Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 20
Ég er alveg hættur að botna í verk-laginu á ríkisstjórninni. Fyrst
kynnir sjávarútvegsráðherra að
ekki verði af boðaðri línuívilnun að
sinni. Þetta vekur kurr meðal helstu
hagsmunaaðila. Kemur þá ekki
sjávarútvegsráðherra með frum-
varp um línuívilnun. Félagsmálaráð-
herra lagði fram frumvarp um af-
nám atvinnuleysisbóta fyrstu þrjá
daga sem fólk var á atvinnuleysis-
skrá. Veldur það kurr meðal verka-
lýðshreyfingarinnar og hættir þá
ráðherrann við eftir að hafa marg-
neitað því áður. Lætur ummæli falla
á þá leið að þetta sé svo lítið mál að
ekki taki því að kalla yfir sig þessi
læti. Kemur þá fjármálaráðherra
fram með hugmyndir um að leggja
af sjómannaafsláttinn. Veldur það
kurr meðal sjómanna. Og miðað við
framgang annarra mála mun ráð-
herrann líklega hætta við allt saman.
Af þessu mætti draga þá ályktun
að ráðherrarnir hefðu engar sérstak-
ar tillögur fram að færa um neitt
sem skipti máli. Þeir sjá ekkert sem
betur mætti fara og eru byrjaðir að
skafa tunnurnar í ráðuneytunum.
Koma fram með einhver smámál en
eru tilbúnir að bakka með þau strax
aftur ef einhverjir eru óánægðir.
Ég vona að þetta sé rétt. Það er
verra ef ráðherrarnir hafa staðfasta
trú á málunum sínum en bakka samt
undan þrýstingi hagsmunasamtaka.
Slíkt ástand myndi leiða til þess að
hagsmunasamtökin réðu í raun öllu í
landinu og það væri hreinlegra að
þau tilnefndu ráðherra beint í stað
þess að gera þá afturreka með hvert
málið á fætur öðru.
Þriðji möguleikinn er að stjórnar-
samstarfið sé ekki nægilega traust;
að ríkisstjórnin standist illa átök
þessa dagana. Ráðherra sem nýtur
óskoraðs stuðnings ríkisstjórnarinn-
ar á að geta keyrt í gegn hvaða mál
sem er – nema mál sem eru vitlaus í
sjálfu sér. Ekkert ofangreindra mála
er það í raun; það má finna fyrir
þeim öllum ágæt rök. En þegar sam-
staða ráðherranna er veik verður
hver ráðherranna veikari. Það er fá-
títt að fólk sé svo sjálfu sér nægt að
það geti sótt fram án nokkurs stuðn-
ings samstarfsmanna. Ríkisstjórnin
er bakland ráðherranna og ef það
veikist slappast ráðherrarnir.
En svo getur verið að ástæðan
fyrir því að ráðherrarnir bakka með
málin sín sé sambland af öllu þessu
þrennu. Ríkisstjórnin er veik þessa
dagana – hún er ekki í stuði, eins og
börnin segja. Það veldur því að
stefnan er óljós og samhengi vantar
í þau mál sem ráðherrarnir leggja
fram. Og einurðina vantar til að
knýja mál fram og trúna á réttmæti
þess. Síðan er það viðvarandi vanda-
mál – og ekki bara á Íslandi heldur í
öllum lýðræðislöndum Vesturlanda –
hversu veikir stjórnmálamenn eru
gagnvart hagsmunasamtökum og
þrýstihópum. Til að standast þá þarf
ríkisstjórn að vera í stuði – sem okk-
ar virðist ekki vera. ■
Fræðimaðurinn John Trinkausvið Zicklin-viðskiptaháskólann
í New York hefur sérhæft sig í
rannsóknum á ýmsu því sem ein-
kennir borgarmenningu. Til að
mynda hefur Trinkaus rannsakað
hversu margir unglingar bera
derhúfur sínar þannig á höfðinu,
að derið snúi aftur, og hversu
margir viðskiptavinir í stórmörk-
uðum virða að vettugi tilmæli um
það hversu marga hluti þeir mega
taka með sér að hraðafgreiðslu-
kassanum. Trinkaus hlaut nýverið
hin heimsþekktu Ig-nóbelsverð-
laun fyrir framlag sitt til spaugi-
legra vísindarannsókna.
