Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 6
6 17. nóvember 2003 MÁNUDAGURVeistusvarið?
1Hver tekur við forsætisráðherrastóln-um í Kanada í næstu viku þegar Jean
Chretien lætur af embætti?
2Fréttablaðið hefur nú skipt um aðset-ur. Við hvaða götu er starfsemin nú?
3Hvað heitir íslenski línumaðurinn íhandboltaliðinu Magdeburg sem
nýlega framlengdi samning sinn við félag-
ið?
Svörin eru á bls. 30
48 LÉTUST Í NÁMASLYSI Tugir
námaverkamanna fórust þegar
gassprenging varð í kolanámu í
suðurhluta Kína. Sprengingin átti
sér stað í Jianxin-námunni í Ji-
angxi-héraði. Björgunarmenn
hafa flutt 48 lík úr námunni. Yfir
4.100 námaverkamenn hafa farist
í Kína á þessu ári.
FIMMTÁN HAFA FARIST Í FLÓÐUM
Að minnsta kosti fimmtán manns
hafa farist í flóðum í Víetnam í
þessari viku. Fjöldi húsa féll
saman í þorpum í Ninh Thuan-
héraði en flest dauðsföllin urðu
þegar gullnáma hrundi í Quang
Nam. Mikil úrkoma hefur verið á
svæðinu að undanförnu og hafa
yfirvöld kallað eftir aðstoð hers-
ins við að styrkja árbakka og
flytja íbúana á brott.
Sprengjukast flugmanns:
Varpað á
vitlausan stað
OSLÓ, AP Litlu mátti muna þegar
flugmaður hollenskrar F-16 orr-
ustuþotu varpaði óvart sprengju til
jarðar skammt frá húsi á Hjerkinn-
æfingasvæðinu í Noregi þar sem
starfsmenn Nató voru við eftirlits-
störf. Að sögn norska hersins lenti
sprengjan, sem var hálft tonn að
þyngd, aðeins 120 metra frá húsinu.
Gluggar hússins hefðu að líkindum
splundrast ef sprengjan hefði
sprungið en ekki er talið að fólkið
sjálft hefði verið í bráðri lífshættu.
Orrustuþotan var í Noregi vegna
Nató-æfingar. Verið var að kenna
flugmanninum að stjórna vopna-
búnaði vélarinnar.
Lestu meira um þetta einstaka tilboð á
www.microsoft.is/frabaerttilbod
og hvað þú græðir á því...
Microsoft
og HP gera þér
frábært tilboð!
Fáðu leyfin
á hreint og þú
færð fartölvu
í staðinn
G
R
E
Y
C
O
M
M
U
N
IC
AT
IO
N
S
IN
TE
R
N
AT
IO
N
A
L
G
C
I
IC
E
LA
N
D
Bætt samskipti Indlands og Kína:
Fyrsta sameiginlega sjóheræfingin
SJANGHÆ Indland og Kína
hafa í fyrsta sinn staðið fyr-
ir sameiginlegri sjóheræf-
ingu og þykir það bera vott
um batnandi samskipti land-
anna. Um fimm klukku-
stunda leitar- og björg-
unaræfingu var að ræða
sem fram fór úti fyrir
Sjanghæ í Kína með þátt-
töku þriggja herskipa frá
indverska sjóhernum auk
flugvéla og þyrlna.
Samskiptin milli Ind-
lands og Kína, sem háðu
stutt landamærastríð árið
1962, hafa batnað mikið að undan-
förnu og hafa báðar þjóðirnar leit-
ast við að auka viðskiptatengslin.
„Þetta er bara byrjunin,“ sagði K. A.
Bopanna, háttsettur foringi
í indverska sjóhernum.
Að sögn talsmanns ind-
verska varnarmálaráðu-
neytisins var tilgangur æf-
ingarinnar að efla öryggi
vöruflutningaskipa á sigl-
ingaleiðinni um Kínahaf
með aukna samvinnu við
leitar- og björgunarstörf í
huga.
Þetta er í annað skipti
sem kínverski sjóherinn
tekur þátt í sameiginlegri
æfingu með sjóher erlends
ríkis en nýlega fór fram
svipuð æfing með þátttöku pakist-
anska sjóhersins. ■
KAUPSKIP Í KÍNA
Tilgangurinn með æfingunni var að efla öryggi vöruflutningaskipa
á siglingaleiðinni um Kínahaf.
F-16 ORRUSTUÞOTA
Hollenskur orrustuflugmaður varpaði fyrir
mistök sprengju skammt frá eftirlitsmönn-
um Nató.
■ Evrópa
ELDSVOÐI Á KAFFIHÚSI Níu
manns fórust þegar eldur braust
út á kaffihúsi í borginni Izmir á
vesturströnd Tyrklands. Talið er
að eldurinn hafi kviknað vegna
bilunar í rafmagnskerfi. Níu
manns lokuðust inni í eldhúsi
kaffihússins þegar logarnir læstu
sig í skreytingar og gluggatjöld í
anddyrinu.
BANNA BARNAHJÓNABÖND Sænsk
stjórnvöld stefna að því að banna
öllum börnum undir átján ára aldri
að ganga í hjónaband, sama hvers
þjóðernis þau eru, en samkvæmt
gildandi lögum má fólk af erlend-
um uppruna ganga í hjónaband frá
fimmtán ára aldri. Stefnt er að því
að lögin taki gildi 1. maí á næsta
ári og munu þau einnig ná til gift-
inga erlendis.
Börn fá nöfn vörumerkja:
Ég heiti
Chevrolet
BANDARÍKIN Færst hefur í vöxt að
bandarískir foreldrar skíri börn sín
eftir þekktum vörumerkjum.
