Fréttablaðið - 11.12.2003, Page 41

Fréttablaðið - 11.12.2003, Page 41
41FIMMTUDAGUR 11. desember 2003 George Clinton kærður fyrir fíkniefnabrot TÓNLIST Lögfræðingur fönkmeist- arans George Clinton berst núna fyrir því að fá kærur á hendur tónlistarsmanninum felldar niður. George Clinton, sem er orðinn 63 ára gamall, var hand- tekinn í Flórída á laugardag eft- ir að poki af krakk-kókaíini og pípa fundust í fórum hans. Lög- fræðingur hans segir leit lög- reglu á Clinton hafa verið ólög- lega. Þar af leiðandi eigi að fella niður kærur. „Það er þegar orðið ljóst að staðreyndir varðandi handtöku George eru ónákvæmar og vill- andi á köflum,“ sagði Matt Will- ard lögfræðingur. Ef Clinton verður fundinn sek- ur gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. ■ GEORGE CLINTON George Clinton varð þekktur á sjöunda og áttunda áratugnum með hljómsveitunum Parli- ament og Funkadelic. Síðar hóf hann sólóferil en stofnaði sína eigin sveit, P-Funk All Stars. Laika leikur sér Ég veit að ég er alltaf að tönglastá því í þessum umsögnum mín- um að tónlistarmenn eigi að bjóða upp á eitthvað nýtt með hverri plötu. Enda er það bara listamönn- um hollt að vera í stöðugri þróun og kynna sér eitthvað nýtt. En svo auð- vitað lendir maður á plötum eins og nýju Laika plötunni. Sveitin er ekki að gera neitt hér sem hún hefur ekki gert áður. Lög- in eru byggð á stöðugum endur- tekningum hjá trommu og bassa á meðan aukahljóðfærin hlaðast á hvert annað þar til að seiðandi söngurinn tekur völdin. Þessa lýs- ingu mætti í rauninni nota á flest lög sveitarinnar frá því að fyrsta plata þeirra, Silver Apples of the Moon, kom út árið 1995. En í tilfelli Laika skiptir þróun- arleysið engu. Af hverju? Jú, af því tónlistin sem þau gera er engri annarri sveit lík. Alveg sér á báti og minnir ekki á neina aðra sveit. Lög- in eru góð og tónarnir ennþá ótrú- lega svalir og því gengur dæmið al- gjörlega upp. Það er í raun ótrúlegt að brautryðjanda sveit eins og Laika hafi aldrei náð upp á yfirborð- ið. Tékkið á þessari, ein af betri plötum ársins. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist LAIKA: Wherever I Am, I Am What is Missing KATIE HOLMES Stúlkan úr Dawson’s Creek mun næst vafra um skuggastræti Gotham-borgar. Katie Holmes í Batman KVIKMYNDIR Nú vinnur leikstjórinn ungi Christopher Nolan hörðum höndum að nýrri Batman-mynd sem bjarga á hetjunni frá frekari niðurlægingu. Myndin Batman & Robin frá árinu 1997 með þeim George Clooney og Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverk- um þótti heldur betur undarleg og ekki hefur verið gerð mynd síðan. Nolan, sem er þekktastur fyrir myndir sínar Memento og Insomnia, ætlar að sýna hetjuna í glænýju ljósi og að öllum líkind- um mun myndin gerast á undan þeirri fyrstu sem leikstjórinn Tim Burton gerði árið 1989 og skartaði Michael Keaton í aðalhlutverki. Talað er um að Christian Bale fari með aðalhlutverkið í þessari. Nýjustu fregnir herma svo að leikkonan Katie Holmes hafi ver- ið ráðin til þess að fara með hlut- verk kærustu Blaka í myndinni en hann virðist skipta um slíka í hverri mynd eins og James Bond. MADONNA LES FYRIR BÖRNIN Söngkonan Madonna fylgist hér með að- dáanda halda ánægðum á braut með árit- að eintak af bókinni sinni Eplin hans Peabodys sem hún gaf út í síðasta mán- uði. Sagan, sem komin er út í íslenskri þýðingu, fjallar um mikilvægi kennara og hvað slúður getur verið slæmt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.