Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 50
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Hádegistónleikar í boði
Hafnarborgar. Þórunn Guðmundsdótt-
ir sópran syngur við undirleik Antoníu
Hevesi. Á efnisskrá tónleikanna eru ís-
lensk jólalög. Ókeypis aðgangur.
20.00 Kvennakórinn Kyrjurnar
heldur árlega jólatónleika sína í Sel-
tjarnarneskirkju.
20.00 Tónleikar í tilefni af opnun
heimasíðunnar MP3.is verða á NASA.
Týr, Vínyll, Amos, Margrét Eir og Noise
eru meðal þeirra sem koma fram.
20.30 Barnakórinn Góðir Hálsar,
Karlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Grenivíkur
og Samkór Svarfdæla koma fram á að-
ventutónleikum í Dalvíkurkirkju.
20.30 Gospelsystur Reykjavíkur,
Stúlknakór Reykjavíkur og Kvennakór-
inn Vox feminae halda aðventutónleika
í Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Margrét
J. Pálmadóttir.
21.30 Kvartett trompetleikarans
Snorra Sigurðarsonar spilar djass á
Kaffi List í kvöld. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
22.00 Havanasextett Tómasar R.
Einarssonar heldur tónleika á Hress-
ingarskálanum í Austurstræti.
22.00 Clever & Smart spila á Bar
11. Aðgangur er ókeypis.
22.00 Hljómsveitirnar Jan Mayen
og Noise spila á Stefnumóti Undirtóna
á Grand Rokk í kvöld. Ókeypis inn.
22.00 Heiða og Heiðingjarnir eru
með útgáfutónleika á Nelly’s. Hljóm-
sveitin Miðnes hitar upp.
■ ■ LISTOPNANIR
11.00 Sýning á verkum úr
Carnegie Art Award 2004 verður opn-
uð í Gerðarsafni, Listasafni Kópóvogs
af ráðherranum Tómasi Inga Olrich.
■ ■ SKEMMTANIR
11.12 Vefsíðan MP3.is verður
formlega opnuð í Kringlunni. Kungfú
og Þórey Heiðdal taka lagið og Texta-
varp, sigurvegarar Rímnaflæðis 2003,
taka nokkrar rímur.
21.00 Einar Ágúst og Gunnar Óla
trúbbast á Glaumbar til klukkan 23. Eftir
það tekur Þór Bæring við og þeytir skíf-
um.
21.00 FM957 heldur sitt annað
eldhúspartý í Leikhúsjallaranum. Þar
munu böndin Írafár og Á móti sól
troða upp saman.
23.00 MTV Tónlist á öllum tjöldum
og dj Lilja í búrinu á Dátanum á Akur-
eyri í kvöld.
Dj Kári spilar djass, funk og soul ásamt
gestum í Setustofunni, Lækjargötu 10.
Funk Harmony Park spilar á Kapital
ásamt Chiko Rockstar. Einnig verða
plötusnúðarnir Exos & Tómas THX, og
dj Ricardo Cuellar.
■ ■ FYRIRLESTRAR
16.00 Bandaríkjamaðurinn Kyle
Balda, sem er einn reyndasti tölvukvik-
ari heims, heldur fyrirlestur um tölvu-
kvikun (computer animation) í kvik-
myndum á Nordica Hóteli í Reykjavík.
■ ■ FUNDIR
20.00 Jólafundur slysavarna-
kvenna í Reykjavík verður í Höllubúð.
Munið jólapakkana.
■ ■ SAMKOMUR
10.30 Árdegisdagskrá fyrir unglinga
í forsal Borgarleikhússins. Rithöfund-
arnir Sölvi Björn Sigurðsson og Andri
Snær Magnason eru meðal þeirra sem
lesa úr bókum sínum.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is
11. desember 2003 FIMMTUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
8 9 10 11 12 13 14
DESEMBER
Fimmtudagur
Það verður heljarinnar gleðiþarna og mikið um tryllta
takta. Þetta verður mikil upplif-
un,“ lofar Mr. Minute, einn fimm
meðlima í rafhljómsveitinni Funk
Harmony Park, sem kemur fram
á Kapital í kvöld ásamt náunga
sem kallar sig Chiko Rockstar.
