Fréttablaðið - 16.10.2003, Síða 22

Fréttablaðið - 16.10.2003, Síða 22
tíska o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Uppáhaldsflíkin: Diskókjóll frá New York Í augnablikinu er uppáhaldsflík-in mín diskókjóll sem ég keypti í New York í maí,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona. „Hann er keyptur í búð sem selur notuð föt. Ég fer oft í þessa búð þegar ég er í New York en þar eru vel með farin og flott föt. Kjóllinn er frá diskótímabilinu og mjög sérstak- ur. Hann er einhvern veginn sjáv- arblágrænn og þegar ég sá litinn fannst mér hann æðislegur, enda er ég mjög litaglöð. Snið- ið á honum er líka flott, hann er púffaður yfir axlirnar, mjög flottur og öðruvísi.“ Svala segist hafa notað kjólinn tvisvar, einu sinni í New York og einu sinni á Íslandi. „Hann er mjög þægilegur en mjög áberandi þannig að maður fer ekki oft í hann.“ Svala segist yfirleitt falla fyrir fötum sem eru sérstök á einhvern hátt. „Ég kaupi annað hvort notuð gömul föt eða föt frá hönnuðum. Ég fæ líka oft föt gefins. Mér finnst ekki gaman að kaupa eitthvað fjöldaframleitt og versla mikið erlendis. Hér heima kaupi ég mikið í búðum eins og Spútnik og Fríðu frænku eða á mörkuðum. Ég er líka hrifin af því sem íslensku hönnuð- irnir Hrafnhildur og Bára Hólm- geirsdætur eru að gera og eins er Harpa Einarsdóttir að gera góða hluti.“ Svala er nú að taka upp nýja plötu, en hún segist ekki viss um að diskurinn verði tilbúinn fyrir jól. Hún segist þó telja að einhver lög af disknum komi út á smáskífu og í spilun fyrir jól. ■ hársverði? BIO+ fæst á hársnyrtistofum og í apótekum. Vandamál í • psoriasis • exem • flasa • skán • hárlos • kláði • feitur hársvörður lausnin er BIO+ hársnyrtivörur frá Finnlandi SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR Keypti kjólinn notaðan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SUMAR Í BLEIKU Fyrirsæta í bleiku silkidressi frá ítal- ska hönnuðinum Valentínó. Hann sýndi hönnun sína fyrir næsta sumar á tískuvik- unni í París á dögunum. Hársýning: Nýja línan frá Sebastian Halldór Jónsson ehf. stóð fyrirhársýningu í Borgarleikhúsinu í byrjun október þar sem kynnt var vetrarlínan frá Sebastian. Sebastian sendi til landsins sérvalinn hóp hár- greiðslufólks til að kynna vetrarlín- una sem kallast Modrephenia og í ár komu hársnyrtirinn Carlos Ponce og snyrtifræðingurinn Daniela Cisteme og héldu kynningu fyrir viðskiptavini Halldórs Jónssonar. Helga Rakel Þorgilsdóttir fræðari segir línuna í ár vera undir áhrifum frá sjöunda áratugnum. „Línurnar eru þungar og líta út fyrir að vera jafnsíðar, en eru með mikilli innri klippitækni. Við erum með herra- og dömulínu í styttra hári, millisíða og síða línu. Í síðu línunni eru þung- ir toppar fram á ennið einkennandi og mikil hreyfing í hárinu, en litirn- ir kallast fram eftir því hvernig hár- ið fellur.“ Helga Rakel segir litina valda eftir því hvað klæðir hvern og einn. „Við erum ekki lengur með þessar spagettístrípur sem hafa verið einkennandi til margra ára, heldur fallega mjúka liti,“ segir hún. ■ NÝ HÁRLÍNA FRÁ SEBASTIAN Í ár velur fólk sér þá liti í hárið sem klæða það best og klippingarnar eiga að líta út fyrir að vera þungar. Verð kr. 249,- Gæðavara á góðu verði Aðhaldsbuxur St.: S - M - L -XL - XXL Litir: Ljósar, húðlitar og svartar. Verð kr. 3.500 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum v/Faxafen) s. 568 2560 Fást eingöngu í www.brudarkjolaleiga.is SÍMI 5813665 VORUM AÐ FÁ MIKIÐ ÚRVAL AF CASIO ÚRUM Corselett frá kr. 3.990 Undirfatasett frá kr. 2.990 Mjaðma blúndu boxer. Verð aðeins kr. 1.390 Sjáumst! S. 588 5575 - Nýr Glæsibær COS S: 551 6688 Njóttu lífsins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M tíska gæði betra verð www.hm.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.