Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 35
Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóní-unnar, Rumon Gamba, hyggst
flytja allar fimmtán sinfóníur tón-
skáldsins Dmitrí Sjostakovitsj á
næstu starfsárum hljómsveitar-
innar. Þetta er eitt metnaðar-
fyllsta verkefni sem hljómsveitin
hefur ráðist í á síðari árum.
Hafist er handa í kvöld með
flutningi á fyrstu þremur sinfóní-
unum Sjostakovitsj. Þær voru
samdar þegar hann var ungur
maður, 19-23 ára. Þetta var á
þriðja áratug síðustu aldar, en þá
var mikið gróskutímabil í rúss-
neskri tónlist.
Hljómsveitarstjórinn Rumon
Gamba er nú að hefja annað
starfsár sitt með Sinfóníunni.
Söngsveitin Fílharmonía tekur
þátt í flutningnum undir stjórn
Olivers Kentish. ■
Ég er með útgáfutónleika á Ísa-firði í kvöld þar sem ég kynni
lög af nýútkomnum geisladiski,“
segir bassaleikarinn Tómas R. Ein-
arsson. Havana er heitið á geisla-
disknum, sem inniheldur kúb-
verskan latíndjass: „Ég gaf síðast
út diskinn Kúbanska og þar voru á
ferðinni íslensk latínjasslög. Núna
freistaði ég þess að skreppa til
Havana og rjóminn af kúbversk-
um tónlistarmönnum spilar með
mér inn á plötuna. Hljómsveitin
sem spilar hér á Íslandi verður
hins vegar kúbversk-íslensk því
hingað eru komnir tveir Kúbverj-
ar, tresgítarleikari og trompetleik-
ari, til að spila með okkur. Við höld-
um fjóra útgáfutónleika og verð-
um hér á Ísafirði, Húsavík, Akur-
eyri og í Reykjavík.“
Tómas hefur alltaf haft mikinn
áhuga fyrir kúbverskri menn-
ingu: „Það sem kveikti tónlistar-
áhugann var hlutverk bassans í
kúbverskri tónlist. Það er mjög
ólíkt þeim djassi sem ég hef spil-
að fram að þessu. Maður ætti
alltaf að reyna að fást við það sem
maður kann ekki og fyrir mig var
þetta nánast eins og að læra upp á
nýtt á bassann.“
Spurningin er svo hvort Tómas
skelli sér í tónleikaferð til Kúbu:
„Ég þyrfti að safna miklum pening-
um til að gera það því laun tónlistar-
manna þar í landi eru ekki há. En
það er aldrei að vita nema ég
skjótist þangað til að taka lagið.
Útgáfutónleikar Tómasar eru í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði í
kvöld og hefjast klukkan 20.30. ■
FIMMTUDAGUR 16. október 2003 35
Kúbversk-íslensk
hljómsveit á Ísafirði
TÓMAS R. EINARSSON ÁSAMT CÉSAR HECHEVARRÍA OG DANIEL RAMOS
Kúbversku tónlistarmennirnir spila ásamt íslenskri hljómsveit Tómasar á útgáfutónleikum
á Ísafirði, Húsavík, Akureri og Reykjavík
■ TÓNLIST
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
Hljóð og mynd
stjórnað með hjólabretti
Tónlistarhátíðin IcelandAirwaves hefst í dag og er
margt forvitnilegt á dagskránni.
Í Iðnó verður raftónlistaráhuga-
mönnum boðið upp á samruna
rafhljóða og mynda. Þetta er
fyrsta framlag hópsins Kvikt til
íslenskra tónlistarlífsins, og er
einkaframtak hópsins sem lak
inn á dagskrá tónlistarhátíðar-
innar í ár.
„Kvikt er eitthvað lifandi.
