Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 34
■ ■ KVIKMYNDIR  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfa- bakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 5532075 Regn- boginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borg- arbíó, Akureyri, s. 462 3500. ■ ■ TÓNLEIKAR  10.30 Tónleikar með Kvennakór Reykjavíkur og Páli Óskari verða haldnir í Austurbæ. Á efnisskrá verður fjölbreytt tónlist, allt frá Hljómasyrpu til Supremes og fleiri. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir og auk hennar verður þriggja manna hljómsveit.  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur fyrstu þrjár sinfóníur tónskáldsins Dmitri Sjostakovitsj í Háskólabíói undir stjórn Rumon Gamba.  21.30 Jazztónleikaröðin á Kaffi List heldur áfram með tónleikum hins róm- aða B-3 tríó, sem leggur áherslu á svo- nefndan Hammond jazz. Tríóið er skip- að þeim Agnari Má Magnússyni á orgel, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar og Erik Qvick á trommur. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir.  Tómas R. Einarsson bassaleikari og félagar hans verða með útgáfutónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í tilefni þess að fyrir skemmstu kom út með þeim geisladiskurinn Havana, sem inni- heldur íslensk/kúbverskan latíndjass. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Erling með Stefáni Jónssyni og Jóni Gnarr er sýnt í Loftkastalanum. ■ ■ LISTOPNANIR  Guðrún Þorbjörg Guðmundsdóttir, Kristinn Breiðfjörð úr Húsinu og ýmsir listamenn frá Bjarkarási opna sýningu á Kjarvalsstöðum á listahátíðinni List án landamæra. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Á Kránni, Laugavegi 73, verður haldin árleg trúbadorkeppni und- ir yfirskriftinni Foster’s Trúbadorkeppn- in. Fyrsta kvöldið af þremur.  20.00 Brjálaðir tónleikar á Loftinu í Hinu Húsinu á Fimmtudagsforleik þar sem Jan Mayen, Dikta og Mínus ætla að gera allt vitlaust tónlistarlega séð. Eins og ávallt er frítt inn og allir eldri en 16 ára og allsgáðir velkomnir.  20.15 Tristian, Santiago, The Lovers, Eivör Pálsdóttir, Leaves og Calla koma fram á Nasa á Airwaves há- tíðinni.  21.00 Gunnar Óla og Einar Ágúst verða í trúbadorstellingum á Glaumbar.  21.00 Imanti, Tonik, Sk/um, Santa Barbara og Dr. Gunni koma fram á Airwaves á Grand Rokk.  21.00 Innvortis, Canora, Her- oglymur og Mosquito spila á de Boomkikker, Hafnarstr. 9. Rvk. Frítt inn.  21.00 DJ Leaf og John B spila á Kapital á Airwaves.  21.00 Rúnar, Ingó, Ingibjörg Stef- ánsdóttir, Hera, Melodikka og Eberg koma fram á Vídalín á Airwaves tónlist- arhátíðinni.  21.00 Kira Kira, The Kilimanjaro Darkjazz Ensemble, Darri Lorenzen, Telcosystems + dk, Bong - Ra og Eboman á raftónleikum í Iðnó á Airwa- ves hátíðinni.  22.30 Delphi, Atingere, Ampop og SKE spila á Airwaves hátíðinni í Þjóð- leikhúskjallaranum.  Hörður Torfa syngur og spilar á Græna Hattinum á Akureyri á sínu ár- lega haustferðalagi um landið. Á ferða- laginu kynnir hann nýútkomna plötu sína Eldssaga.  Hljómsveitin Spútnik spilar í Pakk- húsinu á Selfossi.  TMC, Bent & 7Berg, ESP, Mezzías & MC Bangsi, Forgotten Lores, O.N.E., Killa Kella og Lords of the Und- erground spila á Airwaves á Gauknum.  