. Gonzalo Sanchez de Lozadas, forseti Bólivíu, heldur því fram að uppreisnarmenn í landinu séu handbendi hryðjuverkamanna í „Sendero Luminoso“ (“Skínandi stíg“) í Perú og njóti fjárhags- stuðnings frá stjórninni í Venesú- ela. Forsetinn er lygari Quispe vandar forseta landsins ekki kveðjurnar: „Forsetinn er lyg- ari, og við óttumst hann ekki. Við munum halda áfram baráttunni gegn honum úr launsátri. Hann er ekki raunverulegur Bólívíumaður, heldur útlent sníkjudýr sem hefur sogið sig fast á þjóðina. Hann einkavæddi járnbrautir landsins og olíuna og gaf Ameríkönum og evrópskum fyrirtækjum.“ Quispe segir að þegar bylting- armenn hafi tekið völdin muni Bólívía hætta útflutningi á hráefn- um, timbri, gasi og olíu – og flytja einungis út fullunnar iðnaðarvör- ur. Hann segir að nýlendukerfið sem Spánverjar neyddu upp á landsmenn verði brotið niður. „Við munum hverfa aftur að því skipu- lagi sem ríkti á tímum Inkanna, áður en Spánverjar lögðu landið undir sig. Þá áttu bændur sjálfir jarðir sínar og allir höfðu nóg fyr- ir sig að leggja.“ Stjórnarhættir hinna fornu Inka Aðspurður hvort barátta bylt- ingarmanna muni ekki leiða til stjórnleysis svarar Felipe Quispe: „Nei, stjórnleysi er nauðsynlegt þrep á leiðinni. Á rústum núver- andi stjórnarhátta þar sem mútu- þegar þjóna erlendu valdi munum við stofna þjóðfélag sem byggir á sjálfstæðum hreppum. Uppi á há- sléttunni munum við endurreisa „Collaysuyu“, stjórnarhætti hinna fornu Inka. Þið Evrópumenn, ykk- ar tími hér er liðinn. Í margar ald- ir höfum við hlustað á loforð ykk- ar eins og þæg börn. Þið hafið tal- að um framfarir, en meðhöndlað okkur eins og skepnur undir oki. Nú er því lokið. Með hjálp Tata Intis (sólguðsins) munum við finna frelsi.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um mátt rjúpunnar. Úti í heim ■ Dagens Nyheter náði viðtali við bylt- ingarforingjann Felipe Quispe í Bólivíu. 18 16. október 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Af því bara Hegils skrifar: Þar kom að því, það sem éghafði lengi óttast. Ég fékk það óþvegið, ég er fáviti. Ég fékk það staðfest í síðustu viku að þetta er það álit sem þeir hafa á mér. Þeir voru að hækka bensíngjaldið og þungaskattinn og þegar spurt er um rök, svara þeir...af því bara. Af því að bensíngjaldið hefur ekki hækkað í fjögur ár þá er kominn tími til að hækka það vegna þess að það hefur ekki hækkað í fjögur ár og þegar það hefur ekki hækkað í fjögur ár er kominn tími til að hækka það...af því bara. Það einmitt þá, þegar ég fæ svona rökstuðning er ég þess fullviss að ég er talinn fáviti, og það ber að koma fram við mig sem slíkan. Nýstiginn út úr kjörklefanum með fullan vasa af loforðum, ger- ir maður sér grein fyrir því að maður var hafður að fífli, enda líður manni þannig eftir að hafa hlustað á rökin...af því bara. Það er ekki laust við að manni líði hálf kjánalega með götótta vasana, og eflaust eigum við eftir að komast að því þegar við lítum til baka eftir kjörtímabilið, að götin á vösunum voru stærri en okkur óraði fyrir. ■ ■ Af Netinu Vill endurreisa Inkaveldið Lengi lifi rjúpnaveiðar ■ Skorturinn á virðingu fyrir lýðræði í jap- anska stjórnar- flokknum lýsir sér m.a. í bjag- aðri kjördæma- skipan, sem veitir bændum völd og áhrif í stjórnmálum langt umfram hlutdeild þeirra í fólksfjöldan- um. Þessi inn- byggða bjögun veldur því, að matvöruverð í Japan er langt yfir heimsmark- aðsverði. Af máli og merkingu Nú er ég þeirrar skoðunar að manni beri að vanda mál sitt, rétt eins og annað það sem maður lætur frá sér fara. Að sama skapi er ekki hægt að ætlast til þess að allt sem maður skrifar sé hrein stílsnilld (enda myndi maður þá aldrei skrifa neitt), hvað þá að allt sem maður segi sé gott mál, enda sýna rannsóknir að rúmur helmingur þess sem venjulegt fólk segir er ótækt mál. Hins vegar varð mér hugsað til þess í morgun þegar ég var að hlusta á Íslensku stöðina sem er útvarpsstöð hér í bæ sem aðeins spilar íslenska tónlist að eitthvað mætti nú á milli vera. Fólk mætti nú vanda mál sitt meir, sérstak- lega fjölmiðlamenn, enda virðist stundum sem þeir tali án þess að hugsa. „Nú er FÍT 20 ára og íslenska stöðin er þar í fyrirrúmi“ (hvað meinar maðurinn - í fararbroddi?) og hingað koma tónlistarmenn og segja frá lögunum sínum og öllu sem að því snýst (snýst? þarna hefur hann meint snýr, líklega) eða... uuu... sem um það snýst (ha?). KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Á MÚRINN.IS ■ Bréf til blaðsins BYLTING Í BÓLIVÍU Byltingarsinnum í Bolívíu, undir forystu Felipe Quispe, hafa náð að stöðva gasflutninga frá Bolívíu til Bandaríkjanna. ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um Japan. Um daginnog veginn Veik andstaða

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.