Fréttablaðið - 17.11.2003, Page 18
Mótorolía í bílum hefur marg-þættan tilgang. Olían heldur
vélinni gangandi og vélarhlutum á
hreyfingu með því að verja málm-
ana sem núast saman. Olían spilar
stóran þátt í að halda hita vélar-
innar niðri og hún dregur einnig
til sín málmagnir og óhreinindi og
skilar þeim í olíusíuna. Vél sem
keyrð hefur verið olíulaus í ein-
hvern tíma er ónýt. Það er því
stranglega bannað að láta olíu-
lausar vélar vera í gangi. Það er
góð regla að skipta um olíu og síu
reglulega eða á ca. 7.000. km
fresti. Það er einnig hægt að meta
ástand olíunnar með því að skoða
olíukvarðann. Ef olía á kvarðan-
um er gulleit og það er auðvelt að
lesa á kvarðann í gegnum olíuna
þá er olían nýleg, ef hins vegar ol-
ían er svört og ekki er hægt að
lesa af kvarðanum í gegnum hana
þá er olían gömul og nauðsynlegt
að skipta olíunni út fyrir nýja. Það
eru til margar tegundir af olíum,
meginreglan er þó sú að þær eru
allar ágætar og gera sitt gagn.
Það er því betra að skipta oftar
um olíu heldur en að skipta sjaldn-
ar og nota dýrari olíu. Það er
einnig betra að vera með þynnri
olíu á veturna. Olían þykknar í
kulda og ver vélina ekki eins vel
fyrst eftir ræsingu, en veturinn er
sá tími þegar skiptir hvað mestu
máli að smurningin sé í topp-
standi þar sem hennar er þörf. ■
Vantar þig góð ráð? Sendu Jóni
Heiðari póst á netfangið bil-
ar@frettabladid.is
bílar o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
JÓN HEIÐAR
ÓLAFSSON
■ ráðleggur fólki
að skipta um olíu
á 7.000 kílómetra
fresti.
Góð ráðMótorolía í bílum
Allt sem bíllinn þarf fyrir veturinn
Michelin • Cooper • Loftbóludekk
• Ódýr jeppadekk • Bremsuklossar
• Bremsuviðgerðir
Smur, bón og
dekkjaþjónustan
Sætúni 4, sími 562 6066
Opið virka daga frá kl. 8-18
UMFELGUN OG
BALANSERING
VETRARDEKK
Þvottur og bón • Olís smurstöð
• Rúðuþurrkur • Allar perur
• Rafgeymar
Varahlutir sem
þú getur
treyst á !
sími 577 1313 • kistufell@centrum.is
✔ Pakkningarsett
✔ Ventlar
✔ Vatnsdælur
✔ Tímareimar
✔ Viftureimar
✔ Knastásar
✔ Olíudælur
✔ Legur
✔ Stimplar
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
TANGARHÖFÐA 13
Vélaviðgerðir
Vélavarahlutir
Vinnuvélanámskeið
Kvöldnámskeið.
Námskeiðsstaður, Þarabakki 3.
109 Reykjavík (Mjódd).
Verð 39.900.-
Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737
Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður
CAYENNE
Nýr Porsche Cayenne jeppi var frumsýndur á dögunum í höfuðstöðvum Bílabúðar Benna
í Vagnhöfða. Á sama tíma var tekinn í notkun nýr og glæsilegur sýningarsalur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Karl Sigurðarson ekur um ásvörtum og hvítum Austin
Mini, árgerð 1997.
Karl segir að gamall draumur
hafi ræst hjá sér þegar hann
keypti sér bílinn
fyrir þremur árum.
„Ég var ekkert bú-
inn að hugsa um
þetta lengi en svo
sá ég þennan bíl á
bílasölu og það var
bara ást við fyrstu
sín.“
Karl, sem er 24
ára, var með mikla
bíladellu þegar
hann var yngri. Á meðan alla vini
hans dreymdi um að eignast
bjöllu vildi hann vera öðruvísi og
tók ástfóstri við Austin Mini.
Hann játar að tilfinningin er hann
settist fyrst undir stýri
hafi staðist allar
væntingar. „Þetta
er mjög svipað og
að keyra gokart
bíl með gírkassa.
Ég keyri hann
reyndar ekki á
veturna og er
nýbúinn að
leggja honum,“ segir Karl, sem
keyrir bílinn í um sex mánuði á
ári. „Það er erfitt að fá vetrar-
dekk og síðan ætla ég líka að eiga
hann lengi og vil því spara hann
sem mest.“
Austin Mini á sér langa sögu en
hönnun bílsins breyttist þó ekki
fyrr en fyrir þremur árum og ekur
Karl því um á „gömlu“ týpunni.
„Þegar ég var nýbúinn að fá mér
bílinn fékk ég rosalegan áhuga á
Mini og sankaði að mér upplýsing-
um um alla Mini-bíla sem ég sá,“
segir Karl, sem á lista yfir lang-
flesta Mini-eigendur á Íslandi.
Hefur hann reynt að hringja í þá til
að halda Mini-samkomur og eitt
sinn óku átta Mini-bílar í einni
halarófu niður Laugaveginn.
Að sögn Karls er bílinn
hans mjög þægilegur í
akstri innanbæjar. „Ég get lagt
allsstaðar og á mín stæði hér og
þar. Það var mjög skemmtilegt
einu sinni þegar ég og félagi minn
lögðum tveimur Mini-bílum sam-
an í eitt stæði niðri í bæ og borg-
uðum í einn stöðumæli. Stöðu-
mælavörður kom og átti í miklum
vandræðum með þetta. Hann
sektaði síðan hvorugan.“
Karl bætir því við að bíllinn
veki alltaf mikla kátínu í umferð-
inni. „Ef þú vilt fara í gott skap
keyrðirðu bara í einn hring því þá
fara allir að brosa í kringum þig.“
freyr@frettabladid.is
Bíllinn minn:
Allir brosa í
kringum Mini
■
„Það var mjög
skemmtilegt
þegar ég og fé-
lagi minn lögð-
um tveimur
Mini-bílum
saman í eitt
stæði niðri í bæ
og borguðum í
einn stöðu-
mæli.“
VAUXHALL „VECTRA“
Leikararnir Neil og Adrian Rayment óku
nýverið um á þessum Vauxhall „Vectra“ í
Lundúnum. Eins og sjá má eru bresku
fánalitirnir áberandi.
AP
/M
YN
D
KARL OG
MINI
Karl ásamt
Reno
Aaltonen sem
hefur unnið
flest Rallý á
Mini. Bíllinn
er í KR-litun-
um enda er
Karl mikill KR-
ingur.