Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 18
18 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR SNJÓSTORMUR Í KANADA Vetur konungur er heldur betur farinn að minna á sig í Norður-Ameríku þó hann gangi ekki formlega í garð fyrr en eftir tvær vikur samkvæmt almanakinu. Þessar tvær stúlkur í bænum Hutchinson í Kanada fengu snjóstorminn beint í fangið á leið heim úr skólanum í gær. Héraðsdómur Reykjavíkur: Mátti skjóta á hundinn DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur sýknað mann á fer- tugsaldri fyrir að hafa skotið af haglabyssu á hundinn Sám með þeim afleiðingum að hundurinn fékk mörg högl í höfuðið. Maðurinn greindi frá því fyrir dómi að hann hefði orðið var við tvö stóra grænlenska sleðahunda við heimili sitt í Skerjafirði aðfaranótt 26. desember 2002. Hann kvað hunda þessa áður hafa komið á lóð við heimili sitt og drepið kanínur sem voru þar í búri. Í þetta sinn hafi hundarnir verið komnir upp á kanínukofann og hafi þeir verið að reyna að ná kanínum. Hafi hann fælt hundana á brott en þeir komið aftur. Þá hafi hann sótt haglabyssu og skot- ið á annan hundinn sem hann taldi sér standa ógn af. Maðurinn var ákærður fyrir brot á dýraverndarlögum og vopnalögum en krafðist sýknu. Dómurinn taldi að þær aðstæð- ur hefðu verið fyrir hendi er mað- urinn skaut á hundinn að það hafi verið honum refsilaust sam- kvæmt undirstöðurökum 13. greinar hegningarlaga um neyðarrétt. Bæri samkvæmt því að sýkna hann, bæði af broti á dýraverndarlögum og vopnalög- um. Einnig af kröfu ákæruvalds- ins um að vopn í eigu hans, hagla- byssa og tveir rifflar, yrðu gerð upptæk. Allur sakarkostnaður í málinu var felldur á ríkissjóð, þar með talin 100.000 króna málsvarnar- laun verjanda mannsins. ■ Kaupmenn bjartsýnir um aukna jólaverslun Jólaverslunin er að ná hámarki. Bjartsýni ríkir meðal verslunareigenda. Íslendingar vilja halda í bókhneigðina, skartið stendur enn fyrir sínu og afsakanir eftirlegukinda á aðfangadagsmorgun eru að úreldast vegna lengri opnunartíma verslana. VERSLUN Nú styttist í að jólaversl- unin nái hámarki með tilheyrandi ys og þys. Mikil bjartsýni ríkir meðal verslunarmanna um góða verslun sé miðað við upplýsingar frá Samtökum verslunar og þjón- ustu. Emil B. Karlsson, verkefna- stjóri samtakanna, segir verslun- areigendur búast við 10% aukn- ingu á jólaverslun í ár miðað við sama tíma í fyrra. „Við gerðum könnun meðal aðildarfyrirtækja og telja sumir veltu jólaverslun- arinnar geta orðið meiri nú en í fyrra. Samtökin hafa síðustu þrjú árin gert mánaðarlega úttekt þar sem fundin er út smásöluvísitala, þá aðallega fyrir dagvöruversl- unina. Alla mánuði þessa árs að undanskildum einum, er sala töluvert meiri en á síðasta ári. Af því teljum við 10% ekki of háa áætlun.“ Í könnun SVÞ kom fram að mest bjartsýni ríki í fataverslun. Ekki virðist vera gert ráð fyrir eins miklum vexti í raftækja- verslun en þar sé mikil sam- keppni milli verslana allt árið. Bókaþjóðin Íslendingar hafa gjarnan stát- að sig af því að vera bókhneigð þjóð. Eitt er víst að sala bóka er aldrei eins mikil og fyrir jólin. Anna Einarsdóttir hjá Máli og menningu hefur starfað á Lauga- veginum í rúm fjörutíu ár. Hún segir hina árlegu jólaös vissulega byrjaða. „Fólk heldur í hefðina og gefur bækur til jólagjafa. Íslenskir höf- undar seljast yfirleitt alltaf vel fyrir jól. Þá hefur sala fræðibóka aukist töluvert en mjög góðar bækur eru í boði þeim flokki.