Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 41
41FIMMTUDAGUR 11. desember 2003 George Clinton kærður fyrir fíkniefnabrot TÓNLIST Lögfræðingur fönkmeist- arans George Clinton berst núna fyrir því að fá kærur á hendur tónlistarsmanninum felldar niður. George Clinton, sem er orðinn 63 ára gamall, var hand- tekinn í Flórída á laugardag eft- ir að poki af krakk-kókaíini og pípa fundust í fórum hans. Lög- fræðingur hans segir leit lög- reglu á Clinton hafa verið ólög- lega. Þar af leiðandi eigi að fella niður kærur. „Það er þegar orðið ljóst að staðreyndir varðandi handtöku George eru ónákvæmar og vill- andi á köflum,“ sagði Matt Will- ard lögfræðingur. Ef Clinton verður fundinn sek- ur gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. ■ GEORGE CLINTON George Clinton varð þekktur á sjöunda og áttunda áratugnum með hljómsveitunum Parli- ament og Funkadelic. Síðar hóf hann sólóferil en stofnaði sína eigin sveit, P-Funk All Stars. Laika leikur sér Ég veit að ég er alltaf að tönglastá því í þessum umsögnum mín- um að tónlistarmenn eigi að bjóða upp á eitthvað nýtt með hverri plötu. Enda er það bara listamönn- um hollt að vera í stöðugri þróun og kynna sér eitthvað nýtt. En svo auð- vitað lendir maður á plötum eins og nýju Laika plötunni. Sveitin er ekki að gera neitt hér sem hún hefur ekki gert áður. Lög- in eru byggð á stöðugum endur- tekningum hjá trommu og bassa á meðan aukahljóðfærin hlaðast á hvert annað þar til að seiðandi söngurinn tekur völdin. Þessa lýs- ingu mætti í rauninni nota á flest lög sveitarinnar frá því að fyrsta plata þeirra, Silver Apples of the Moon, kom út árið 1995. En í tilfelli Laika skiptir þróun- arleysið engu. Af hverju? Jú, af því tónlistin sem þau gera er engri annarri sveit lík. Alveg sér á báti og minnir ekki á neina aðra sveit. Lög- in eru góð og tónarnir ennþá ótrú- lega svalir og því gengur dæmið al- gjörlega upp. Það er í raun ótrúlegt að brautryðjanda sveit eins og Laika hafi aldrei náð upp á yfirborð- ið. Tékkið á þessari, ein af betri plötum ársins. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist LAIKA: Wherever I Am, I Am What is Missing KATIE HOLMES Stúlkan úr Dawson’s Creek mun næst vafra um skuggastræti Gotham-borgar. Katie Holmes í Batman KVIKMYNDIR Nú vinnur leikstjórinn ungi Christopher Nolan hörðum höndum að nýrri Batman-mynd sem bjarga á hetjunni frá frekari niðurlægingu. Myndin Batman & Robin frá árinu 1997 með þeim George Clooney og Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverk- um þótti heldur betur undarleg og ekki hefur verið gerð mynd síðan. Nolan, sem er þekktastur fyrir myndir sínar Memento og Insomnia, ætlar að sýna hetjuna í glænýju ljósi og að öllum líkind- um mun myndin gerast á undan þeirri fyrstu sem leikstjórinn Tim Burton gerði árið 1989 og skartaði Michael Keaton í aðalhlutverki. Talað er um að Christian Bale fari með aðalhlutverkið í þessari. Nýjustu fregnir herma svo að leikkonan Katie Holmes hafi ver- ið ráðin til þess að fara með hlut- verk kærustu Blaka í myndinni en hann virðist skipta um slíka í hverri mynd eins og James Bond. MADONNA LES FYRIR BÖRNIN Söngkonan Madonna fylgist hér með að- dáanda halda ánægðum á braut með árit- að eintak af bókinni sinni Eplin hans Peabodys sem hún gaf út í síðasta mán- uði. Sagan, sem komin er út í íslenskri þýðingu, fjallar um mikilvægi kennara og hvað slúður getur verið slæmt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.