Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 28
ENGAR JÓLAGJAFIR FRÁ ARMANI Náungakærleikur er í tísku í ár. Að minnsta kosti berast fréttir af því að tískufrömuðurinn Giorgio Armani hafi í ár hætt við að senda dýrar gjafir til ritstjóra stóru tískublaðanna eins og hann gerir yfirleitt. Þess í stað ákvað hann að gefa yfir 300.000 dollara til að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með Downs-heil- kenni. Í staðinn fyrir skó og föt fá ritstjórarnir sem sagt sendar myndir af Armani með sex ára gamalli stúlku með Downs-heil- kenni. Tískuskríbentar gleðjast vonandi jafn mikið og þeir sem njóta góðs af málefnunum. BRÚÐARKJÓLL FYRIR GRAFREIT Dýravinir gleðjast þessa dagana vegna þess að hið fræga tískuhús Fendi, sem þekkt er fyrir leður- og skinnvörur, er í rannsókn. Rannsóknin snýst þó ekkert um réttindi dýra. Paola Fendi – elsta systirin af fjórum – var í síðustu viku kærð fyrir spillingu. Sam- kvæmt breskum blöðum var hún að reyna að múta sér leið í Campo di Verano-kirkjugarðinn. Hann er fyrir utan Róm og þar er allt helsta ítalska fyrirfólkið jarð- sungið. Saksóknari hefur gefið í skyn að Fendi hafi boðið einum stjórnenda kirkjugarðsins brúð- arkjól fyrir pláss til að byggja grafhýsi fyrir fjölskylduna. Hún kemur fyrir rétt 9. janúar. ■ Úr tískuheiminum 28 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR Áhrif níunda áratugarins haldaáfram að vera ráðandi í tísku- verslunum og nú fyrir jólin eru tjullpils og tjullkjólar sérstaklega áberandi. Svarti liturinn er al- gengastur en doppóttar flíkur eru einnig mjög vinsælar. Pilsin eru oft svolítið tætingsleg að neðan og tjullið gægist neðan undan pilsfald- inum. Sums staðar er tjullið enn meira áberandi og er sett utan yfir efnið sjálft. Snið kjólanna er bæði undir áhrifum af níunda og sjötta áratugnum. Pilsin eru víð og margir kjólarnir eru hlýralaus- ir. Hægt er að fá mjög stutta kjóla en millisíddin virðist vin- sælust um þessar mundir. Bleikur litur sést víða en svart og hvítt virðist vinsælasta lita- samsetningin. Slaufur og bönd af ýmsu tagi skreyta kjólana en píf- ur virðast aðeins á undanhaldi. ■ JÓLAFÖT JÓLAGJAFIR á 50-80% lægra verði + + + m e r k i f y r i r m i n n a + + + Faxafeni 10 - sími: 533 1710 O U T L E T 1 0Stærðir á allaJakkaföt Dragtir frábær verð dragtir buxur skór stígvél peysur kápur skyrtur brjóstahald nærbuxur belti 11.980 990 1.250 2.990 2.990 6.990 1.990 1.990 990 390 frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: jakkaföt úlpur gallabuxur buxur skyrtur peysur húfur treflar strigaskór nærbuxur NÝJAR SENDINGAR VIKULEGA FRÁ VERSLUNUM: 12.500 3.900 2.990 990 990 1.990 590 590 2.990 990 frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: Opið Mán. - fös. 11-18 Lau. 11-18 dömur herrar FRÁBÆR KAUP NÝ SENDING Í KÍNA Hærri laun í Kína þýða að fleiri en áður hafa efni á alþjóðlegum tískuvörum. Inn- flutningur á þekktum tískumerkjum hefur því aukist gríðarlega á undanförnum árum. Kristín Stefánsdóttir hjá NoName á forkunnarfagran bláan kjól sem hún flokkar eigin- lega bæði undir uppáhaldsflík og misheppnuð fatakaup. „Ég keypti draumakjólinn í Prag fyrir tæp- um fjórum árum, svona miðalda- kjól. Ég hreifst svo rosalega af þessum stíl í Prag,“ segir Kristín, sem lagði leið sína inn í verslun í borginni og fann þar í notað-og- nýtt-deildinni himinbláan kjól sem er bundinn og reyrður í miðjunni. „Hann er úr flaueli og satíni og ég sá hann fyrir mér sem sparikjól þegar ég væri að fara eitthvað ofsalega fínt eins og til dæmis að velja andlit á No Name-kvöldi.“ Kristín keypti kjólinn í stærð 14 án þess að máta hann og ...úps! Hann passaði ekki þegar hún kom heim. „Það var ekki fræði- legur að ég kæmist í hann, ekki aðra ermina,“ segir Kristín og andvarpar. „Þetta var bara há- mark bjartsýninnar. En ég hef geymt hann síðan og það hefur alltaf verið takmarkið að komast í kjólinn.“ Nú hafa gerst undur og stór- merki í lífi Kristínar. Fyrir sjö vikum eignaðist hún lítinn prins og á meðgöngunni missti hún 14 kíló. „Mér leið bara svo vel á meðgöngunni og grenntist og grenntist. Drengurinn fæddist níu vikum fyrir tímann, hraustur og fínn og 12 merkur. Þetta er bara yndislegt,“ segir Kristín, og er að springa af stolti yfir frum- burðinum. „Hann gengur undir nafninu No Name, en það er búið að velja á hann nafn sem er enn- þá leyndarmál,“ segir hún. „En nú lítur helst út fyrir að ég kom- ist í kjólinn og geti skartað hon- um um jólin.“ ■ Misheppnuð fatakaup: Í miðaldakjól um jólin Áhrif níunda áratugarins: Tjullpils allsráð- andi fyrir jólin KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR Með miðaldakjólinn sem hún keypti í Prag. HLÝRALAUS KJÓLL Sjá má áhrif frá sjötta áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.