Fréttablaðið - 17.11.2003, Page 10

Fréttablaðið - 17.11.2003, Page 10
10 17. nóvember 2003 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir KÍNVERSKUR BÚDDADANS Dans búddagyðjunnar með þúsund hand- leggina vakti mikla athygli gesta á Guan- yin-menningarhátíðinni í Putuo-fjöllum í austurhluta Kína um helgina. Þýskur þingmaður neitaði að draga ummæli sín til baka: Rekinn úr flokki kristi- legra demókrata BERLÍN, AP Þýskur þingmaður, sem sætt hefur gagnrýni fyrir ummæli sín um gyðinga, hefur verið rekinn úr þingflokki kristilegra demókrata. Martin Hohmann vakti reiði mar- gra þegar hann líkti gyðingum í rússnesku byltingunni við nasista í síðari heimsstyrjöldinni í ræðu sem hann flutti í byrjun október. Í síðustu viku var þýskur herforingi rekinn fyrir að skrifa bréf til Hohmanns þar sem hann fór lofsamlegum orð- um um hugrekki hans og hreinskilni. Hohmann baðst opinberlega af- sökunar á ummælum sínum en neitaði að verða við kröfum flokks- forystunnar um að draga þau til baka. Kristilegir demókratar ákváðu því að kjósa um það hvort rétt væri að reka hann úr flokknum og var það samþykkt með 195 at- kvæðum gegn 28. Formaður flokksins, Angela Merkel, ítrekaði að þó niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar hefði verið afgerandi væri ljóst að margir flokksmenn hefðu átt í innri togstreitu vegna málsins. „En ég trúi því að þetta hafi verið rétt út frá pólitísku sjónarhorni,“ sagði Merkel. ■ Hálsbrjóta sjálfa sig í fallinu Landbúnaðarráðherra segir offramleiðslu og undirboð í hvítu kjötgreinunum valda erfiðri stöðu í landbúnaði en vísar því á bug að vandinn tengist því íslenska landbúnaðarkerfinu. Dráttur á samningum um viðskipti með landbúnaðarafurðir gefur betri aðlögunartíma fyrir bændur. LANDBÚNAÐUR „Auðvitað trúi ég því að í þeim búvörusamningi sem ég gerði við bændur árið 2000 um sauðfjárræktina liggi vörður að framtíðarleið,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Hann er þó reiðubúinn til við- ræðna við sauðfjárbændur um endurskoðun á samningnum, sem á að gilda til 2007, og þess vegna reiðubúinn að semja upp á nýtt ef sauðfjárbændur óska þess. Hann telur þó ekki að það sé búvöru- samningurinn eða landbúnaðar- kerfið sem eigi sök á vanda sauð- fjárbænda og fleiri bænda heldur offjárfesting í hvíta kjötinu. Hann neitar því að túlka megi vandann sem svo að landbúnaðarkerfið sé að bregðast. „Það er auðvitað mjög rangt. Vandinn sem núna blasir við er mjög einfaldur,“ segir Guðni. „Menn hafa farið mjög offari í fjárfestingum í hvítu kjötgreinun- um, svíni og kjúklingum. Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir að þar hafa margir aðilar komið að með glannalegum hætti; peninga- stofnanir, afurðastöðvar, Byggða- stofnun og fleiri aðilar. Þeir hafa ætlað að sigra heiminn í einum bita en eru að hálsbrjóta sjálfa sig í fallinu og valda því að þrír til fjórir milljarðar eru að tapast út úr landbúnaðinum. Að vísu njóta neytendur þeirra eitthvað því kjöt hefur lækkað í verði. Þeir eru valdir að þessu sem hafa rekið hvítu kjötgreinarnar, svín og kjúklinga. Það er engin spurning í mínum huga.“ Ekki sök ríkisins Mikil lán til svína- og kjúklingabænda, taprekstur og gjaldþrot hafa orðið til þess að bönkum og fleiri aðilum hefur verið legið á hálsi fyrir að hvetja til offjárfestingar. Sauðfjárbænd- ur og kúabændur fá hins vegar um sjö milljarða í beingreiðslur og ár hvert og því spurning hvort stjórnvöld hafi ekki gengið á und- an með slæmu fordæmi. „Nei,“ segir landbúnaðarráð- herra og vísar því á bug að offjár- festing sé í þessum greinum. „Núna fara milli tvö og þrjú pró- sent af fjárlögunum í stuðning við landbúnað. Það eru fyrst og fremst niðurgreiðslur á matvælum til neytenda. Það hefur ekkert að gera með fjárfestingar. Þetta er sú leið sem hefur verið farin, og var gert áður, með kjarasamningum, að auka niðurgreiðslur. Núna hef- ur þetta verið fært í þetta form til að halda niðri matvælaverði og vísitölu. Um leið er þetta stuðning- ur til þessara greina, byggðastuðn- ingur við búgreinarnar sem halda uppi byggð í landinu, byggðum sem eru að taka að sér fleiri og fleiri verkefni. Offjárfestingarnar liggja allar hjá hvítu kjötgreinun- um. Þar hafa menn farið offari.