Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 24
SÍÐUSTU SÆTIN TIL KÚBU Heims- ferðir selja nú síðustu sætin í sérflugi sínu til Kúbu 4. nóvem- ber. Glæsileg 4 og 5 stjörnu hótel í boði. Verð frá kr. 78.950 fyrir flugsæti með sköttum og 89.950 fyrir flug, skatta og gistingu á Arenas Doradas **** 7 nætur. PARÍS, LONDON & KAUPMANNA- HÖFN Terra Nova-Sól býður borg- arævintýri í vinsælustu borgum Evrópu í haust og vetur, París á verði frá 43.570 kr. á mann í tví- býli í 3 nætur, London á verði frá 39.100 kr. á mann í tvíbýli í 2 nætur, Kaupmannahöfn á verði frá 42.650 kr. á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið er flug, gisting með morgunverði, þjónustugjöld og flugvallaskattar. Verðið gildir frá 1. nóvember - 31. mars (fyrir utan jól og áramót). TVEIR FYRIR EINN TIL KANARÍ Úrval-Útsýn býður 33 daga ferð til Kanarí 28.október á Cay Beach Princess. Þetta eru falleg smáhýsi í stórum og gróðursæl- um garði. Einungis fá hús í boði. Verðið er 65.835 kr. og 66.835 á mann miðað við tvo í smáhýsi í 33 nætur, eftir stærð húsanna. Innifalið er flug, skattar, akstur til og frá flugvelli, gisting með morgunverði og íslensk farar- stjórn. TILBOÐ TIL KANARÍ Úrval-Útsýn býður tilboð á 9 og 19 daga ferð- um til Kanarí 30. nóvember. Verð fyrir 9 daga ferð og gistingu á Las Camelias er 39.930 og 55.830 fyrir 19 daga á sama stað. Inni- falið er flug, flugvallaskattar, gisting, akstur og íslensk farar- stjórn. TVEIR FYRIR EINN TIL BARCELONA Heimsferðir bjóða tveir fyrir einn tilboð á síðustu sætunum til Barcelona 26. októ- ber. Verð frá kr. 19.950. Hægt er að velja um úrval hótela, þriggja og fjögurra stjarna. Helgarslaufur fyrir hópa, klúbba og félög af öllum stærðum. Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 75 hopadeild@flugfelag.is ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Íslensk hjón með fyrirtæki á Spáni: Selja og leigja út eignir á Costa Blanca Íslensk kona, Kristín Bergmann,sem er búsett á Benidorm á Spáni, hefur í fjögur ár rekið þar fasteignasölu og leigumiðlunina Espis ásamt spænskum eigin- manni sínum, Gabriel. „Við erum búin að vera starf- andi í fjögur ár,“ segir Kristín. „Ég er búin að búa hér í fimm ár, en Gabriel er héðan af svæðinu, frá Alcoy, sem er borg á stærð við Reykjavík og stendur hátt uppi í fjöllunum fyrir ofan Benidorm. Hann flutti með móður sinni og ís- lenskum stjúpföður til Íslands þegar hann var 14 ára og bjó þar í 12 ár og talar íslensku lýtalaust.“ Gabriel, sem er menntaður fasteignasali, og Kristín hafa átt mjög góð samskipti við Íslendinga og viðskiptahópurinn er orðinn stór. „Bæði höfum við selt Ís- lending- um eignir sem við höfum svo um- sjón með og leigjum út þegar eig- endur eru ekki að nota þær, og svo hefur stór hópur Íslendinga leigt íbúðir og hús hjá okkur til sumar- dvalar. Við höfum alltaf lagt áher- slu á fyrsta flokks þjónustu og sem dæmi höfum við vatn og aðra drykki í ísskápum þegar fólk kemur, svo það þurfi ekki að byrja á því að hlaupa út í búð, og sömu- leiðis brauð, ost og fleira ef fólk vill.