„Hann er bráðskemmtilegur
raftónlistarmaður sem er að gera
fína hluti,“ segir Mr. Minute, sem
eins og fleiri í þessum geira kemur
sjaldnast fram undir réttu nafni.
„Það er partur af þessu að koma
fram undir öðrum nöfnum. Þessir
stærstu eru kannski með 4-6 nöfn
og eru þá með mismunandi stíla og
stæla þegar þeir koma fram.“
Mr. Minute spilar á synta og
tölvur og tól af ýmsu tagi. Með
honum í Funk Harmony Park eru
bassa- og gítarleikarinn Elvis2,
sem jafnframt spilar á ýmis fram-
andleg strengjahljóðfæri, plötu-
snúðurinn Dj Sick Rich, sem notar
ýmsa effecta, gítar- og bassaleik-
arinn og tölvugrúskarinn Protokol
og Roofuz, sem eins og Mr.
Minute spilar á synta og ýmis
tæki og tól.
Tónlist þeirra félaga er að
stærstum hluta elektrónísk en
þeir nota engu að síður mikið af
órafmögnuðum hljóðfærum við
tónsköpunina, þótt kannski verði
að hlusta grannt til að heyra það í
lokaútkomunni.
„Í rauninni höfum við alltaf
gert músík án þess að leggja það
upp fyrir fram hvernig hún á að
verða. Þetta svona flæðir og við
reynum í lengstu lög að varðveita
það. En samt þráum við rytmann
og erum mjög rytmaelskir.“
Funk Harmony Park hefur
starfað í um það bil tvö ár, en lítið
komið fram opinberlega til þessa.
Þó hafa þeir tvisvar spilað á
Airwaves-tónlistarhátíðinni í
Reykjavík og verða á Hróars-
kelduhátíðinni í Danmörku í
sumarbyrjun.
Núna í september gáfu þeir út
stóra EP-plötu sem heitir Essence
og hefur fengið mjög góð við-
brögð. Hún er til sölu í Tólf tón-
um, Frumunni og Nonnabúð.
Á tónleikunum í kvöld verða
einnig plötusnúðarnir Exos og
Tómas T.H.X. ásamt dj Ricardo
Cuellar. ■
■ TÓNLEIKAR
Mikið um tryllta takta
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790
Langar þig í mynd af Reykjavík t.d frá árunum
1910, 1930 eða 1950? Verð frá 1.000 kr.
Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari
upplýsingar í síma 563 1790.
Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16.
Opnunartími sýninga virka daga
12-19 og 13-17 um helgar.
Aðgangur ókeypis
www.listasafnreykjavikur.is
Sími 590 1200
Minjasafn Reykjavíkur
Árbæjarsafn - Viðey
www.arbaejarsafn.is
s: 577-1111
Árbæjarsafn:
Jólasýning sunnudag
opið kl. 13-17.
Kertasteypa - Jólasöngvar
Föndur - Jólasveinar
Laufabrauðsskurður
ofl.ofl.
Menningarmiðstöðin Gerðuberg.
Sími 575 7700. www.gerduberg.is
s. 563 1717
Upplýsingar um afgreiðslutíma
s. 552 7545 og á heimasíðu
www.borgarbokasafn.is
BROT AF ÞVÍ BESTA
4. desember kl. 20:30 Jóladjass og
upplestur í anddyri Borgarleikhússins
Ókeypis aðgangur
www.borgarbokasafn.is
Minjasafn Orkuveitunnar
Breyttur opnunartími hjá
Minjasafni Orkuveitunnar
Nýju tímarnir eru:
mán.-fös. 13-16
sun. 15-17
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
www.rvk.is/borgarskjalasafn, sími: 563 1770
HAFNARHÚS, 10-17
Ólafur Magnússon, Dominique Perrault, Erró-
stríð. Leiðsögn Ingu Láru Baldvinsdóttur um
Ólaf Magnússon sunnudag kl. 15.00.
KJARVALSSTAÐIR, 10-17
Kjarvalsstaðir 30 ára, Ferðafuða, Kjarval.
Leiðsögn alla sunnudag kl. 15.00.
ÁSMUNDARSAFN, 13-16
Ásmundur Sveinsson ñ Nútímamaðurinn.
