Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2003, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 17.11.2003, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 MÁNUDAGUR SPURNINGAR OG SVÖR Þing- menn fá tækifæri til að spyrja ráðherra spjörunum úr í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnirnar eru óundirbúnar og því aldrei að vita hvað gerist. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG DUMBUNGUR FRAM UNDAN Landið er hulið skýjum sem senda til okkar úrkomu, einkum þó á Suðausturlandi. Þetta er aðgerðalítið veður. Varúð því það gætu leynst hálkublettir. Sjá síðu 6 frikki svarar ● sigtún við austurvöll ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Með tölvuna í borðstofunni Valgeir Skagfjörð: 17. nóvember 2003 – 285. tölublað – 3. árgangur bond-fílingur í starfinu Teitur Þorkelsson: ▲ SÍÐA 16 Talar fyrir sendiráð gefur let it be út á nýjan leik Paul McCartney: ▲ SÍÐA 27 Loksins orðinn sáttur austin mini ● góð ráð Frumkvöðlar í 60 ár bílar o.fl. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson: ▲ SÍÐA 18 ÓÍBÚÐARHÆFT FYRIR LÁTUM Íbúi við Smiðjustíg gagnrýnir borgaryfirvöld harkalega fyrir að lengja opnunartíma og veita fleiri vínveitingaleyfi í nágrenni sínu. Íbúðir séu orðnar óíbúðarhæfar. Sjá síðu 2 FRÁLEITT SAMHENGI Kjartan Gunn- arsson segir lýsingar Sverris Hermannsson- ar á undirbúningi að starfslokum sínum fráleitar. Í kafla úr óbirtri ævisögu Sverris sem birtist í Fréttablaðinu í gær fór hann hörðum orðum um samskipti sín á banka- stjórastóli við Davíð. Sjá síðu 2 SAMEINING Í VÆNTUM Ef fjögur sveitarfélög í nágrenni Þingvalla sameinast, eins og útlit er fyrir verður stærsta sumar- bústaðabyggð landsins komin í eitt sveitar- félag. Þar munu þá verða 2.500 íbúar og 4.000 sumarbústaðir. Sjá síðu 4 EFAST UM ÖRYGGIÐ Öryggisráðstaf- anir í Breiðholtslaug eru harðlega gagn- rýndar af fyrrum starfsmanni laugarinnar. Tvö slys hafa orðið í lauginni á skömmum tíma. Sjá síðu 6 ÍRAK George W. Bush Bandaríkja- forseti og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hafa samþykkt áætlun um að kalla herlið sitt heim frá Írak og ljúka formlega hernámi landsins á næsta ári, að því er fram kom í breskum fjölmiðlum í gær. Herlið verður þó áfram á svæðinu. Stefnt er að því að lok formlegs hernáms eigi sér stað fyrir lok júní 2003 samhliða valdaafsali til bráðabirgðastjórnar, sem síðan afhendir fullvalda ríkisstjórn völdin eftir almennar kosningar. Ætlunin er að halda herliði á svæðinu eitthvað lengur og er haft eftir háttsettum embættis- manni í breska forsætisráðuneyt- inu að hugsanlega þurfi herlið að dvelja á Persaflóasvæðinu til árs- ins 2006. „Allt ferlið mun taka tvö til þrjú ár eins og í Afganistan,“ sagði embættismaðurinn. Hermt er að leiðtogarnir hafi tekið ákvörðunina vegna vaxandi gagnrýni á hersetu sem dugi ekki til að tryggja öryggi í Írak. Það kalli á að völdin verði færð í hend- ur Íraka og ætla leiðtogarnir að ganga frá áætluninni í þriggja daga opinberri heimsókn Bush til Bretlands, sem hefst á morgun. Fullyrt er að bandarísk stjórn- völd hafi þegar samþykkt tíma- áætlun um brottför hersins frá Írak og í The Observer segir að Bush Bandaríkjaforseti vonist til að áætlunin um brottflutninginn dragi úr óánægju heima fyrir. erlingur@frettabladid.is ATHAFNALÍF Í dag verður tilkynnt hverjir muni taka þátt í hlutafjár- aukningu í fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins eru það þeir aðilar sem rætt hefur verið um undanfarið sem hugsanlega þátt- takendur í hlutafjáraukningunni, hópar fjárfesta undir forystu Kára Stefánssonar, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, og Finns Ingólfssonar, forstjóra VÍS. Þessir tveir hópar taka þátt í hlutafjáraukningunni ásamt þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Kaupþingi Búnaðarbanka; en fyr- ir helgi keypti Jón Ásgeir allar eigur Jóns Ólafssonar á Íslandi með milligöngu Kaupþings Bún- aðarbanka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ekki sé að vænta mikilla breytinga í stjórnunarteymi Norð- urljósa og að Sigurður G. Guð- jónsson muni áfram gegna starfi forstjóra. ■ Drög lögð að brottflutningi George W. Bush og Tony Blair eru sagðir hafa samþykkt áætlun um að ljúka formlegu hernámi í Írak á næstu átta mánuðum. Ákvörðunin tek- in vegna vaxandi gagnrýni um að mistekist hafi að tryggja öryggi í Írak. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG U R JÓ N BUSH Vill draga úr óánægju. BLAIR Hefur tapað fylgi vegna stríðsins. Nýr fjárfestahópur í Norðurljósum: Sigurður áfram forstjóri MINNISVARÐINN DÁÐ AFHJÚPAÐUR Árni Johnsen afhjúpaði minnisvarða sinn um sjómenn í Grundarfirði í gær. Árni var afkastamikill í listsköpun meðan á dvölinni á Kvíabryggju stóð, en til dæmis um það óku fimm vörubílar fullhlaðnir með verk eftir hann til Reykjavíkur í gær og sést einn þeirra á innsettu myndinni. KODDAR Á LOFTI Nemendur Oregon-háskóla sveifla kodd- unum af öllu afli enda nýtt heimsmet í húfi. Nýtt heimsmet: Barist með koddum OREGON, AP Nemendur við Oregon- ríkisháskólann í Bandaríkjunum bíða nú eftir staðfestingu frá heimsmetabók Guinness eftir að hafa farið í stærsta koddaslag sem sögur fara af. Með því vonast þau til að komast á síður bókarin- nar frægu. 766 manns tóku þátt í slagnum ógurlega, sem háður var á háskóla- lóðinni. Þátttakendur skiptu sér í tíu hópa sem slógust innbyrðis og þurfti hver manneskja að slást í að minnsta kosti eina mínútu. Verði metið staðfest slær það met frá í sumar þegar 645 manns fóru í koddaslag í Kansas. ■ Minnisvarði: Dáð Árna afhjúpuð MINNINGARATHÖFN „Það var ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu verkefni og að vera við- staddur athöfnina,“ sagði Árni Johnsen eftir að minnisvarði eftir hann, Dáð, var afhjúpaður í Grundarfirði í gær. „Hið erfiða líf þeirra sem starfa í tengslum við sjóinn gleymist oft. Minnisvarði þessi er ekki síður til heiðurs þeim sem gista hina votu gröf og þeim sem eftir lifa,“ segir Árni. Kaflaskipti voru hjá Árna í gær þegar hann lauk refsivist á Kvíabryggju og fluttist yfir á áfangaheimilið Vernd. „Ætli ég sigli ekki bara í rólegheitum inn í þjóðfélagið aftur,“ sagði Árni. ■ „Allt ferlið mun taka tvö til þrjú ár eins og í Afganistan. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.