Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 19
19MÁNUDAGUR 17. nóvember 2003
TILBOÐSDAGAR
Í Hjólbarðahöllinni hf
Fellsmúla 24 - Sími 530-5700
GROUND HAWG
FULLT VERÐ TILBOÐ.
38/15.50 R 15 GROUND HAWG 42,880, 35,700,-
MÍKRÓSKORIN 45,965 38,000,-
NEGLD 49,075,- 40,500,-
NEGLDUR OG MÍKRÓSKORIN MIÐJA 52,160,- 42,500,-
STÁLFELGUR 12“ TOMMU BREIÐAR 15,600,- 13,260,-
STÁLFELGUR 14“ TOMMU BREIÐAR 16,900,- 14,365,-
38“ GANGUR Á 12“ FELGUM TILBÚINN 245,180,- 205,400,-
38“ GANGUR Á 14“ FELGUM TILBÚINN 250,380,- 210,000,-
38/15,50 R 16,5 10PR. GROUND HAWG 45,190,- 38,410,-
Sendum um land allt
Euro og Visa raðgreiðslur
TILBOÐIÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST EÐA TIL 10 NÓVEMBER
15“ ÁLFELGUR PCW EMR 82
TILBOÐ FRÁ KR. 40,000,- GANGURINN -KOMINN UNDIR
PASSAR Á FLESTAR GERÐIR BÍLA.
TAKMARKAÐ MAGN.
TILBOÐIÐ GILDIR EÐAN BIRGÐIR ENDAST EÐA TIL 1. DESEMBER
Bifreiðastöðin Hreyfill/Bæj-arleiðir fagnaði 60 ára af-
mæli Hreyfils 11. nóvember.
Samvinnufélagið Hreyfill var
stofnað í Baðstofu iðnaðar-
manna við Vonarstræti í Reykja-
vík 11. nóvember 1943. Í dag eru
starfandi 335 bílstjórar á stöð-
inni og 24 aðrir starfsmenn.
Að sögn Sæmundar Kr Sigur-
laugssonar framkvæmdastjóra
urðu straumhvörf í sögu bíl-
stjórastéttarinnar þegar Hreyf-
ill kom fram á sjónarsviðið.
„Hreyfill fór strax að dreifa bíl-
um um allan bæinn. Settir voru
upp símapóstar víðs vegar í
Reykjavík og einn var í Kópa-
vogi,“ segir Sæmundur. „Þetta
víkkaði út þjónustu netstöðvar-
innar og gjörbylti öllu. Símarnir
nýttust fólki í úthverfunum sem
hafði ekki síma á heimilunum.
Ef eitthvað bar út af, ef það
vantaði slökkvilið, lögreglu eða
lækni, gat fólk hlaupið í þessa
staura og hringt niður á stöðina
okkar og hún hringdi síðan
áfram.“
Að sögn Sæmundar var
Hreyfill einnig með fyrstu
stöðvunum sem tóku upp gjald-
mæli í leigubílum auk þess sem
fyrirtækið var frumkvöðull að
því að talstöðvar voru teknar í
leigubíla á sjötta áratugnum.
Fór þá tilvist gömlu símapóst-
anna að minnka smátt og smátt.
Árið 1970 flutti Hreyfill starf-
semi sína í Fellsmúla og þar eru
höfuðstöðvarnar enn þann dag í
dag. Um áramótin 2000/2001 var
bifreiðastöðin Bæjarleiðir síðan
sameinuð Hreyfli.
Sæmundur segir að góður
andi hafi alltaf einkennt Hreyf-
ilsmenn. „Þó að menn hafi haft
skiptar skoðanir hefur það ein-
kennt Hreyfilsmenn frá upphafi
að menn standa saman um sitt
félag. Félagið hefur verið sér-
staklega heppið með starfsfólk
og það er með eindæmum hve
fólk átti langa starfsævi hér.
Hér vann fólk áratugum saman,“
segir Sæmundur. „Á síðasta ári
hætti hjá okkur kona, Stefanía
Guðmundsdóttir, sem vann hér
sem gjaldkeri í 50 ár. Það segir
svolitla sögu.“ ■
Afmæli Hreyfils:
Frumkvöðlar í 60 ár
SÆMUNDUR KR. SIGURLAUGSSON
Segir að góður andi hafi alltaf einkennt Hreyfilsmenn.
Í LAUSU LOFTI
Spánverjarnir Daniel Sola og Alex Romani svifu um stund í lausu lofti á Citroën Xsara bíl
sínum í ralli sem var haldið í Wales á dögunum.
AP
/M
YN
DSala á fjölskyldubílum:
Dróst lítil-
lega saman
Sala á fjölskyldubílum í Vestur-Evrópu dróst saman um 0,3% í
október miðað við á sama tíma í
fyrra.
Samband evrópskra bílaeig-
enda telur að aukið jafnvægi sé að
komast á markaðinn. Skráning
nýrra bíla í Þýskalandi, sem er
stærsti bílamarkaður Evrópu,
dróst saman um 3,9 % í október og
endaði í 270 þúsund bílum. Mest
dró úr bílasölu í Danmörku og
Hollandi, um 11,6%.
Salan jókst hins vegar um 8,2%
á Spáni, sem er einn af fimm
stærstu bílamörkuðum Evrópu. ■
YOKOHAMA, AP Japanska
konan Yoko Masuda
hefur höfðað skaða-
bótamál gegn Mitsu-
bishi Motors, fjórða
stærsta bílafram-
leiðanda Japans,
eftir að hjólbarði
rúllaði af vörubíl
fyrirtækisins og
varð dóttur hennar
að bana.
Dóttirin, sem var
29 ára, var að labba í
mestu makindum
eftir gangstétt í borg-
inni Yokohama þegar
atvikið átti sér stað.
„Ég vil barnið mitt
aftur,“ sagði Masuda,
með tárin í augunum.
„Mér líður eins og
hluti af líkama mín-
um hafi verið rifinn í
burtu.“
Fer hún fram á
tæpar fjórar milljón-
ir króna í bætur. ■
Málshöfðun í Japan:
Dekk banaði konu
DEKK
Masuda ætlar að höfða
skaðabótamál vegna dauða
dóttur sinnar.
SLÆM BYLTA
Þessi glæfralega mynd náðist af Manuel
Poggiali frá San Marino er hann var í þann
mund að detta af mótorhjóli sínu á æfingu
fyrir Grand-Prix kappaksturinn á Spáni.
Poggiali komst heill á húfi frá byltunni.
AP
/M
YN
D
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T