Einungis 1% sýndu ánægju
Guardian greinir frá því að nú
hafi Trinkaus beint sjónum sínum
að viðbrögðum barna í stórmörk-
uðum við jólasveininum. Spurn-
ingin var hvort börnin sýndu
greinilegan áhuga eða jafnvel
ánægju við að sjá jólasveininn.
Niðurstöðurnar eru vissulega at-
hyglisverðar. Trinkaus fylgdist
með alls 450 börnum og skráði
niður viðbrögð þeirra við jóla-
sveininum sem þau fengu að hitta
í einum af stórmörkuðum New
York borgar. Trinkaus leitaðist við
að skrá viðbrögðin á sem hlut-
lægastan máta og því var ekki að
neita, hefur hann sagt, að það sem
hann varð vitni að gerði hann dá-
lítið dapran og niðurdreginn. Yfir
95% af börnunum sýndu tómt
skeytingarleysi gagnvart jóla-
sveininum, sum börnin hikuðu ei-
lítið, en einungis 1% barnanna
sýndu einhvers konar gleðivið-
brögð, hlátur eða bros. Nokkur
börn urðu hrædd við jólasveininn.
Jarðbundnari börn?
Hins vegar vakti það furðu
Trinkaus að hinir fullorðnu brugð-
ist langflestir glaðir og ánægðir
við þegar þeir sáu jólasveininn.
„Hugsanlega er samfélagið að
harðna,“ segir Trinkaus við
Guardian. „Börnin eru kannski
ekki eins saklaus og þau voru
áður. Kannski verða þau fullorðn-
ari fyrr en áður, kannski of fljótt.
Bernskan er hugsanleg að hverfa
og ný jarðbundin kynslóð barna er
að vaxa úr grasi.“ ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um tvístígandi ríkisstjórn.
Úti í heimi
■ Rannsókn sýnir að bandarísk börn
taka jólasveininum af fálæti.
20 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Svo virðist sem Kínverjar hafiborið sig hyggilega að um-
byltingu efnahagslífsins um
landið síðan 1978. Þá var Kína
meðal allra fátækustu landa
heims, en svo er ekki lengur, þótt
landið sé að vísu enn langt undir
meðallagi. Þjóðartekjur á mann í
Kína árið 2001 voru þrisvar sinn-
um meiri en í Nígeríu, en þó að-
eins þriðjungur af tekjum á
mann í Tyrklandi og tæplega
einn þrítugasti af tekjum á mann
hér heima. Hvernig fóru Kín-
verjar að?
Áfangar
Þeir áttu tveggja kosta völ,
eftir að ljóst varð, að kommún-
isminn var kominn í þrot. Annar
kosturinn var að ráðast gegn
gömlum meinsemdum (t.d. risa-
vöxnum ríkisfyrirtækjum og rík-
isbönkum) og reyna að rífa þær
upp með rótum með öllu því um-
stangi, sem því hefði fylgt. Hinn
kosturinn var að reyna heldur að
skapa frjó skil-
yrði til framtaks
og nýbreytni
með því að veita
mönnum frelsi
til að stofna fyr-
irtæki, opna
landið og laða
erlent fjármagn
þangað inn og
leyfa nýgræð-
ingum að spjara
sig við hlið
hinna, sem fyrir
voru: láta mark-
aðinn sem sé
ráða ferðinni.
