Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 17
17MÁNUDAGUR 17. nóvember 2003
■ Afmæli
■ Andlát
■ Jarðarfarir
Það er talsvert síðan ég lauk viðað þýða Njálu á esperantó en
það er rétt, hún var að koma út í
Hollandi,“ segir Baldur Ragnars-
son, fyrrum menntaskólakennari
við Menntaskólann í Hamrahlíð
og esperantósérfræðingur.
Baldur segir ekki vitað hve
margir tali tungumálið en giskað
sé á að milli hálf og ein milljón
manna tali og skilji málið. „Það
eru á annað hundrað ár síðan það
birtist fyrst en höfundurinn, Za-
menhof, var af gyðingaættum og
átti lengstum heima í Varsjá.
Helsti kosturinn við esperantó er
að það er algjörlega hlutlaust og
tilheyrir engri sérstakri þjóð.
Málfræðin er gerð eins einföld og
hægt er, í málinu eru engar beyg-
ingar en orðaforðinn er að mest-
um parti úr Evrópumálunum.“
Baldur segir að fyrir mörgum
árum hafi Hrafnkels saga Freys-
goða og Völuspá verið gefin út í
Svíþjóð í þýðingu hans. „Ég hef
þýtt Sjálfstætt fólk og sömuleiðis
Eddukvæðin, Gylfaginningu
ásamt goðsagnaköflunum í Skáld-
skaparmálum Snorra-Eddu sem
bíða eftir að verða gefin út,“ segir
Baldur, sem nýlega er hættur
kennslu og fæst við þýðingar og
esperantókennslu í frístundum. ■
Tímamót
BALDUR RAGNARSSON
■ þýddi Njálu, sem var að koma út á
esperantó í Hollandi.
Njála á esperantó
■ Nýjar plötur
BALDUR RAGNARSSON
Eftir hann var að koma út þýðing á Njálu í esperantó hjá stóru forlagi í Hollandi.
Skrekkur að
hefjast
Skrekkur, hæfileikakeppnigrunnskóla Reykjavíkur og
ÍTR, verður nú haldinn í þrett-
ánda sinn. Keppnin fer fram í
Borgarleikhúsinu í dag og á morg-
un og svo næsta mánudag og
þriðjudag. Tuttugu og tveir
grunnskólar í Reykjavík taka þátt
í Skrekki í þetta sinn og er liðun-
um er skipt niður á þrjú keppnis-
kvöld en tvö lið komast í úrslit eft-
ir hvert kvöld.
Atriðin sem taka þátt í Skrekki
eru í langflestum tilfellum valin í
forkeppnum innan skólanna en lið
Hagaskóla bar sigur úr býtum í
keppninni í fyrra með atriðið
Ópið. Unga kynslóðin leggur allt í
sölurnar fyrir keppnina og gríðar-
legur metnaður hefur einkennt at-
riðin undanfarin ár. ■
ÚT ER KOMIN safnplata með
poppsveitinni Rikshaw sem átti
gríðarlegum vin-
sældum að fagna
um miðjan níunda
áratuginn. Á plöt-
unni eru 14 lög frá
ferli sveitarinnar,
en hún starfaði frá
árunum 1985-1990, og þar á meðal
má finna slagarana Into the Burn-
ing Moon, Great Wall of China og
Promises Promises. Einnig eru á
plötunni þrjú lög sem unnin eru á
þessu ári. Skífan gefur út.
ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON út-
varpsmaður hefur aftur raðað
saman safnplötu undir merkjum
Rokklands. Pakkinn í ár er bita-
stæður, tvöföld safnplata sem
inniheldur 40 lög. Á
fyrri disknum eru þau
rokklög sem Óla Palla
þykja hvað áhuga-
verðust af liðnu ári. Á
seinni plötunni kafar Óli í rætur
rokksins og er sá diskur því stút-
fullur af klassískum rokklögum.
Öll eru lögin erlend nema tvö.
Það eru The Long Face með Mín-
us og Japanese Policeman með
Kimono. Skífan gefur út.
Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndagerð-
armaður, 55 ára.
Anna Líndal myndlistarmaður, 46 ára.
Ágústa Olga Þorkelsdóttir, Reykjahlíð
10, Reykjavík, lést föstudaginn 14. nóv-
ember.
Sigurrós Fanndal Torfadóttir, frá Hvíta-
dal, lést sunnudaginn 2. nóvember. Út-
förin fór fram í kyrrþey.
13.30 Júlíus J. Steingrímsson rafvirkja-
meistari, áður Lyngheiði 10, Selfossi,
verður jarðsunginn frá Áskirkju.
13.30 Guðrún Pétursdóttir, Bjarmalandi
14, verður jarðsungin í Bústaðakirkju.
MARTIN SCORSESE
Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese
kom í heiminn árið 1942.
17. nóvember