“ Anna segir afþreyingarbækur farið halloka fyrir sjónvarpinu. „Þá er ég að tala um þessar dæmi- gerðu ástarsögur og strákabækur. Þýddar góðar skáldsögur eftir góða höfunda seljast alltaf vel en það eru færri titlar í boði í ár en oft áður.“ Handa honum/henni Góðlátlegt grín hefur verið gert að svokölluðum eftir- legukindum sem sjást skjótast milli verslana á aðfangadags- morgun. Afsakanir þeirra fara orðið inn um eitt eyrað og út um hitt vegna lengri opnunartíma verslana. Hinir sem vilja gefa sér góðan tíma til að finna fallegar gjafir hafa úr mörgu að velja. Skartgripir eru klassísk gjöf og þykja táknrænir sér í lagi milli elskenda. Skartgripaverslunin Or á Laugavegi sérhæfir sig í hand- smíðuðum skartgripum handa körlum og konum. Kjartan Örn Kjartansson, annar eigandi versl- unarinnar, segir mikla breidd ráð- Börnin á Barónsborg: Guð á afmæli JÓLIN Börnin fara ekki varhluta af því að jólin nálgast. Mikil til- hlökkun ríkir hjá þeim og í kvöld setja þau flest skóinn út í glugga þegar fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, kemur til byggða. Sá næsti í röðinni er Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Faldafeykir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Kjör- krókur og loks Kertasníkir. Krakkarnir á leikskólanum Barónsborg eru á fullu í jólaund- irbúningi. Fréttablaðið leit í heimsókn og lagði fyrir þau nokkrar spurningar sem þau voru í engum vandræðum með að svara. Hugrún Britta Kjartansdóttir: Hvað gerðist á jól- unum? Guð á afmæli og Jesús fæddist í Betlehem. Jana Katrín Magnúsdóttir: Hvað eru jólasvein- arnir margir? Þrettán. Stúfur er í uppáhaldi, hann er svo sætur. Elísa Sif Snorradóttir: Hvaða jólasveinn kem- ur fyrst í bæinn? Stekkjarstaur. Uppá- haldsjólasveinninn minn er Kertasníkir. Ég myndi ekki gefa honum kerti ef hann kæmi. Jú annars, en bara eitt. Óðinn Eldon Ragnarsson: Setur þú skóinn út í glugga? Já, ég set svartan spariskó í gluggann. Ég ætla að setja skó- inn á hverju kvöldi í gluggann. Mig langar í svona leik með gulum kúlum. Það eru svona 30-40 kúlur í boxi. Svo eru svona takkar til að ýta á sem opn- ar munninn og gleypir kúlurnar. Svo er svona annað gler fyrir. Guðbrandur Óli Helgason: Hvað heitir mamma jólasveinanna? Grýla. Hún er ljót. Ég yrði hræddur ef Grýla kæmi og myndi hlaupa í burtu. Fyrst myndi ég snúa upp á nefið á henni. Sara Dís Hildar- dóttir: Hvað langar þig í jóla- gjöf? Dúkku sem getur talað. Ég á eina svoleiðis og langar í aðra. Ég veit ekki hvað ég myndi skíra hana en mér finnst nöfnin Perla, Birta og Berglind fal- leg. Mig langar líka í Barbie dúkku sem er prinsessa, ég á líka eina svoleiðis. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Maðurinn greindi frá því fyrir dómi að tveir grænlenskir hundar hefðu verið komnir upp á kanínukofann sinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ANNA EINARSDÓTTIR Anna segir afþreyingarbækur hafa farið halloka fyrir sjónvarpinu. KJARTAN ÖRN KJARTANSSON „Við höfum gaman að því sem við erum að gera og það skilar sér til viðskiptavina.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.