Umbætur í ein-
um rykk frekar
en í áföngum
komu ekki til
álita, enda þótt
skjótar umbæt-
ur skiluðu yfir-
leitt meiri árangri í Austur-Evr-
ópu en hægagangur. Hér þurfti
að gá að því, að kommúnistaríkin
í Austur-Evrópu voru iðnríki,
Kína frumstætt landbúnaðar-
land. Það var ekki árennilegt að
reyna að einkavæða samyrkjubú-
in í Kína á einu bretti: það hefði
verið óðs manns æði. Hitt virtist
hyggilegra að veita bændum frel-
si til að fara með afurðir sínar á
markað frekar en að selja þær
ríkinu undir markaðsverði, og ár-
angurinn lét ekki á sér standa:
hagur bænda vænkaðist. Frívæð-
ingin hafði forgang, einkavæð-
ingin var látin bíða.
Þetta var fyrsta skrefið. Þegar
Kínverjar sáu, að frívæðing land-
búnaðarins hafði tekizt, færðu
þeir sig upp á skaftið og hófu ein-
nig markaðsbúskap annars stað-
ar í hagkerfinu. Þessa sér nú stað
einkum meðfram ströndum
landsins og í stórborgum, sem
hafa gerbreytt um svip á fáeinum
árum. Lífskjör almennings í
borgunum hafa gerbreytzt til
batnaðar: umskiptin eru lyginni
líkust. Eftir stendur einokun
kommúnistaflokksins á stjórn-
málavettvangi. Henni hlýtur að
linna smám saman, því að ein-
ræði fær ekki staðizt til lengdar í
landi, þar sem lífskjörum fólks-
ins og menntun fleygir fram.
Einokun er óþörf
Þessi kínversku búhyggindi -
að hrinda umbótum fram með
því að leyfa einkarekstri og rík-
isrekstri að lifa hlið við hlið -
eiga erindi við Íslendinga og
aðra Evrópumenn, sem hafa hik-
að við að nýta sér kosti markaðs-
búskapar í heilbrigðis- og
menntamálum. Höldum okkur
við Ísland: almannavaldið treyst-
ir sér bersýnilega ekki til að
reiða fram það fé, sem þarf til að
veita almenningi þá þjónustu,
sem hann ætlast til að fá í skól-
um landsins og sjúkrastofnun-
um. Vandinn á eftir að ágerast
einkum í heilbrigðisþjónustunni,
eftir því sem þjóðin eldist, þ.e.
gömlu fólki fjölgar. Úr því að það
virðist vera borin von, að al-
mannavaldið leysi vandann, þá
verður það að veita einkageiran-
um svigrúm til að fylla skarðið.
Það þarf að veita skólum færi á
því að afla rekstrarfjár með
álagningu skólagjalda, enda
myndu nemendur og foreldrar
þeirra þá trúlega taka meiri þátt
í skólastarfinu en ella. Það þarf
einnig að greiða götu þeirra, sem
vilja stofna og reka einkaskóla til
að koma til móts við ólíkar óskir
og þarfir almennings. Í heil-
brigðiskerfinu þarf með líku lagi
að ýta undir þá, sem vilja stofna
og starfrækja hjúkrunarheimili
handa veikum og öldruðum, t.d.
með skattfríðindum. Ríkið og
byggðirnar geta haldið áfram að
reka spítala og skóla eins og
áður, en líklegt virðist, að ýmis-
legt í ríkisrekstrinum í heilbrigð-
is- og menntamálum myndi
breytast til batnaðar með auk-
inni fjölbreytni og samkeppni.
Hvernig er þetta í Kína? Þar
tíðkast skólagjöld á öllum skóla-
stigum. Sú skipan orkar þó tví-
mælis í svo fátæku landi, þar
sem fimmtándi hver karl er ólæs
og fimmta hver kona, en ólæsi
hefur þó að mestu leyti verið út-
rýmt meðal ungs fólks. Spítala-
gjöld tíðkast einnig í Kína, en
þau eru e.t.v. ótímabær þar af
sömu sökum og skólagjöld: það
er álitamál.