Varði, Noise, Oblivious, Smack og Phuture fx rokka á Airwaves á Lauga- vegi 11. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.00 Sigurgeir Björn Geirsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í véla- og iðnaðarverk- fræði í fyrirlestrarsal í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.  17.00 „Vítamín, skuld og vals“ nefnist erindi Þorsteins Gylfasonar á Heimspekitorgi Háskólans á Akureyri. Þorsteinn ræðir þar um einn anga af smættavandanum í líffræði. Erindið verður flutt í Þingvallastræti 23, stofu 14.  20.00 Fræðslufundur hjá Foreldra- félagi barna með AD/HD, (áður For- eldrafélag misþroska barna) verður í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Hrefna Haraldsdóttir foreldraráðgjafi hjá þroskahjálp flytur erindi er hún nefnir Hlutverk foreldraráðgjafa. ■ ■ FUNDIR  20.00 Foreldrar og aðstandendur lesbía og homma á Norðurlandi hittast í Sigurhæðum á Akureyri. Á fundinn kemur Harpa Njáls, félagsfræðingur, sem um árabil hefur stýrt samtökum foreldra og aðstandenda samkyn- hneigðra í Reykjavík.  20.00 Fræðslufundur um Íslenskt samfélag verður haldinn á kínversku í Alþjóðahúsi, Hverfisgötu 18. Sérfræð- ingur frá Alþýðusambandi Íslands fjallar um réttindi launafólks. ■ ■ SÝNINGAR  Félagar í Samlagið listhús á Akureyri opna sýningu á smáverkum í Iðnó. Þessi sýning er lokahnykkurinn á hring- ferðalagi um landið sem 10 listamenn og félagar í Samlaginu Listhúsi á Akur- eyri tóku sér á hendur. Sýningin er opin á opnunartíma Iðnó. 34 16. október 2003 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 OKTÓBER Fimmtudagur Söngkonan Eivör Pálsdóttirkemur fram á Airwaves 2003 og í kvöld verður hún með tónleika ásamt hljómsveit sinni á NASA: „Ég hlakka mikið til að spila því ég er búin að vera í fríi svo lengi að það verður æðislegt að komast aft- ur á svið,“ segir þessi hæfileika- ríka tónlistarkona sem hefur hald- ið sig í Danmörku undanfarið: „Ég á færeyskan kærasta sem er pí- anisti og býr í Danmörku. Það er mikið að gera hjá okkur báðum en við reynum að vera dugleg að heimsækja hvort annað.“ Færeyska sjarmadrottningin er nú búin að leggja lokahönd á nýjan geisladisk: „Ég hætti í skóla þegar ég var sextán ára og þá ákvað ég að snúa mér alfarið að tónlistinni. Það eru fjögur ár liðin síðan ég gaf út mína fyrstu plötu og á þessum tíma hef ég þroskast mikið sem tónlistarmaður. Ég hef verið að semja lög síðan þá en nú langaði mig til að starfa með ís- lenskum tónlistarmönnum og við erum búin að vinna að plötunni í ár.“ Krákan er heiti nýju plötunnar sem kemur út 22. október: „Yrkis- efnið er blandað en þetta eru aðal- lega færeysk lög sem fjalla um ástina og lífið. Það er eitt lag eftir mig sem var þýtt á íslensku en svo eru tvær færeyskar rímur á plöt- unni og önnur þeirra nefnist Krák- an. Mig langaði til að titillinn á plötunni vísaði í fugla því mér finnst fuglar æðislegir, þeir eru tákn um frelsi. Krákur eru algeng fuglategund í Færeyjum og þær halda sig gjarnan fyrir utan húsið mitt heima.“ Krákan kemur út í Færeyjum og á Íslandi: „Við höldum útgáfu- tónleika í Íslensku óperunni 28. október en svo ætlum við að fara í tónleikaferð um Ísland, Noreg, Danmörk og Svíþjóð.