Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 37

Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 37
JohnnyDepp hef- ur samþykkt að leika í framhalds- mynd hinnar geysivin- sælu Pirates of the Caribbean frá því í sumar. Það verður allt sama liðið sem ætlar að standa að gerð framhaldsmyndarinnar. Einnig er orðið ljóst að bæði Keira Knight- ly og Orlando Bloom muni leika í framhaldsmyndinni. Ekki er vit- að hverjir aðrir snúa aftur. Það hefði svo sem alveg verið hægt að gera mynd þar sem sjóræning- inn Jack Sparrow væri einn strandaður á eyðieyju, svo góður var Depp í hlutverkinu. Teiknimyndin Finding Nemo fórrakleiðis í efsta sæti banda- ríska bíóaðsóknarlistans á frum- sýningahelgi sinni. Myndin tók inn 7,4 milljónir dollara um helg- ina sem þykir skrambi gott. Myndin er nýjasta verkefni Pix- ar, sama framleiðanda og gerði Toy Story. Myndin Bad Boys 2 er ennþá gríð- arlega vin- sæl í Banda- ríkjunum og færði sig úr efsta sætinu í sætið fyrir neðan. Gwyneth Paltrow kom mörgumá óvart í sjónvarpsviðtali á dögunum þegar hún talaði opin- skátt um fyrri ástarsambönd sín við Brad Pitt og Ben Affleck. Eft- ir að hafa verið gagnrýnd fyrir þetta sagðist hún vonast til að þetta yrði til þess að binda enda á áralangar vangaveltur um af hverju fyrri sambönd hennar hafi siglt í strand. Það vakti hins vegar mikla undrun að þrátt fyrir að stúlkan væri mjög til í að tala um fyrri sambönd neitaði hún alfarið að ræða núver- andi ástar- samband sitt við Cold- play-söngv- arann Chris Martin. Ozzy Os-bourne hefur leit- að til lækn- is vegna þess hversu mikið hann titrar. Ozzy óttast að hann sé með fyrstu einkenni Parkinsonveiki og leitaði hann til sama sérfræð- ings og hefur annast leikarann Michael J. Fox. Ozzy er sagður hafa miklar áhyggjur af titringi sínum, en lætur það víst ekki hafa mikil áhrif á skap sitt. KEFLAVÍK SELFOSS Hvolsvöllur HÖFN Egilsstaðir BORGARNES REYKJAVÍK MOSFELLSBÆR AKRANES HAFNARFJÖRÐUR Fréttiraf fólki Holburn West-kirkjan í Aber-deen í Skotlandi hefur hafið fremur nýstárlega herferð til þess að lokka yngri kynslóðina inn um kirkjudyrnar. Séra George Cowie fékk nefnilega þá fyrir- takshugmynd að kenna guðspjall- ið samkvæmt gildum Simpson- fjölskyldunnar. Þannig vonast presturinn til þess að leysa úr þeim árekstrum sem þegnar nú- tímaþjóðfélaga eiga við trúna. „Við viljum brúa bilið á milli trúarinnar og poppmenningar,“ segir séra George Cowie, sem bendir á að þrátt fyrir taumlítinn húmor sé The Simpsons einn af fáum sjónvarpsþáttum þar sem aðalpersónurnar fara reglulega í kirkju. „Námskeiðið verður hald- ið fjórum sinnum og er opið öllum þeim sem vilja læra meira um kristna trú.“ Presturinn mun sýna atriði úr Simpsons-þáttunum og útskýra frá sjónvarhorni kirkjunnar hverjar tilvísanirnar séu. Þess má geta að presturinn er mikill aðdá- andi þáttanna. ■ Skrýtnafréttin SIMPSONS ■ Kirkja í Skotlandi er með fremur nýstár- lega leið til þess að lokka yngri kynslóðina inn, kenna Guðspjall Simpson-fjölskyld- unnar. Guðspjallið samkvæmt gildum The Simpsons THE SIMPSONS Ned Flanders yrði stoltur af skoska prestinum séra George Cowie. 37FIMMTUDAGUR 16. október 2003

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.