Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 10
10 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR
FRIÐUR Í EGYPTALANDI
Celia Sandys, barnabarn Winstons Churhill,
fyrrum forsætisráðherra Bretlands, gefur
sig á tal við egypska drengi í friðarathöfn á
safni í Kaíró.
Atvinnuleysi 3% í nóvember:
Eykst á ný
ATVINNULEYSI Atvinnuleysi mæld-
ist 3% á landinu í nóvember,
samanborið við 2,8% í október.
Skráðir atvinnuleysisdagar á
landinu öllu í nóvember jafn-
gilda því að 4.400 manns hafi að
meðaltali verið á atvinnuleysis-
skrá í mánuðinum.
Á heimasíðu Vinnumálastofn-
unar kemur fram að 5.072
manns voru á atvinnuleysisskrá
í gærmorgun.
Atvinnuleysið er mest á Suð-
urnesjum, 3,4%, og á höfuðborg-
arsvæðinu, 3,3%. Minnsta
atvinnuleysið er hins vegar á
Norðurlandi vestra, 1,7%, og á
Vesturlandi, 1,8%.
Atvinnuleysi meðal kvenna er
mest á Suðurnesjum 4,5% en
minnst á Norðurland vestra,
1,8%.
Atvinnuástand karla er verst
á höfuðborgarsvæðinu, þar
mælist það 3,1% en hlutfall karl-
anna er lægst á Vesturlandi,
1,2%.
Vinnumálastofnun segir, að
vegna árstíðasveiflu aukist
framboð vinnuafls í desember og
aukning sé í tímabundnum störf-
um í þeim mánuði. Því sé líklegt
að atvinnuleysið breytist lítið og
verði á bilinu 2,9% til 3,2%. ■
Þingsályktunartillaga
Kirkjugripi
í kirkjurnar
ALÞINGI Séra Önundur S. Björns-
son, varaþingmaður Samfylking-
ar, hefur lagt fram þingsályktun-
artillögu um að skipuð verði
nefnd til að vinna að því að kirkju-
gripum í vörslu Þjóðminjasafns
verði skilað í kirkjurnar þar sem
þeir voru upphaflega í eða afhent-
ir söfnum heima í héraði.
Önundur segir í greinargerð að
frá upphafi 20. aldar hafi aðilar á
vegum Þjóðminjasafns safnað og
jafnvel numið á brott hluti úr
kirkjum. Mörgu hafi verið bjarg-
að með því móti en nú sé kirkja
yfirleitt vel gætt og vel hugsað
um kirkjugripi. ■
Hallgrímur Helgason
Hlín Agnarsdóttir
Flosi Ólafsson
Guðmundur Steingrímsson
Ævar Örn Jósepsson
Sigurður Pálsson
Ókeypis aðgangur
Fimmtudagskvöldið
11. desember kl. 20:30
lesa rithöfundarnir
Brot af því besta
upplestur og tónlist
í anddyri Borgarleikhússins
Lifandi jóladjass
Kaffihúsastemning í anddyri Borgarleikhússins.
Upplestur úr nýjum bókum og ljúfir djasstónar.
VERST Í REYKJAVÍK
Atvinnuleysið er nú 3%. Verst er ástandið
á Suðurnesjum en þar mælist atvinnuleys-
ið 3,4%. Þar eru líka flestar konur án
atvinnu en atvinnuástand meðal karla er
verst á höfuðborgarsvæðinu.
ATVINNULEYSI
2003
VINNUMARKAÐUR Fyrir lá í seinustu
viku að þrír þingmenn Framsókn-
arflokks væru andvígir þeim
áformum félagsmálaráðherra að
skerða atvinnuleysisbætur. Á
þ i n g f l o k k s f u n d i
flokksins kom fram
að Birkir Jón Jóns-
son, Kristinn H.
Gunnarsson og Jón-
ína Bjartmars væru
algjörlega andvíg hugmyndum
um að skerða kjör atvinnulausra
með því að greiða ekki bætur fyr-
ir fyrstu þrjá dagana. Áður hafði
Kristinn H. varað ráðherrann við í
þingræðu.
Félagsmálaráðherra ætlaði sér
að spara 170 milljónir króna með
því að skerða kjör atvinnulausra
en leggja meira til málefna fatl-
aðra í staðinn. Fleiri í þingflokkn-
um höfðu efasemdir við þessa leið
ráðherrans til að skera niður út-
gjöld.
„Allt sem fram fer á þing-
flokksfundum er trúnaðarmál og
ég vil ekkert um þetta mál segja
annað en að ég styð félagsmála-
ráðherra í málinu,“ segir Birkir
Jón, aðspurður um andstöðu sína
og mótmæli.
Þrátt fyrir þessa andstöðu inn-
an eigin flokks sagði ráðherrann
við Fréttablaðið föstudaginn 5.
des. að ríkisstjórnin héldi fast við
þau áform sín að greiða ekki at-
vinnuleysisbætur fyrstu þrjá dag-
ana sem fólk er skráð atvinnu-
laust. Heimildir Fréttablaðsins
herma að þingmenn Framsóknar-
flokks hafi viljað gefa félagsmála-
ráðherra tíma til þess að bakka út
úr málinu sem hann og gerði með
eftirminnilegum hætti í fyrradag.
Þetta þykir lýsa pólitískum
klaufaskap og vera mikill ósigur
fyrir ráðherrann sem hefur statt
og stöðugt haldið því fram að hann
myndi flytja frumvarp til breytin-
gar á lögunum í umrædda veru.
Raddir eru
uppi um að
Árni Magnús-
son hafi brugð-
ist Jóni Kristjánssyni heilbrigðis-
ráðherra með því að eiga þá hug-
mynd innan ríkisfjármálanefndar
fjögurra ráðherra að leggja heil-
brigðisráðherra ekki til þær 500
milljónir króna sem hann taldi sig
þurfa til að standa að fullu við
samning til öryrkja. Auk Árna
Magnússonar sitja í ráðherra-
nefndinni Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra, Geir Haarde fjár-
málaráðherra og Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra.
rt@frettabladid.is
Þrír þingmenn
gegn ráðherra
Þingflokkur Framsóknarflokksins lagðist í seinustu viku gegn
áformum ráðherra um að skerða atvinnuleysisbætur.
Þrír þingmenn lýstu harðri andstöðu.
BIRKIR JÓN
JÓNSSON
Þingflokksfundir
eru trúnaðarmál.
■
Ráðherrann
ætlaði sér að
spara 170
milljónir.
...núna á þremur stöðum
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
www.utilif.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
28
82
11
/2
00
3
Mikið úrval af úlpum
Hugmynd að
jólagjöf
ÁRNI
MAGNÚSSON
Varð undir með
atvinnuleysismálið í
eigin þingflokki.
KRISTINN H. GUNNARSSON
Varaði ráðherrann við í þingræðu.
JÓNÍNA BJARTMARZ
Lagðist gegn áformum félagsmálaráðherra.