“ Á NASA í kvöld spila tónlistarmennirnir Pétur Grétarsson trommur, Birgir Bragason á bassa og Edward Lár- usson á gítar með Eivöru. ■ ■ TÓNLEIKAR Eivör komin frá Danmörku HÖRÐUR TORFASON Ég á einn eldgamlan Hagström-gítar sem ég hef samið mikið á,“ segir söngvaskáldið Hörður Torfason, sem um þessar mundir er að ferðast um landið á sinni ár- legu hausttónleikaferð. „Ég hef átt hann síðan 1968, keypti hann notaðan eins og ég geri alltaf. Dags daglega nota ég samt annan gítar sem heitir Takamine. Þetta er klassískur gítar sem ég keypti gamlan árið 1982. Ég kaupi hljóð- færi alltaf gömul. Það borgar sig því þá eru kostirnir komnir í ljós. Þetta er eins og með vínið. Maður getur keypt sér nýtt hljóðfæri en svo reynist það kannski ómögu- legt.“ Hljóðfæriðmitt EIVÖR PÁLSDÓTTIR Færeyska tónlistarkonan verður á NASA í kvöld í tilefni af Airwaves-hátíðinni en 22. októ- ber kemur út önnur plata hennar, Krákan. Ferðadiskótek Sigvalda Búa finnur réttan tón fyrir teitið þitt. 898 6070 www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790 Magnús Ólafsson ljósmyndari 27. sept. - 1.des. 2003 Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is s: 577-1111 Árbæjarsafn: Safnhúsin eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn um safnsvæðið á mán., mið. og fös. kl. 13. Skrifstofan er opin virka daga kl. 8.30-16. Móttaka hópa eftir samkomulagi. Viðey: Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568-0535 og 693-1440 Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík. s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma s. 552 7545 og á heimasíðu www.borgarbokasafn.is SUNNUDAGAR ERU BARNADAGAR Í AÐALSAFNI, TRYGGVAGÖTU 15 ... og næsta sunnudag 19. október kl. 15 les Yrsa Sigurðardóttir úr nýju verðlaunabókinni sinni BIOBÖRN Minjasafn Orkuveitunnar Breyttur opnunartími hjá Minjasafni Orkuveitunnar Nýju tímarnir eru: mán.-fös. 13-16 sun. 15-17 Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn, sími: 563 1770 Áfram stelpur! Nýja kvennahreyfingin frá 7. áratugnum til dagsins í dag. sýning á Reykjavíkurtorgi, Tryggvagötu 15 11. október til 2. nóvember Ókeypis aðgangur HAFNARHÚS, 10-17 Úr byggingarlistarsafni, Yfir bjartsýnisbrúna, Vögguvísur, Erró - Stríð. Sýningarstjóraspjall Péturs Ármannssonar sunnudag kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Kjarval, Frímerkjasýning, List án landamæra. Leiðsögn alla sunnudaga kl. 15.00. ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn. Ljóðatónleikar Gerðubergs Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran Inese Klotiña píanóleikari Sunnudaginn 19.október n.k. kl.17.00 Efnisskrá: Ljóðaflokkurinn Haugtussa eftir Grieg, íslensk einsöngslög, verk eftir H.Wolf og A.Berg. Miðaverð kr.1.500. Bókað á netinu og í s: 5757700 LAUGARDAGUR 18. OKT. kl. 21 FUGLAR TÍMANS - útgáfutónleikar Diddú og Valgeir Guðjónsson ásamt úrvals hljóðfæraleikurum frumflytja tónlist eftir Valgeir við ljóð Jóhannesar út Kötlum. SUNNUDAGUR 19. OKT kl. 20 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR Fimmtudagur 16.10. kl. 20:30 örfá sæti laus Sunnudagur 19.10. kl. 16 uppselt Sunnudagur 19.10. kl. 20 uppselt Föstudagur 24.10 kl. 20 uppselt Föstudagur 31.10. kl. 20 örfá sæti laus Laugardagur 08.11. kl. 20 laus sæti Ósóttar pantanir seldar daglega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.