Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 13
LÍBERÍA Að minnsta kosti níu manns létu lífið í mestu átökum sem orðið hafa í Monróvíu, höf- uðborg Líberíu, síðan gæslulið Sameinuðu þjóðanna var sent þangað í ágúst til að koma á friði. Fréttir herma að til átak- anna hafi komið eftir að fyrrum stjórnarhermenn höfðu krafist tafarlausra greiðslna fyrir að gefa upp vopn sín og er þetta í fyrsta skipti sem friðargæslu- liðið, sem alls telur um 4.500 manns, lendir í beinum átökum. Að sögn sjónarvotta voru hinir föllnu fyrrum liðsmenn her- sveita Charles Taylors, fyrrum forseta landsins, sem nú er í út- legð í Nígeríu. ■ FIMMTUDAGUR 11. desember 2003 gef›u fla› sem flig langar í Sælla er að gefa en þiggja og hvert sem tilefnið er þá finnurðu réttu gjöfina hjá okkur á verði sem kemur þér skemmtilega á óvart. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 31 35 12 /2 00 3 Styrkjum SOS-barnaþorpin. Þú kaupir tvær jólakúlur á 990 kr. og hengir aðra þeirra a jólatré fyrir utan Debenhams á 1. hæð í Smáralind. Allur ágóði af sölunni rennur til SOS-barnaþorpa. SAMGÖNGUR Ný Þjórsárbrú verður tekin í notkun í dag, sú þriðja sem reist er yfir ána en þá fyrstu vígði Hannes Hafstein, fyrsti ís- lenski ráðherrann, fyrir liðlega öld. „Þetta verk hefur gengið mjög vel,“ segir Sævar Svavarsson, forstjóri vélsmiðjunnar Norma, sem reisti brúna. Það sem helst olli vandræðum á byggingartíma var mikið vatnsmagn. „Rennslið í ánni var tvöfalt á við rennsli í meðalári,“ segir Sævar. Það varð til þess að hluta verksins þurfti að vinna á slóðum sem hefðu annars verið á kafi vegna vatns- flaumsins. Byggja þurfti varnar- veggi og nota öflugar dælur til að halda vatninu frá svo hægt væri að halda framkvæmdum áfram. Sævar segir að ólíkt því sem hafi verið með fyrri Þjórsárbrýr og flestar brýr sem byggðar hafa verið hérlendis hafi nýja Þjórsár- brúin verið hönnuð og smíðuð hérlendis. Í hana fóru á 400 tonn af járni. Sumir flekarnir í brúnni eru mjög stórir og því vandasamt verk að koma þeim fyrir. ■ FRÁ FRAMKVÆMDUM Í SUMAR Þriðja brúin yfir Þjórsá var reist í sumar og haust og verður tekin í notkun í dag. Nýja Þjórsárbrúin tekin í notkun í dag: Vatnsmagn setti strik í reikninginn Afvopnun í Líberíu: Níu manns féllu í Monróvíu Jöfnunarsjóður: Akureyri fær mest SVEITARFÉLÖG Jöfnunarsjóður sveit- arfélaga greiðir sveitarfélögum rúman einn og hálfan milljarð króna á næsta ári til að hjálpa þeim að mæta lækkuðum tekjum vegna breytinga á fasteignaskött- um. Sjóðurinn greiðir sveitarfélög- unum 60% greiðslanna fyrirfram og gert er upp að fullu þegar end- anlegir útreikningar liggja fyrir. Tvö félög fá meira en hundrað milljónir króna samkvæmt út- reikningum ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs. Það eru Akureyri með 122 milljónir króna og Reykjanesbær með 111 milljónir. Fimm stærstu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fá ekkert greitt. ■ SVEITARFÉLÖG SEM FÁ MEST Akureyri 122 milljónir Reykjanesbær 111 milljónir Ísafjörður 78 milljónir Skagafjörður 72 milljónir Vestmannaeyjar 69 milljónir SVEITARFÉLÖG SEM FÁ EKKERT Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Seltjarnarnes Reykjavík BYSSUMENN Í MONRÓVÍU Fyrrum stjórnarhermenn kröfðust tafar- lausra greiðslna fyrir að gefa upp vopn sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.