Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 11. desember 2003 Manni bjargað úr tré Rúmlega tvítugur Rúmeni,Catalin Pavel, lenti í vand- ræðalegu atviki á dögunum. Var hann á gangi fyrir utan heimili sitt þegar hann sá kött fastan uppi í tré, algjörlega hjálpar- lausan. Pavel, sem er mikill dýravin- ur, ákvað að klifra upp til að bjarga kettinum en uppgötvaði þá að hann væri lofthræddur og þorði ekki niður aftur. Eftir að hafa dúsað alla nótt- ina uppi í trénu heyrðu nágrann- arnir hjálparköll hans og köll- uðu á slökkviliðið. Kom það hon- um til bjargar eftir sólarhrings- dvöl upp í trénu. Pavel segist hafa frosið algjörlega þegar hann var kominn upp í tréð og sá hversu langt var niður. ■ Skrýtnafréttin ■ Rúmenskur maður festi sig uppi í tré eftir að hafa reynt að bjarga ketti.. KÖTTUR Í TRÉ Kötturinn var fastur uppi í tré og þorði ekki niður. Á móti Írafári Eldhúspartíið hefst með jóla-hlaðborði,“ segir söngvarinn Magni sem verður í stuði í eld- húspartíi FM 95,7 á Leikhúskjall- aranum í kvöld. „Það sem er sér- stakt við partíin í ár er að það eru alltaf tvær hljómsveitir samtímis á sviðinu. Skítamórall og Land og synir voru síðasta fimmtudag og eins og við er að búast þegar tvær hljómsveitir koma saman endaði það kvöld með ansi skrautlegu samspili.“ Á móti sól spilar á móti Írafári í kvöld. „Það er mjög góð vinátta milli hljómsveitanna tveggja en Írafár og Sóldögg eru helstu vina- bönd okkar hljómsveitar. Írafár mætir á svæðið með fiðluleikara og tvær bakraddasöngkonur, þær Margréti Eir og Regínu Ósk. Það verður troðið á sviðinu og mér finnst líklegt að kvöldið endi með áskorunarkeppni og heljarinnar stuði,“ segir Magni. Síðustu tvö árin hafa komið út geisladiskar með efni af tónleik- unum en fyrsti klukkutími eld- húspartísins í kvöld verður send- ur út í beinni frá Fm 95,7. „Tón- leikarnir eru svo teknir upp fyrir sjónvarp og verða sýndir á Popp- tíví. Þetta hefst rólega og hljóm- sveitirnar skapa skemmtilega stemningu með því að segja sögur af sjálfum sér en um leið og það er búið að slökkva á myndavélun- um hefst partíið fyrir alvöru.“ ■ Partí MAGNI ÁSGEIRSSON ■ Segir eldhúspartí FM 95,7 hefjast rólega en um leið og slökkt verði á sjónvarpsmyndavélunum hefjist stuðið fyrir alvöru. MAGNI Býst við alla vega áskorunum á Leikhúskjallaranum í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.