Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 46
46 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR GRÝTTIR Í GELSENKIRCHEN Tyrkneskir stuðningsmenn Besiktas sáu sig knúna til að grýta varamannabekk Chelsea í leik liðanna í Meistaradeildinni á þriðju- dagskvöldið í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki sáttir við tap sinna manna, 2-0. Valur tekur á móti Fram í undanúrslitum SS-bikarsins á Hlíðarenda. Stórleikur á Hlíðarenda HANDBOLTI Það var rafmögnuð spenna í kaffiteríu ÍSÍ í Laugar- dalnum í gær þegar dregið var í undanúrslit í SS-bikar karla í handknattleik. KA kom fyrst upp úr pottinum og liðið fær því heimaleik. Víkingar fá það erf- iða verkefni að mæta KA-mönn- um fyrir norðan. Þá var aðeins spurning hvort Valur eða Fram fengi heimaleik og Valsarar glöddust þegar Jón Viðar Stef- ánsson frá SS dró nafn Vals fyrst úr pottinum. Leið liðanna fjögurra í undan- úrslitin hefur verið misgreið en það er á engan hallað þegar sagt er að Framarar hafi farið tor- færustu leiðina í undanúrslitin. Þeir unnu sigur á ÍR í Austur- bergi í 16 liða úrslitunum og slógu síðan sjálfa bikarmeistar- ana, HK, úr leik í 8 liða úrslitum í spennuleik í Safamýri. „Svona er þetta bara í bikarn- um. Það þarf að sigra öll bestu liðin til þess að komast í úrslit,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, fyr- irliði Fram, við Fréttablaðið eft- ir dráttinn. „Við erum mikið bikarlið og vitum hvað þarf að gera til þess að komast í Höllina. Það verður gaman að mæta Völsurum og við erum hvergi bangnir. Við gerðum jafntefli síðast þegar við fórum á Hlíðar- enda og stefnum á að ná sigri núna. Liðin eru frekar áþekk að getu og því er allt útlit fyrir jafnan og spennandi leik.“ Nokkuð er í að leikirnir fari fram en þeir verða leiknir 11. febrúar. Sjálfur úrslitaleikurinn verður leikinn 28. febrúar. SUND Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson voru í gær útnefnd íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Jón Oddur varð í sumar Evrópu- meistari í 100 og 200 metra spretthlaupi í Hollandi þar sem hann sigraði meðal annars heims- og Ólympíumeistarann, sem á einnig heimsmetið í báðum þess- um hlaupum. Á opna breska meistaramótinu sigraði Jón Odd- ur einnig Bretann Lloyd Upsdell og sýndi þar með og sannaði styrk sinn. Jón Oddur hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn en hann er upp- alinn á Hellissandi og er nýlega byrjaður að æfa við góðar að- stæður. Með þessum frábæra ár- angri síðasta sumar varð Jón Oddur fyrsti frjálsíþróttamaður- inn úr röðum fatlaðra til að hljóta þessa útnefningu í heil fjögur ár. Þetta er níunda árið í röð sem Kristín Rós verður íþróttakona ársins í röðum fatlaðra, en hún hefur síðustu árin verið í sér- flokki í sínum sundgreinum. Kristín Rós á nú alls sextán gild- andi heimsmet, sjö þeirra í 50 metra laug og níu til viðbótar í 25 metra laug. Það var ekki nóg með að Kristín Rós nældi sér í verð- laun í sundlauginni á árinu; hún var á dögunum verðlaunuð af al- þjóðahreyfingu JC sem ein af efnilegasta unga fólki heimsins. Bæði eru þau Kristín Rós og Jón Oddur byrjuð að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Aþenu á næsta ári og ef marka má frá- bæran árangur Jóns Odds í sum- ar og yfirburði Kristínar Rósar undanfarin ár er stefnan sett á að komast á verðlaunapall í Grikklandi. Auk þeirra viður- kenninga sem þau Kristín Rós og Jón Oddur fengu fékk Kristjana Jónsdóttir Guðrúnarbikarinn fyrir frábært starf fyrir Íþrótta- samband fatlaðra í gegnum tíð- ina. Það var Össur Aðalsteinsson sem afhenti Kristjönu bikarinn, sem er