Almannavaldið gegnir lykil-
hlutverki í heilbrigðis- og
menntamálum og velferðarmál-
um, þegar öllu er á botninn
hvolft: það þarf að tryggja viðun-
andi lágmarksþjónustu, hafa eft-
irlit með einkarekstri og halda
úti víðtækum almannatrygging-
um, svo að öruggt sé, að helzt
enginn beri skarðan hlut frá
borði, allra sízt þeir, sem höllum
fæti standa. En einokun er óþörf
og skilar ekki heldur tilætluðum
árangri. Spyrjið Kínverja. ■
„Geirræði“
Halldór Þorsteinsson skrifar:
Er „Geirræði“ það sem koma skal?Um er að ræða eðlisþátt í fari
hæstvirts fjármálaráðherra sem
sennilega kom fyrst berlega í ljós
meðan svonefnd samráðsnefnd var
starfandi. Nefndin var skipuð fulltrú-
um eldri borgara og Þórarni V. Þórar-
inssyni, skógræktarmanninum út-
sjónarsama, og var hann fulltrúi rík-
isins og jafnframt nefndarformaður.
Í beinu framhaldi ætla ég að leyfa
mér að vitna í greinarkorn eftir mig,
sem birtist í Morgunblaðinu um
nefndarstörfin:
„... eina góða, eða réttara sagt
vonda, fundarstund bárust fyrirskip-
anir frá fjármálaráðherra þess efnis
að nefndarmönnum væri með öllu
óheimilt að ræða um skattamál.
Mörgum þótti þar heldur betur
brydda á ráðríki hans, yfirgangi og
því sem ég vil nú kalla „Geirræði“,
sem er andstæða eða andhverfa lýð-
ræðis.“
Þessi lýðræðissinni hefur nú
gengið fram fyrir skjöldu og mælt
fyrir frumvarpi um róttækar breyt-
ingar á lögum um réttindi og skyldur
ríkisstarfsmanna. Samkvæmt því
munu forstöðumennirnir ekki lengur
þurfa að áminna starfsmann skrif-
lega áður en honum er sagt upp störf-
um. Jafnframt er ætlunin að svipta
starfsmenn andmælarétti.
Æðimörgum er spurn hverjar af-
leiðingarnar kynnu að vera af þessu
frumvarpi. Ef yfirmaður, sem er ekki
endilega fullkominn, ber óvildarhug
til starfsmanns sem ekki hefur brot-
ið af sér og víkur honum úr starfi,
virðist hann hafa fulla heimild til
þess eftir anda og inntaki frumvarps-
ins. Ennfremur ætti forstjóra með
slagsíðu á heilanum vera í lófa lagið
að losa sig við starfsmann, sem hann
telur vera andsnúinn ríkisstjórninni
og með vinstri slagsíðu. Þar skyldi þó
aldrei hundurinn vera grafinn?
Ég segi bara að lokum; Guð hjálpi
öllum sönnum Íslendingum ef „Geir-
ræði“ af þessu tagi fær að grassera
taumlaust hér á landi. Það þýddi m.a.
alvarlega skerðingu á sjálfsögðum
mannréttindum. ■
Kínverska leiðin
■ Bréf til blaðsins
Er börnunum sama
um jólasveininn?
Ekki stuð á stjórninni
„Þessi kín-
versku bú-
hyggindi - að
hrinda um-
bótum fram
með því að
leyfa einka-
rekstri og rík-
isrekstri að
lifa hlið við
hlið - eiga er-
indi við Ís-
lendinga og
aðra Evrópu-
menn
Heillandi falleg
Verð 17.500
í
JÓLASVEINAR
Rannsók bandaríska fræðimannsins John Trinkaus sýnir að jólasveinar í New York virðast
ekki ná jafnvel til barna og áður.
ÞORVALDUR
GYLFASON
■ skrifar um
heilbrigðis- og
menntamál og
Kína.
Um daginnog veginn