Fréttablaðið - 17.11.2003, Síða 30
Ég hafði mjög gaman af að geraþessa aðgerð á Breka,“ segir
Ólafur Einarsson lýtalæknir, sem
lagaði munnhol holgóma Cocker
spaniel hunds.
Ólafur segir að hundurinn hafi
fæðst með þennan galla og klofa
úr nös niður í munnhol þannig að
tungan hafi leitað upp í nefið. „Ég
hafði mjög gaman af því að geta
gert þessa aðgerð á hundinum
sem gerði það að verkum að hon-
um leið betur,“ segir Ólafur, sem
sjálfur er hundaeigandi og á for-
láta veiðihund af Weimaraner teg-
und.
Eigandi hundsins var Stefán
Hreiðarsson barnalæknir en ekki
var hægt að gera aðgerðina fyrr
en Breki var orðinn nógu gamall
til að þola hana. „Þetta var tiltölu-
lega auðveld aðgerð sem heppnað-
ist mjög vel,“ segir Ólafur.
Breki hefur nú eignast nýtt
heimili í Grafarvogi og nýja eig-
endur því barnabörn Stefáns og
konu hans Margrétar voru svo
hrædd við hundinn. „Hann er ynd-
islegur og heldur að hann sé kóng-
urinn á heimilinu. Hann hegðar
sér samkvæmt því og er hvers
manns hugljúfi,“ segir Sigríður
Birgisdóttir, sem ættleiddi Breka.
„Ég er alltaf heima og það fer vel
um hann hjá okkur,“ segir hún al-
sæl með þennan fallega hund sem
hefur fengið bót meina sinna. ■
Hrósið 30 17. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
TÓNLIST Í fyrra kom poppsveitin Í
svörtum fötum sér fyrir alvöru á
kortið sem þungavigtarsveit í ís-
lensku tónlistarlífi. Í ár hreppti
Jón Jósep Snæbjörnsson aðal-
hlutverkið í Grease-söngleikn-
um og söng um koppafeiti þess á
milli sem hann framleiddi svita
á dansgólfum skemmtistaðanna.
Nú er þriðja platan, Tengsl, kom-
in út.
„Okkur þótti rosalega vænt
um þá síðustu en núna komumst
við að því að það er hægt að gera
svo margt við lögin eftir að búið
er að hljóðrita hljóðfærin,“ segir
Jónsi. „Okkur gafst ekki eins
mikill tími síðast til þess að fara
út í einhverjar krúsídúllur.“
Hafþór Guðmundsson sá um
hljóðfitl en Jónsi færir sig upp á
skaftið hvað lagasmíðar varðar.
Liðsmenn sveitarinnar skipta þó
á milli sín laga- og textasmíðum
en þótt undarlegt megi virðast
samdi Jónsi ekki texta lagsins
Ekkert að fela, sem var vinsælt
í sumar og margir höfðu talið að
væri svar Jónsa við þrálátum
orðrómi um kynhneigð hans.
„Ég held að Palli trommari
hafi reyndar verið að hugsa um
mig þegar hann samdi textann.
Þetta hefði verið mjög gott svar
hjá mér við kjaftasögunum, en
Palli var bara sneggri til.“
Í einu lagi á plötunni, Langar
til að lifa, mæta liðsmenn Igore
á hljóðrásirnar.
„Ég hringdi í Igore og spurði
hvort þau vildu koma og gera
eitthvað. Þau komu samdægurs
og unnu í þessu frá klukkan ell-
efu um kvöldið til klukkan sjö
um morguninn. Á þeim tíma var
allur textinn saminn og allar
rímur rappaðar inn. Ég held að
hiphoppsenan mætti gefa þeim
meiri gaum því þau eru líklegri
til þess að selja miklu fleiri plöt-
ur og fá fleiri á böll og tónleika
en neðanjarðarrappararnir,“
segir Jónsi að lokum.
biggi@frettabladid.is
Tónlist
Í SVÖRTUM FÖTUM
■ Poppsveitin Í svörtum fötum gaf á dög-
unum út þriðju breiðskífu sína, Tengsl.
Þar fikra piltarnir sig áfram í hljóðvinnslu
og fá nokkra góða gesti í heimsókn.
... fær kötturinn Flóki fyrir ein-
staka stundvísi og elju við útburð
á Fréttablaðinu.
Igore klæðist svörtum fötum
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Paul Martin.
Skaftahlíð 24.
Sigfús Sigurðsson.
Orri Vigfússon
úr laxinum í
brennivínið
Eiður með
milljóna-
samning
við Adidas
í dag
Með fulla
vasa af
grjóti
Árni laus úr steininum
Í SVÖRTUM FÖTUM
Jónsi segir uppáhaldslagið sitt á plötunni
vera Þrá vegna þess hversu mikil vinna var
lögð í lagið. Útgáfutónleikarnir verða í
Borgarleikhúsinu 20. nóvember.
BREKI FYRIR AÐGERÐ
Tungan átti það til að koma út um nefið á
Breka.
RÉTT EINS OG MANNFÓLKIÐ
Ólafur segist hafa gert aðgerðina á sama
hátt og hann gerir við mannfólkið.
BREKI FULLFRÍSKUR
Nú nokkrum mánuðum eftir aðgerð Ólafs
Einarssonar lýtalæknis er Breki kátur og
hress með eigendum sínum.
Lýtalæknir lagaði
holgóma hund HundalífCOCKER SPANIEL HUNDURINNBREKI ■ fæddist holgóma. Hann var svo lán-
samur að Stefán Hreiðarsson barnalækn-
ir eignaðist hann og fékk vin sinn Ólaf
Einarsson lýtalækni til að gera á honum
aðgerð.