Snyrtivörufyrirtækið L’Oreal, fata-
merkið Timberland og bílaframleið-
andinn Chevrolet eru á meðal
þeirra aðila sem hafa veitt nýbök-
uðum foreldrum innblástur.
Hátt í fimmtíu drengir bera
nafnið Canon eftir myndavélafram-
leiðandanum og 55 heita eftir bíla-
tegundinni Chevy. Sjö börn hafa
hlotið nafnið Del Monte en það er
fyrirtæki sem framleiðir niður-
soðna ávexti. Tveir drengir hafa
verið skírðir ESPN eftir vinsælli
íþróttarás. Vinsælt er að skíra
stúlkur eftir tískumerkjum á borð
við Armani og Chanel. ■
FJÖLSKYLDA MYRT Menn vopnaðir
sveðjum myrtu fertuga konu og sjö
börn hennar í bænum Kalawit á
sunnanverðum Filippseyjum. Börnin
voru á aldrinum eins til þrettán ára.
Ekki liggur fyrir hverjir stóðu að
verknaðinum. Í febrúar á þessu ári
réðust uppreisnarmenn úr röðum ís-
lamskra aðskilnaðarsinna inn í
Kalawit og skutu til bana fjórtán
óbreytta borgara.
EFNAHAGSBATI Í JAPAN Efnahagur
Japan heldur áfram að vænkast. Hag-
vöxtur mældist 2,2% á ársgrundvelli
á þriðja fjórðungi þessa árs. Þetta má
einkum rekja til
aukins útflutnings á
vélum og raftækj-
um.
EITRAÐI FYRIR SKÓLABÖRNUM Kín-
verskur maður á þrítugsaldri hefur
verið ákærður fyrir að byrla skóla-
börnum rottueitur. Maðurinn hafði
átt í ástarsambandi við gifta konu og
ákvað að eitra fyrir börnum hennar.
Eitt barna ástkonunnar lést auk
skólafélaga. 25 önnur börn veiktust.
Maðurinn setti eitrið í poppkorn og
appelsínur.
■ Asía
■ Asía
Öryggismál í ólestri
við Breiðholtslaug
Á skömmum tíma hafa tvö alvarleg slys orðið við Breiðholtslaugina.
Ungum dreng er haldið sofandi á gjörgæslu. Fyrrverandi starfsmaður
gagnrýnir öryggismálin harðlega. Íþróttafulltrúi hyggst kanna málið.
SLYSFARIR Tvö alvarleg slys hafa
orðið í Breiðholtslaug á tæpum
þremur mánuðum. Í síðustu viku
fannst 14 ára drengur meðvitund-
arlaus á botni laugarinnar og 23.
ágúst bjargaði sundlaugarvörður
fimm ára stúlku frá drukknun.
Drengnum er enn haldið sofandi á
gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut.
Fyrrverandi starfsmaður
sundlaugarinnar, sem ekki vill
láta nafns síns getið, segir slysin
undanfarið endurspegla þá stað-
reynd að ýmis öryggisatriði séu í
ólagi við sundlaugina. Til dæmis
séu engar öryggismyndavélar við
útisundlaugina. Þá fullyrðir hann
að ekki séu haldnar öryggisæfing-
ar reglulega eins og reglur kveði á
um. Vaktirnar við sundlaugina
séu þrískiptar og ein vaktin, sú
sem var á vakt þegar slysið varð í
vikunni, hafi ekki haldið öryggis-
æfingu í tvö ár.
Hann gagnrýnir að þegar
sundlaugarvörðurinn sem var á
vakt í vikunni hafi komið auga á
drenginn á botni laugarinnar hafi
hann strax farið niður á sundlaug-
arbakkann, en gleymt að ýta á
neyðarhnapp, sem sundlaugar-
vörðum beri að gera þegar slys
verða. Hann segir að ef ekki verði
bætt úr öryggismálum við laug-
ina sé aðeins tímaspursmál
hvenær banaslys verði.
Íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur hefur yfirumsjón
með sundlaugum borginnar. Er-
lingur Jóhannsson, íþróttafulltrúi
hjá ráðinu, segir að farið hafi ver-
ið vandlega yfir atburðarásina
þegar slysið varð. Það sé rétt að
sundlaugarvörðurinn hafi ekki
ýtt á neyðarhnappinn áður en
hann hafi farið úr turninum og
vissulega sé það alvarlegt þó
óvíst sé hvort það hefði breytt
einhverju í þessu tilfelli því hjálp
hafi borist mjög fljótlega. Hann
segir að sundlaugarvörðurinn
hafi hins vegar ekki brugðist þeg-
ar kom að lífgunartilraununum.
Varðandi öryggismyndavélar
segir Erlingur að það sé rétt að
engar slíkar séu ofan í lauginni
enda sé engin neðanvatnslýsing í
henni, sem sé forsenda þess að
slíkar vélar séu settar upp. Hann
segir að sundlaugarverðir í
Breiðholtslaug hafi hins vegar
mjög góða yfirsýn yfir laugina úr
turninum og hugsanlega þá bestu
sem þekkist í Reykjavík. Um
öryggisæfingar segir Erlingur að
viðkomandi forstöðumaður og
vaktformaður eigi að sjá til þess
að æfingarnar séu gerðar reglu-
lega. „Ég mun þegar athuga hvort
það sé ekki gert.“
trausti@frettabladid.is
BREIÐHOLTSLAUG
Engar öryggismyndavélar eru ofan í Breiðholtslauginni þar sem engin
neðanvatnslýsing er í henni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T