Brian Pilkington. Til hamingju með
Dimmalimm verðlaunin!
Þetta vilja börnin sjá! 22. nóv.-11. jan.
Sýning á myndskreytingum úr
nýútkomnum íslenskum barnabókum.
Þar geta börn valið þá myndskreytingu
sem þeim þykir best.
Krakkar, munið að taka þátt í
kosningunni!
Steinvör Bjarnadóttir sýnir í Félagsstarfi.
ólíkt ? en líkt
Úr fjölskyldualbúmum frá Alabama
Sýning á 6. hæð Tryggvagötu 15
13. des 2003 ? 2. feb. 2004
Opin mán.-fim. 10-20,
fös. 11-19 og um helgar 13-17
Aðgangur ókeypis
Miðasalan, sími 568 8000
STÓRA SVIÐ
LÍNA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT
Su 14/12 kl 14 - UPPSELT
Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT
Su 28/12 kl 14 - UPPSELT
Lau 3/1 kl 14
Su 4/1 kl 14
Lau 10/1 kl 14
Su 11/1 kl 14
Su 18/1 kl 14
Lau 24/1 kl 14
Su 25/1 kl 14 - UPPSELT
Lau 31/1 kl 14
ÖFUGU MEGIN UPPÍ
e. Derek Benfield
Fö 9/1 kl 20
NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ
SPORVAGNINN GIRND
e. Tennessee Williams
Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500
FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT
Su 28/12 kl 20
Fö 2/1 kl 20
Lau 3/1 kl 20
KVETCH
e. Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Fö 12/12 kl 20 AUKASÝNING
Allra síðasta sýning
BROT AF ÞVÍ BESTA
í samstarfi við KRINGLUSAFN BORGARGÓKA-
SAFNSINS og KRINGLUNA
Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum:
Hallgrímur Helgason, Hlín Agnarsdóttir,
Flosi Ólafsson, Guðmundur Steingrímsson,
Ævar Örn Jósepsson og Sigurður Pálsson
Jóladjass: Davíð Þór Jónsson, Óskar Guðjóns-
son
Í kvöld kl 20:30 - Aðgangur ókeypis
TIL SÖLU ALLA DAGA:
LÍNU-BOLIR, LÍNU-DÚKKUR,
LÍNU-LYKLAKIPPUR, HERRA NÍELS, HESTURINN,
GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900
GJAFAKORT Á CHICAGO KR. 2.900
ALMENN GJAFAKORT - GILDA ENDALAUST
ATH: SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓT
Ósóttar pantanir seldar daglega
Lau 13/12 kl. 18.00 uppselt
Lau 13/12 kl. 22.00 örfá sæti laus
Sun 14/12 kl. 19.00 uppselt
Lau 20/12 kl. 15.00 laus sæti
Sun 21/12 kl. 15.00 laus sæti
LOFA MIKILLI UPPLIFUN Á KAPITAL
Mr. Minute og Elvis2 eru tveir af þremur meðlimum rafsveitarinnar Funk Harmony Park,
sem verður með heljarinnar skemmtun á Kapital í kvöld ásamt Chiko Rockstar.
Best í bænumer að fara í
kvennagufuna í
Vesturbæjarlaug-
inni,“ segir söng-
konan Heiða en
hún verður með
útgáfutónleika á Nelly’s í kvöld.
„Vesturbæjarlaugin er algjör
orkubrunnur og þegar allt annað
þrýtur þá fer ég þangað til að fara
í sund, gufu og heita pottinn.“
Bestí bænum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
Laugardagur 13. desember kl. 20
JÓLATÓNLEIKAR BORGARDÆTRA
Andrea, Ellen og
Berglind ásamt
hljómsveit syngja
jólalög í bráð-
skemmtilegum útsetningum.
Sunnudagur 14. desember kl. 16 og kl. 20
TÍBRÁ: Klassískt jólakonfekt.
Gestir: Skólakór Kársness. KaSa hópurinn býð-
ur til jólaveislu þar sem leiknar verða sígildar
perlur og jólalög. Jólasveinninn kemur í heim-
sókn. Stórfjölskyldan boðin velkomin með
ókeypis aðgöngumiðum fyrir alla yngri en 20
og eldri en 60 ára.
Miðaverð: 1.500 kr.