Þetta vísar til þess að á kvöldinu
ætlum við að reyna að komast
sem næst því að flytja raftónlist
og vídeóverkin eins lifandi og
mögulegt er,“ útskýrir Arnþrúð-
ur Ingólfsdóttir, Adda, umsjóna-
maður tónleikana í kvöld. „Okkur
viljum að þessi listgrein fái tæki-
færi til þess að blómstra og ætl-
um að reyna að ýta undir það hér
með því að beina ljósinu alger-
lega að raftónlist og vídeóverk-
um. Hvert einasta atriði er með
vídeóverk sem er alveg órjúfan-
legur hluti af sýningunni.“
Á tónleikunum koma fram raf-
tónlistarmenn frá Hollandi og
Íslandi. Það er vegna þess að
Adda nam raftónlist í skóla í
Hollandi og kynntist tónlistar-
mönnunum þar. „Þetta eru allt
menn sem eru mjög framarlega
og eru virtir í þessum raftónlist-
arbransa. Þeir hafa spilað úti um
allar trissur. Til dæmis Eboman,
sem hefur komið fram á tónleik-
um í tæp tíu ár. Hann notar mjög
sérstakar og persónulegar að-
ferðir til þess að spila tónlistina
og vídeóin. Styðst m.a. við hjóla-
bretti. Hann er með heimasmíðað
forrit sem virkar þannig að nem-
ar geta haft áhrif á það sem hann
gerir á sviðinu. Hann setur nem-
ann á hjólabrettið, þannig að
þegar hann hreyfir það hefur það
áhrif á tónlistina og vídeóverkið.
Hljóð og mynd breytast eftir því
sem hann hreyfir sig á brettinu.
Hann ætlar meira að segja að
stökkva.“
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og
fram koma Kira Kira og Darri
Lorenzen frá Íslandi og The
Kilimanjaro Darkjazz Ensemble,
Telcosystems + dk, Bong-Ra og
Eboman frá Hollandi. ■
KVIKT
Hópurinn ætlar að blanda saman hljóð og mynd í Iðnó í kvöld.
■ AIRWAVES
Sinfónían spilar
Sjostakovitsj
■ TÓNLIST
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Fyrstu þrjár sinfóníur Dmítrí Sjostakovitsj verða á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
Háskólabíói í kvöld.
Miðasalan, sími 568 8000
BORGARLEIKHÚSIÐ ER FJÖLSKYLDUVÆNT LEIKHÚS
Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum
Gildir ekki á barnasýningar og sýningar með hækkuðu miðaverði.
STÓRA SVIÐ
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR:
THE MATCH
eftir Lonneke Van Leth - heimsfrumsýning
SYMBIOSIS
eftir Itzik Galili
PARTY
eftir Guðmund Helgason
3. sýn lau 18/10 kl 20 - rauð kort
4. sýn fi 30/10 kl 20 - græn kort
5. sýn su 2/11 kl 20 - blá kort
LÍNA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Lau 18/10 kl 14 -UPPSELT
Su 19/10 kl 14 - UPPSELT
Lau 25/10 kl 14 - UPPSELT
Lau 25/10 kl 17 - UPPSELT
Su 26/10 kl 14 - UPPSELT
Lau 1/11 kl 14 - UPPSELT
Su 2/11 kl 11 - AUKASÝNING UPPSELT
Su 2/11 kl 14 - UPPSELT
Lau 8/11 kl 14 - UPPSELT
Su 9/11 kl 14 - UPPSELT
Lau 15/11 kl 14 - UPPSELT
Su 16/11 kl 14 - UPPSELT
Lau 22/11 kl 14 - UPPSELT
Su 23/11 kl 14 - UPPSELT
Lau 29/11 kl 14
Su 30/11 kl 14
Lau 6/12 kl 14
Su 7/12 kl 14
ÖFUGU MEGIN UPPÍ
e. Derek Benfield
Fö 17/10 kl 20
Fö 24/10 kl 20
Fö 31/10 kl 20
Lau 8/11 kl 20
PÚNTILA OG MATTI
e. Bertolt Brecht
Su 19/10 kl 20
Su 26/10 kl 20
Lau 1/11 kl 20
Su 9/11 kl 20
Lau 15/11 kl 20
Síðustu sýningar
NÝJA SVIÐ
KVETCH
e. Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Lau 18/10 kl 20 - UPPSELT
Fö 24/10 kl 20 - UPPSELT
Fi 30/10 kl 20
Fö 31/10 kl 20
Ath: Aðeins örfáar sýningar
15:15 TÓNLEIKAR
Lau 18/10 kl 15:15 Voces Thules - Þá og Nú
LITLA SVIÐ
HÆTTULEG KYNNI
byggt á sögu Laclos
í samstarfi við DANSLEIKHÚS MEÐ EKKA
Forsýning lau 18/10 kl 20 - kr. 1.000
Frumsýning su 19/10 kl 20 - UPPSELT
fö 24/10 kl 20
su 26/10 kl 20
Aðeins 5 sýningar
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T