Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 11. desember 2003
Manni bjargað úr tré
Rúmlega tvítugur Rúmeni,Catalin Pavel, lenti í vand-
ræðalegu atviki á dögunum. Var
hann á gangi fyrir utan heimili
sitt þegar hann sá kött fastan
uppi í tré, algjörlega hjálpar-
lausan.
Pavel, sem er mikill dýravin-
ur, ákvað að klifra upp til að
bjarga kettinum en uppgötvaði
þá að hann væri lofthræddur og
þorði ekki niður aftur.
Eftir að hafa dúsað alla nótt-
ina uppi í trénu heyrðu nágrann-
arnir hjálparköll hans og köll-
uðu á slökkviliðið. Kom það hon-
um til bjargar eftir sólarhrings-
dvöl upp í trénu. Pavel segist
hafa frosið algjörlega þegar
hann var kominn upp í tréð og sá
hversu langt var niður. ■
Skrýtnafréttin
■ Rúmenskur maður festi sig uppi í tré
eftir að hafa reynt að bjarga ketti..
KÖTTUR Í TRÉ
Kötturinn var fastur uppi í tré og
þorði ekki niður.
Á móti Írafári
Eldhúspartíið hefst með jóla-hlaðborði,“ segir söngvarinn
Magni sem verður í stuði í eld-
húspartíi FM 95,7 á Leikhúskjall-
aranum í kvöld. „Það sem er sér-
stakt við partíin í ár er að það eru
alltaf tvær hljómsveitir samtímis
á sviðinu. Skítamórall og Land og
synir voru síðasta fimmtudag og
eins og við er að búast þegar tvær
hljómsveitir koma saman endaði
það kvöld með ansi skrautlegu
samspili.“
Á móti sól spilar á móti Írafári
í kvöld. „Það er mjög góð vinátta
milli hljómsveitanna tveggja en
Írafár og Sóldögg eru helstu vina-
bönd okkar hljómsveitar. Írafár
mætir á svæðið með fiðluleikara
og tvær bakraddasöngkonur, þær
Margréti Eir og Regínu Ósk. Það
verður troðið á sviðinu og mér
finnst líklegt að kvöldið endi með
áskorunarkeppni og heljarinnar
stuði,“ segir Magni.
Síðustu tvö árin hafa komið út
geisladiskar með efni af tónleik-
unum en fyrsti klukkutími eld-
húspartísins í kvöld verður send-
ur út í beinni frá Fm 95,7. „Tón-
leikarnir eru svo teknir upp fyrir
sjónvarp og verða sýndir á Popp-
tíví. Þetta hefst rólega og hljóm-
sveitirnar skapa skemmtilega
stemningu með því að segja sögur
af sjálfum sér en um leið og það
er búið að slökkva á myndavélun-
um hefst partíið fyrir alvöru.“ ■
Partí
MAGNI ÁSGEIRSSON
■ Segir eldhúspartí FM 95,7 hefjast
rólega en um leið og slökkt verði á
sjónvarpsmyndavélunum hefjist stuðið
fyrir alvöru.
MAGNI
Býst við alla vega áskorunum á Leikhúskjallaranum í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M