farandbikar, en þann bik- ar gaf hann til minningar um eiginkonu sína. ■ Fiskbúðin Hafberg Gnoðarvog 44 sími 588 8686 Vestfirskur gæðahákarl harðfiskur og skata frá Óskari í Hnífsdal í dag frá kl.16.00-18.00 áritar Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari á Þremur frökkum nýútkomna bók sína Úlfar og fiskarnir Verið vandlát það erum við KRISTÍN RÓS OG JÓN ODDUR Náðu bæði góðum árangri á árinu, Kristín Rós í sundi og Jón Oddur í spretthlaupi. Frank Lampard: Kominn tími á aðgerðir FÓTBOLTI „Smá- p e n i n g u n u m rigndi yfir okk- ur, jafnvel í upp- hitun,“ sagði Frank Lampard eftir leik Chel- sea og Besiktas í Meistaradeild- inni á þriðjudag. „Ég er viss um að UEFA á regl- ur sem taka á þessu og það er kominn tími til að þeir geri eitt- hvað í þessu.“ Besiktas og Chelsea léku í Gelsenkirchen á þriðjudag og voru stuðningsmenn tyrkneska félagsins í ógnarlegum ham. Smápeningun- um, kveikjurum, hnífum og ýmsu öðru lauslegu rigndi yfir leikmenn Chelsea inni á vellinum en vara- menn og liðsstjórn félagsins þurftu að skýla sér með regnhlífum. Seinni hálfleikur hófst ekki á réttum tíma vegna þess að fjarlæga þurfti klósettpappír af vellinum. Ég hef sjaldan leikið fyrir framan jafn fjandsamlega áhorf- endur,“ sagði John Terry, varnar- maður Chelsea. „Þetta er ekki gott fyrir fótboltann og það þarf að bregðast við þessu. Þetta virðist vera hluti af fótboltanum þeirra en þetta er ekki skemmtilegt og til allrar hamingju slasaðist einginn.“ VEÐUR EKKI REYK Carlo Cudicini, markvörður Chel- sea, fleygir burtu reyksprengu sem stuðningsmaður Besiktas kastaði inn í vítateig Chelsea. SÍÐASTIR ÚR POTTINUM Framarar komu síðastir upp úr pylsupottin- um en þeir sækja Val heim að Hlíðarenda. ■ Fótbolti REAL MADRID LEGGUR ÍRAK LIÐ Spænsku meistararnir í Real Madrid ætla að hjálpa til með að byggja upp íþróttaskóla í íraska bænum Diwaniya í samvinnu við spænska varnarmálaráðuneytið. Um 1.300 spænskir hermenn hafa bækistöðvar í Diwaniya. Real mun leggja til búnað og þjálfa hermenn í því að kenna körfu- bolta og fótbolta. KARLA ELSTUR Dany Verlinden, markvörður Club Brugge, varð elstur allra leikmanna í Meistara- deildinni þegar hann lék gegn Ajax á þriðjudag. Verlinden var 40 ára, þriggja mánaða og 24 daga á leikdag, viku eldri en Grikkinn Anastasios Mitropoulos sem eitt sinn lék með Olympiakos Pireus. LUA-LUA Í VANDA Lomana Tresor Lua-Lua, leikmaður Newcastle United, þarf að velja milli þess að leika með Kongó í Afríkukeppn- inni og leika í ensku deild- inni í byrjun næsta árs. Hann hefur áhyggjur af því að þátt- taka í Afríkukeppninni bitni á frama hans hjá Newcastle. „Ég gæti ekki farið fram á meira en að vera fyrirliði landsliðs míns aðeins 22 ára, en það er tímasetn- ingin sem setur mig í vanda,“ sagði Lua-Lua. MOLDE DREGUR SAMAN SEGLIN Fjárhagsátlun norska knatt- spyrnufélagsins Molde boðar átta milljóna norskra króna nið- urskurð, úr 45 milljónum í 37. Leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn lækka í launum og verða meðallaun leikmanna um 600.000 norskar krónur. Fyrir þremur árum voru þau um 750.000 krónur. Ástæðan fyrir samdrættinum er að framlag Kjell Inge Røkke, aðaleiganda félagsins, lækkar um 20 milljónir króna. Molde hefur lengi treyst á fjárframlög frá Røkke en hann fjármagnaði hinn glæsilega Molde Stadion sem liðið spilar heimaleiki sína á. Sá völlur kostaði um tvo milljarða ís- lenskra króna. ■ Kristín Rós og Jón Oddur íþróttafólk ársins hjá ÍF Núnda árið í röð hjá Kristínu Rós en í fyrsta sinn sem Jóni Oddi hlotnast þessi viðurkenning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.