“ Kristín og Gabriel útvega bíla- leigubíla á hagstæðu verði og bóka fyrir fólk skemmtanir eða borð á veitingastöðum. „Þjónust- an er mjög persónuleg og fáum við gjarnan sömu fjölskyldurnar aftur og aftur,“ segir Kristín. Skrifstofa hjónanna er í gamla bænum í Benidorm og þau eru með hús á leigu á Benidorm, Albir, La Cala Finestrat og La Nucia. ■ ■ Út í heim ÍT ferðir: Göngur inn- an lands og utan ÍT ferðir munu á næsta ári bjóðaupp á nokkrar gönguferðir er- lendis: 5. júní verður boðið upp á tvær miserfiðar göngur í Pýreneafjöll- unum. Gengið er eina viku og síð- an er boðið upp á viku í Tossa de Mar. 5. júní verður einnig efnt til lúxusgöngu á Playa de Aro. Gengnar fjórar stuttar göngur á milli yndislegra bæja á Costa Brava-ströndinni. 23. júní verður flogið beint til Stafangurs. Trússferð um Lyse- fjord. Meðal annars gengið á Preikestolen. ÍT ferðir bjóða einnig upp á nokkrar gönguferðir innanlands árið 2004, meðal annars trússferð- ir í Fjörður með heimamönnum, fjölbreyttar trússferðir um Víknaslóðir í fylgd heimamanna, trússferð um Snæfjallaströnd, Grunnuvík og Jökulfirði. Göngugarpar ÍT ferða hittast alla sunnudagsmorgna í október kl. 11 og ganga tvo til þrjá tíma. 19. október verður gengið upp með Fossá í Hvalfirði og 26. októ- ber hringur í Vífilsstaðahlíðinni. Ef veður leyfir ekki fjallgöngur verða valdar aðrar leiðir. Mæting er við Vetnisstöðina (Skalla/Skelj- ung) við Vesturlandsveg 19. októ- ber en þann 26. er hist við Hafnar- fjarðarkirkjugarð. ■ Kristbjörg Kjeldleikkona segist hafa ferðast til mar- gra yndislegra staða hér á landi í gegnum tíðina. „Ég get nefnt A r n a r v a t n s - heiði sem er ein- staklega fögur að vori til. Mér finnst hún yndis- leg og mig langar alltaf þangað aftur. Það eru nokkuð mörg ár síðan ég fór þangað síðast. Þar upplifði ég vorið og sá fuglana gera sér hreiður. Kyrrðin var al- veg dásamleg.“ Á meðal annarra eftirminni- legra staða nefnir Kristbjörg Lónsöræfi og Skaftafell. „Ég er í gönguklúbb og hef far- ið með honum í Lónsöræfin og í Víkurnar fyrir austan. Það var hvort tveggja alveg dásamlegt,“ segir Kristbjörg. „Víkurferðin var yndisleg. Þá lögðum við upp frá Borgarfirði eystra. Það var alveg sérstakt að ganga Víkurnar, eitt- hvað svo magnað og fegurðin var mikil. Austfirðirnir eru svolítið sérstakir, eða voru það í það minnsta.“ ■ TÓNLEIKAR Í PRAG Síðustu sætin til Prag 20. og 27. október eru seld á verðinu 2 fyrir 1 hjá Heimsferðum. Hægt er að velja um úrval hótela, þriggja og fjögurra stjarna. Verð fyrir flugsæti er kr. 19.950, 20.-23. október og 27.-30. október, miðað við staðgreiðslu. 22. október eru tvennir spennandi tón- leikar í Prag, Public Enemy (verð frá um 1.660 ísl. kr.) og Iron Maiden (verð frá um 1.930 ísl. kr.). Miðapantanir á www.ticketpro.cz. KRISTBJÖRG KJELD Yndislegt að ganga Vík- urnar fyrir austan. Uppáhaldsstaðurinn: Arnarvatns- heiði að vori ÍBÚÐIR Á VEGUM ESPIS ERU VEL STAÐSETTAR Í mörgum tilfellum eru sundlaugar í garðinum og stutt í alla þjónustu. Á TOPPNUM Stoltir göngugarpar hafa náð tindinum. VIÐ LEIFSSTÖÐ Upplýsingar í síma 421 2800

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.