Fréttablaðið - 17.11.2003, Síða 8
8 17. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
Hestinum allt
„Ég fer fyrst á www.jonas.is.
Eiturhvöss skrif eftir fremsta
blaðamann landsins sem nú rit-
stýrir hestablaði.“
Egill Helgason sjónvarpsmaður um netvapp sitt.
Tímarit Morgunblaðsins, 16. nóvember.
Loksins, loksins
Hún glitraði eins og gimsteinn í
mannhafinu. Ekki frá því að
augu okkar hafi mæst eitt
augnablik. Svo horft annað.
Eiríkur Jónsson um fyrstu persónulegu kynnin af
Dorrit Moussaieff. DV, 15. nóvember.
Reyndur maður
„Mér er ljóst að í dóms- og fang-
elsismálum er miklu ábótavant
og hef ég ákveðnar hugmyndir í
þeim efnum sem þingflokkur
Frjálslyndra styður heilshugar.“
Gunnar Örlygsson þingmaður um áherslur sínar.
Tímarit Morgunblaðsins, 16. nóvember.
Orðrétt
Landssamtök lífeyrissjóða um breytingar á lögum um tryggingagjald:
Leggjast gegn skerðingu viðbótarlífeyris
LÍFEYRISMÁL Landssamtök lífeyr-
issjóða leggjast gegn breyting-
um á lagafrumvarpi um trygg-
ingagjald sem kveða á um skerð-
ingu viðbótarlífeyrissparnaðar.
Efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis óskaði eftir umsögn
samtakanna um frumvarpið.
Samkvæmt því verður framlag
ríkisins til viðbótarlífeyris-
sparnaðar fellt niður, en það get-
ur nú hæst orðið 0,4% eða 10%
af 4% iðgjaldi.
Það er skoðun Landssamtaka
lífeyrissjóða stuðla beri að aukn-
um langtímasparnaði almennings
frekar en að draga úr honum.
„Nauðsynlegt er að hafa
sérstakan hvata, þannig að
launamenn sjái sér hag í því að
leggja til hliðar ákveðinn hluta
af launum sínum í viðbótarlíf-
eyrissparnað,“ segir í umsögn
samtakanna. „Frekar þurfi að
auka þennan hvata heldur en
draga algerlega úr honum. Þá
ber þess að geta að almenn þátt-
taka launafólks varðandi viðbót-
arlífeyrissparnað dregur úr
einkaneyslu og ætti þannig að
hamla gegn þenslu í þjóðfélag-
inu.“
Landssamtökin segja að
einnig verði að hafa það í huga
að launamenn greiði tekjuskatt
af viðbótarlífeyrissparnaðinum
og þar með einnig af framlagi
ríkissjóðs. ■
Utanríkisráðherra kynnir staðfestingarfrumvarp EES:
Bjartsýnn á staðfestingu
EES-SAMNINGURINN Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra
kynnti á ríkisstjórnarfundi á
föstudag frumvarp til laga um
breytingu á lögum um Evrópska
efnahagssvæðið. Lagafrumvarpið
er nauðsynlegt til þess að unnt
verði að fullgilda nýjan samning á
milli Evrópusambandsins og
EFTA-ríkjanna vegna stækkunar
Evrópusambandsins.
Fullgildingu EES-samningsins
þarf að vera lokið fyrir 1. maí
2004, þegar stækkun Evrópusam-
bandsins tekur formlega gildi. Í
flestum ríkjanna stóð til að full-
gilda stækkunarsáttmála ESB og
nýjan EES-samning samtímis en
vegna tafa við undirritun EES-
samningsins er ljóst að í flestum
þjóðþingum þarf að taka sátt-
málana fyrir hvorn í sínu lagi.
Halldór segist bjartsýnn á að
samningurinn geti tekið gildi á til-
ætluðum tíma þrátt fyrir þær taf-
ir sem urðu á undirritun sam-
komulags EFTA og ESB. „Við höf-
um engar aðrar fréttir en að þetta
sé allt að fara á fullt í þjóðþingum
landanna og höfum ekki ástæðu til
að ætla annað en þetta gangi upp.
Við höfum kynnt okkur það og
fáum alls staðar sömu svörin, að
það muni allir leggja áherslu á
það,“ segir Halldór. ■
Heilbrigðisráðherra:
Bíður með
viðbrögð
HEILBRIGÐISMÁL Jóni Kristjánssyni
heilbrigðisráðherra hefur enn
ekki borist lögfræðiálit, sem fjall-
að var um í Fréttablaðinu í gær. Í
álitinu er komist að þeirri niður-
stöðu að allir starfsmenn embætt-
is landlæknis séu vanhæfir til
þess að fjalla um mál er varðar
barn sem lést á Landspítala
skömmu eftir fæðingu.
Að sögn Sæunnar Stefánsdótt-
ur, aðstoðarmanns heilbrigðisráð-
herra, mun ráðherra kynna sér
lögfræðiálitið um leið og honum
berst það í hendur og taka ákvörð-
un um að setja nýjan landlækni til
þess að sinna þessu máli. ■
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Íslendingar hafa enga sérstaka varaáætlun til að vinna eftir ef miklar tafir verða á fullgild-
ingu samningsins.
STAÐA FULLGILDINGARFERLIS
Í AÐILDARLÖNDUM EVRÓPU-
SAMBANDSINS:
Pólland og Kýpur hafa þegar fullgilt
stækkunarsamning ESB og stefna að
fullgildingu EES-samnings fyrir árslok
2003.
Þýskaland, Portúgal, Lúxemborg, Lit-
háen, Malta, Danmörk, Slóvakía og
Tékkland hafa fullgilt stækkunarsamn-
ing ESB og stefna að fullgildingu EES-
samningsins fyrir 1. maí 2004.
Finnland, Svíþjóð, Eistland, Bretland og
Ungverjaland stefna að staðfestingu
beggja samninga í árslok 2003 eða í
byrjun árs 2004.
Írland, Frakkland, Belgía, Slóvenía, Lett-
land, Ítalía og Spánn stefna að fullgild-
ingu stækkunarsáttmála ESB fyrir árslok
og EES-samningsins fyrir 1. maí 2004.
Austurríki, Holland og Grikkland stefna
að fullgildingu beggja samninga í árs-
byrjun 2004.
LÍFEYRIR
Landssamtök lífeyrissjóða segja að almenn
þátttaka launafólks varðandi viðbótarlífeyris-
sparnað dragi úr einkaneyslu og ætti þannig
að hamla gegn þenslu í þjóðfélaginu.
FERÐAMANNASTAÐIR LOKAÐIR
Vinælir ferðamannastaðir á
Grikklandi lokast í tvo daga vegna
verkfalls verktaka sem krefjast
meira starfsöryggis. Á meðal
staðanna er Akrópólishæð.
■ Evrópa