Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 26
tíska o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
OSWALD BOATENG
Oswald Boateng frá Englandi
og Ghana er nýskipaður fram-
kvæmdastjóri franska tísku-
hússins Givenchy Homme.
Hann mun sjá um fyrstu
herralínu tískuhússins, sem
sýnd verður á næsta ári.
Náttsloppur
Sími 5 88 44 22 www.hm.iskr. 1.890 Stærðir:36/38 - 40/42 - 44/46
Mjúk fleece
Brúðarkjólaleiga Katrínar í Mjódd
Síðkjólar í úrvali - Sala og leiga
Nýir brúðarkjólar frá: Amanda Wyatt. D’Zage,
Maggi Sotero. Mori Lee og Sincerity væntanlegir.
Útsala á eldri kjólum.
S: 551 6688
Njóttu
lífsins
J ó l a k j ó l a r
á stelpur og konur
Allur aldur og allar stærðir
Prinsessan
verslun í Mjódd, s. 567 4727
www.prinsessan.is
Ný sending af glæsilegum síðum peysum,
pilsum, háskólabolum og gólfpeysum
Sissa tískuhús
G l æ s i b æ , s í m i 5 6 2 5 1 1 0
Opið laugardag 10-18 • sunnudag 12-17
Verðdæmi: háskólabolir kr. 2490 Nýtt kortatímabil
Rautt og svart er allsráðandi íversluninni Elm nú á vetrar-
mánuðum og mætti segja að tölu-
vert jólalegt sé þar um að litast.
Fatahönnuðirnir Erna Steina Guð-
mundsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir
og Matthildur Halldórsdóttir hafa
rekið fyrirtækið Elm í fimm ár en
upphaflega hugmyndin var sú að
hanna föt í kringum ákveðið efni.
„Við byrjuðum á að vinna úr svo-
kallaðri silkibómull og alpakaull.
Alpakadýr er af sama stofni og
lamadýr en minna og með mýkri
ull. En við erum nú að víkka sviðið
og hanna úr fleiri efnum. Við erum
til dæmis byrjaðar að hanna belti,
kápur og buxur úr leðri. Þá höfum
við gert skartgripi og aðra fylgi-
hluti,“ segir Lísbet. „Við höfum
smám saman verið að stækka
fyrirtækið og í dag seljum við í
fimmtíu verslanir í Bandaríkjun-
um og tuttugu verslanir í Evrópu.
Svo erum við með sýningarsali og
umboðsmenn í París og Mílanó.“
Lísbet segir að línan hafi frá
upphafi verið breið en hún sé
smám saman að stækka og mót-
ast. Lögð sé áhersla á að vera með
vandað efni og tímalausa hönnun.
„Þetta eru föt sem konan getur átt
og notað lengi.“
Erna Steina, Lísbet og Matt-
hildur eru nú að ljúka hönnun fyr-
ir veturinn 2004 til 2005, en þær
eru nýkomnar frá París þar sem
þær kynntu línuna fyrir næsta
sumar. „Við erum yfirleitt ekki
með marga liti. Nú í vetur erum
við með rautt, svart og örlítið
hvítt. Næsta sumar er línan létt-
ari. Þá verður meira af hvítu, mik-
ið svart og hvítt saman og svo líka
hvítblátt og svarbrúnt.“ ■
Íslensk fatahönnun:
Áhersla á gæðaefni
og tímalausa hönnun
LÍSBET SVEINSDÓTTIR OG ERNA STEINA GUÐMUNDSDÓTTIR
Tveir af þremur hönnuðum sem standa að ELM. Matthildur er í Perú.
VETRARLÍNAN Í ÁR
Rautt og svart eru litir vetrarins.
HVER FLÍK ER HANDGERÐ
Fötin eru ekki úr voðum og hvert stykki er saumað fyrir sig.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Tap hjá Gucci:
Stella McCartney
heldur áfram
Orðrómur þess efnis að StellaMcCartney, dóttir bítilsins
Pauls, sé að hætta hjá Gucci á
ekki við rök að styðjast segir
talsmaður fyrirtækisins. Um
leið og fréttist af tapi hjá fyrir-
tækinu fóru sögurnar á kreik.
Einnig var tilkynnt fyrir ekki
svo löngu að Tom Ford væri að
hætta sem aðalhönnuður fyrir-
tæksins.
Hann fékk á sínum tíma
Stellu til starfans og því talið
líklegt að hún myndi fylgja í
kjölfarið. Stella hefur verið í
uppáhaldi hjá fyrirsætum og
kvikmyndastjörnum síðan hún
útskrifaðist úr námi.
Tapið er hins vegar í sam-
ræmi við áætlanir fyrirtækis-
ins,“ sagði Tomaso Galli, tals-
maður fyrirtækisins, og bætti
við að allar áhyggjur væru
óþarfar. „Tapið endurspeglar
viðskiptaáætlanir sem lagðar
voru fram fyrir tveimur og
hálfu ári,“ segir Galli og bendir
á að tapið sé hægt að skýra með
fjárfestingum sem fyrirtækið
hefur lagt í undanfarið. „Salan
hefur tvöfaldast og við erum
ánægð.“■