Fréttablaðið - 16.10.2003, Page 31

Fréttablaðið - 16.10.2003, Page 31
FIMMTUDAGUR 16. október 2003 Númer eitt í notuðum bílum Innifalið í rekstrarleigu: 20.000 km. akstur á ári, smurningar, olíuskipti og þjónustuskoðanir. Rekstrarleiga er háð gengi gjaldmiðla og getur því breyst án fyrirvara. ÚT KE YR SL A Í B ÍL Afi IN GI Laugavegi 170 – 174 Sími 590 5040 www.bilathing.is bilathing@hekla.is Nýlegir fyrrum bílaleigubílar á hreint ótrúlegu verði. Á mánuði miðað við rekstrar- leigu til þriggja ára 23.500 KR. SKODA OCTAVIA Á mánuði miðað við rekstrar- leigu til þr iggja ára VW POLO 5 DYRA Dallas Mavericks: Jón Arnór með sex stig KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson lék með Dallas Mavericks sem tapaði 107-129 fyrir Los Angeles Clippers í fyrrinótt. Jón Arnór lék í sextán mínútur, tveimur mínút- um minna en í síðasta leik. Hann skoraði sex stig, átti fimm stoðsendingar og tók eitt frákast. Clippers var mun sterkari aðil- inn í leiknum og leiddi allan tím- ann. Í hálfleik var staðan 69-44 fyrir Clippers. Jiri Welsch og Antawn Jamison voru stigahæstir í liði Mavericks með nítján stig hvor, en Marquis Daniels skoraði tólf. Elton Brand skoraði tuttugu stig fyrir Clippers, og þeir Corey Maggette og Quent- in Richardson skoruðu sextán stig hvor. Leikurinn var hluti af undir- búningstímabili liðanna fyrir NBA-deildina. Fyrsti leikur Mav- ericks verður gegn Los Angeles Lakers þann 28. október. ■ Anna Kournikova: Leggur spaðann á hilluna TENNIS Anna Kournikova, fræg- asta tenniskona heims, hefur ákveðið að leggja spaðann á hill- una. Kournikova, sem er 22 ára, var meðal kynna á tónlistarverðlauna- hátið í Monte Carlo um helgina. „Leiklist og kynningarstarfið er eitthvað sem mér líkar,“ sagði Kournikova. „Ég myndi gjarnan vilja koma fram í þáttum á borð við Friends og Sex and the City. Ég hef fengið mörg slík tilboð en hef ekki haft tíma til að sinna þeim vegna tennisins.“ Kournikova náði hæst í áttunda sæti heimslistans þegar hún komst í undanúrslit Wimbledon- mótsins árið 1997. Henni hefur ekki gengið sem skyldi síðan og er í 302. sæti heimslistans. Hún hef- ur átt við meiðsli að stríða síðustu ár. „Ég hef ekki getað lagt mig 100% fram vegna meiðsla,“ sagði Kournikova. „Ég hef leikið tennis í sautján ár og legg hart að mér á æfingum. Ég veit ekki hvað mun gerast en ég mun taka ákvörðun í janúar.“ ■ Segir Beckham hafa hrækt á sig Tyrkneski landsliðsmaðurinn Alpay segir David Beckham hafa hrækt á sig. Ensk blöð segja Alpay aðalóvin Englands eftir slagsmál leikmanna í undankeppni Evrópumótsins á laugardag. FÓTBOLTI Alpay Özalan, tyrkneski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, sakar David Beckham, landsliðs- fyrirliða Englands, um að hafa hrækt á sig í viðureign þjóðanna í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu um síðustu helgi. Alpay, sem ensk blöð hafa lýst sem óvini Englands númer eitt, ögraði Beckham með því að hlaupa upp að honum eftir að sá síðarnefndi klúðraði vítaspyrnu í leiknum á laugardag. Hann lét þó ekki þar við sitja því þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik potaði hann í andlitið á landsliðs- fyrirliðanum. Alpay snerist í gær til varnar og í samtali við Sky-fréttastofuna seg- ir hann Beckham hafa ögrað sér. „Hann skallaði mig og hrækti síðan á mig,“ sagði Alpay. „Ef hrák- inn hefði lent á höfði mínu hefði ég ekki kippt mér upp við það. En hann lenti á stjörnunni á tyrknesku lands- liðstreyjunni minni. Ég var pirraður út af því en engu öðru.“ Alpay segist ekki hafa tekið þátt í slagsmálum sem brutust út meðal leikmanna á leið til búningsher- bergja en Evrópska knattspyrnu- sambandið, UEFA, rannsakar nú málið. Enskir fjölmiðlar greina frá því að tyrkneskir leikmenn hafi hrækt á þá ensku en í gær þvertóku tyrknesk knattspyrnuyfirvöld fyrir það. „Ég tók ekki þátt í slagsmál- unum. Ég sá ekki einu sinni hvað gerðist,“ segir Alpay. „Kannski brutust slagsmálin út vegna þess sem gerðist eftir vítaspyrnuna. En ég á erfitt með að trúa því að menn leggist svo lágt út af því.“ Alpay hefur fengið þriggja daga frí frá Aston Villa. Hann mun ekki eiga sjö dagana sæla ef hann leikur aftur á Englandi en framtíð hans hjá Aston Villa er óráðin sem og landsliðsferillinn. ■ JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Hefur leikið tvo leiki af fjórum á undirbún- ingstímabilinu með Dallas Mavericks. BECKHAM OG ALPAY Alpay segir David Beckham, landsliðsfyrirliða Englands, hafa hrækt á sig í leik Tyrklands og Englands í undankeppni Evrópumótsins um síðustu helgi. AÐ HÆTTA Anna Kournikova hefur lagt tennisspaðann á hilluna. Ástæðuna segir hún vera langvarandi meiðsli.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.