“ Hagur beggja eða annars? Þar sem Guðni segir bein- greiðslurnar til þess að lækka matvælaverð til neytenda liggur beint við að spyrja hvort menn séu ekki að eltast við sjálfa sig þar sem innflutningstakmarkanir á erlendum landbúnaðarafurðum verða til þess að innlent matvæla- verð er mun hærra en ella. „Við erum náttúrlega í ákveðnum WTO-viðræðum,“ segir Guðni og vísar til viðræðna um alþjóðavið- skipti með landbúnaðarafurðir og þá vernd og stuðning sem hann nýtur. „Íslenskur landbúnaður fær sinn að- lögunartíma eins og aðrir. Hér vita Íslendingar sem er að þeir hafa reynt það að hér hafa verið fluttar inn kjötvörur sem þeir hafa orðið hræddir við. Þeir vita að þeir eiga landbúnað sem þeir vilja standa vörð um og að hann fái að þróast. Ég held að það sé enginn að gagnrýna það kerfi í sjálfu sér.“ Lítið hefur gengið að ná sam- komulagi innan Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar um hvaða reglur skuli gilda um viðskipti með land- búnaðarafurðir. Stefnt hefur ver- ið að því að draga úr stuðningi við landbúnað en ekkert samkomulag náðst. Langt í samkomulag „Það er ljóst mál að menn telja að nýi WTO-samningurinn verði aldrei gerður fyrr en 2007,“ segir Guðni og bætir við: „Það er samt enginn vafi að þeir fara í gang og þá breytist um- hverfi bænda eitthvað, hér og annars staðar.“ Þar sem langt sé þar til samkomulag liggur fyrir, og erfitt að segja til um hvernig það verður nákvæmlega, liggi ekki fyrir hvaða áhrif það hafi á íslenskan landbúnað og neytend- ur. Þó er ljóst að áherslur í samningaviðræðunum snúa að framleiðslutengdum stuðningi sem rætt hefur verið um að draga mest úr. Það segir Guðni ekki snúa svo mjög að sauðfjár- ræktinni. Dráttur á samningum hefur þó eitt í för með sér sem kann að hjálpa bændum. „Menn hafa lengri aðlögunartíma og umhverfið verður óbreytt leng- ur en menn ætluðu.“ ■ Áströlsk rannsókn: Blóðprufa gegn krabba HEILSA Venjuleg blóðprufa getur gefið vísbendingar um hvort fólk þjáist af banvænu asbest-krabba- meini. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við Sir Charles Gairdner-sjúkrahúsið í Ástralíu. Þeir sem þjást af krabba- meininu, sem oftast myndast eftir að fólk andar að sér asbesti, lifa aðeins nokkur ár eftir að þeir greinast með meinið. Með því að taka blóðprufu til að láta athuga prótein í líkamanum er hægt að sjá í yfir 80% tilfella hvort krabba- meinið sé að byrja að myndast í lík- amanum. ■ Perfectil er einstök blanda 25 vítamína og steinefna sem talin eru mikilvæg og jafnvel nauðsynleg til að fegra og styrkja húð, hár og neglur. Perfectil er söluhæsta bætiefnablandan í Bretlandi og státar af sérstökum meðmælum frá Premier umboðsskrifstofunni fyrir fyrirsætur. Premier umboðsskrifstofan er m.a. með ofurfyrirsætur eins og Naomi Campell og Claudiu Schiffer á sínum snærum. Perfectil inniheldur hvorki lyf né hormóna. Fegurðin kemur innan frá Mest selda bætiefnablandan í Bretlandi fyrir hár, húð og neglur loksins fáanleg á Íslandi. Perfectil® vítamín- og steinefnablandan fegrar og styrkir húð, hár og neglur á náttúrulegan hátt. www.perfectil.com Gleymdu öllum fegrunaraðgerðum - Perfectil® dregur fram þína náttúrulegu fegurð! Fæst í öllum helstu apótekum og lyfjaverslunum. REKINN Umæli Martins Hohmanns um rússneska gyðinga reyndust honum dýrkeypt. GUÐNI ÁGÚSTSSON Bændur í flestum greinum hafa átt við vanda að etja að undanförnu. Sökin liggur klárlega hjá þeim sem hafa fjármagnað hvíta kjötið, segir landbúnaðarráðherra og telur landbún- aðarkerfið með ágætum. Fréttaviðtalið BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ ræðir við Guðna Ágústsson landbún- aðarráðherra. GSM OG STÖÐUMÆLIR Bráðum geta borgarbúar borgað í stöðu- mæla með gemsunum sínum. Stöðumælagjöld: Greidd með farsímum TÆKNI Borgarstjórn hefur sam- þykkt tillögu um að gera fólki kleift að greiða í stöðumæla með GSM-símum eins og hefur tíðkast um hríð í nágrannalöndum okkar. Að sögn Kjartans Magnússon- ar borgarfulltrúa virkar þjónust- an þannig að þegar menn leggja bíl sínum hringja menn í þjón- ustunúmer og slá inn númerið á stöðumælinum. Gjaldfærist þá kostnaðurinn yfir á reikning. „Ef það er eitthvað til þess fallið að draga úr streitu og erg- elsi í þjónustu stöðumælanna þá er það þetta,“ segir Kjartan. Býst hann við því að þjónustan verði tekin í notkun í fyrsta lagi næsta vor. ■ RÓLEGT Á HÖFUÐBORGARSVÆÐ- INU Fremur rólegt var á höfuð- borgarsvæðinu í fyrrinótt. Fáir voru á ferli í Reykjavík að sögn lögreglu en tilkynnt var um eitt minniháttar innbrot. Kópavogs- lögreglan tók einn mann sem var ölvaður undir stýri en segir nótt- ina hafa verið rólega að öðru leyti. Sömu sögu var að segja í Hafnarfirði, rólegt og fáir á ferli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.