Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 10
10 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR FRIÐUR Í EGYPTALANDI Celia Sandys, barnabarn Winstons Churhill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, gefur sig á tal við egypska drengi í friðarathöfn á safni í Kaíró. Atvinnuleysi 3% í nóvember: Eykst á ný ATVINNULEYSI Atvinnuleysi mæld- ist 3% á landinu í nóvember, samanborið við 2,8% í október. Skráðir atvinnuleysisdagar á landinu öllu í nóvember jafn- gilda því að 4.400 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum. Á heimasíðu Vinnumálastofn- unar kemur fram að 5.072 manns voru á atvinnuleysisskrá í gærmorgun. Atvinnuleysið er mest á Suð- urnesjum, 3,4%, og á höfuðborg- arsvæðinu, 3,3%. Minnsta atvinnuleysið er hins vegar á Norðurlandi vestra, 1,7%, og á Vesturlandi, 1,8%. Atvinnuleysi meðal kvenna er mest á Suðurnesjum 4,5% en minnst á Norðurland vestra, 1,8%. Atvinnuástand karla er verst á höfuðborgarsvæðinu, þar mælist það 3,1% en hlutfall karl- anna er lægst á Vesturlandi, 1,2%. Vinnumálastofnun segir, að vegna árstíðasveiflu aukist framboð vinnuafls í desember og aukning sé í tímabundnum störf- um í þeim mánuði. Því sé líklegt að atvinnuleysið breytist lítið og verði á bilinu 2,9% til 3,2%. ■ Þingsályktunartillaga Kirkjugripi í kirkjurnar ALÞINGI Séra Önundur S. Björns- son, varaþingmaður Samfylking- ar, hefur lagt fram þingsályktun- artillögu um að skipuð verði nefnd til að vinna að því að kirkju- gripum í vörslu Þjóðminjasafns verði skilað í kirkjurnar þar sem þeir voru upphaflega í eða afhent- ir söfnum heima í héraði. Önundur segir í greinargerð að frá upphafi 20. aldar hafi aðilar á vegum Þjóðminjasafns safnað og jafnvel numið á brott hluti úr kirkjum. Mörgu hafi verið bjarg- að með því móti en nú sé kirkja yfirleitt vel gætt og vel hugsað um kirkjugripi. ■ Hallgrímur Helgason Hlín Agnarsdóttir Flosi Ólafsson Guðmundur Steingrímsson Ævar Örn Jósepsson Sigurður Pálsson Ókeypis aðgangur Fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 20:30 lesa rithöfundarnir Brot af því besta upplestur og tónlist í anddyri Borgarleikhússins Lifandi jóladjass Kaffihúsastemning í anddyri Borgarleikhússins. Upplestur úr nýjum bókum og ljúfir djasstónar. VERST Í REYKJAVÍK Atvinnuleysið er nú 3%. Verst er ástandið á Suðurnesjum en þar mælist atvinnuleys- ið 3,4%. Þar eru líka flestar konur án atvinnu en atvinnuástand meðal karla er verst á höfuðborgarsvæðinu. ATVINNULEYSI 2003 VINNUMARKAÐUR Fyrir lá í seinustu viku að þrír þingmenn Framsókn- arflokks væru andvígir þeim áformum félagsmálaráðherra að skerða atvinnuleysisbætur. Á þ i n g f l o k k s f u n d i flokksins kom fram að Birkir Jón Jóns- son, Kristinn H. Gunnarsson og Jón- ína Bjartmars væru algjörlega andvíg hugmyndum um að skerða kjör atvinnulausra með því að greiða ekki bætur fyr- ir fyrstu þrjá dagana. Áður hafði Kristinn H. varað ráðherrann við í þingræðu. Félagsmálaráðherra ætlaði sér að spara 170 milljónir króna með því að skerða kjör atvinnulausra en leggja meira til málefna fatl- aðra í staðinn. Fleiri í þingflokkn- um höfðu efasemdir við þessa leið ráðherrans til að skera niður út- gjöld. „Allt sem fram fer á þing- flokksfundum er trúnaðarmál og ég vil ekkert um þetta mál segja annað en að ég styð félagsmála- ráðherra í málinu,“ segir Birkir Jón, aðspurður um andstöðu sína og mótmæli. Þrátt fyrir þessa andstöðu inn- an eigin flokks sagði ráðherrann við Fréttablaðið föstudaginn 5. des. að ríkisstjórnin héldi fast við þau áform sín að greiða ekki at- vinnuleysisbætur fyrstu þrjá dag- ana sem fólk er skráð atvinnu- laust. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingmenn Framsóknar- flokks hafi viljað gefa félagsmála- ráðherra tíma til þess að bakka út úr málinu sem hann og gerði með eftirminnilegum hætti í fyrradag. Þetta þykir lýsa pólitískum klaufaskap og vera mikill ósigur fyrir ráðherrann sem hefur statt og stöðugt haldið því fram að hann myndi flytja frumvarp til breytin- gar á lögunum í umrædda veru. Raddir eru uppi um að Árni Magnús- son hafi brugð- ist Jóni Kristjánssyni heilbrigðis- ráðherra með því að eiga þá hug- mynd innan ríkisfjármálanefndar fjögurra ráðherra að leggja heil- brigðisráðherra ekki til þær 500 milljónir króna sem hann taldi sig þurfa til að standa að fullu við samning til öryrkja. Auk Árna Magnússonar sitja í ráðherra- nefndinni Davíð Oddsson forsæt- isráðherra, Geir Haarde fjár- málaráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. rt@frettabladid.is Þrír þingmenn gegn ráðherra Þingflokkur Framsóknarflokksins lagðist í seinustu viku gegn áformum ráðherra um að skerða atvinnuleysisbætur. Þrír þingmenn lýstu harðri andstöðu. BIRKIR JÓN JÓNSSON Þingflokksfundir eru trúnaðarmál. ■ Ráðherrann ætlaði sér að spara 170 milljónir. ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 Mikið úrval af úlpum Hugmynd að jólagjöf ÁRNI MAGNÚSSON Varð undir með atvinnuleysismálið í eigin þingflokki. KRISTINN H. GUNNARSSON Varaði ráðherrann við í þingræðu. JÓNÍNA BJARTMARZ Lagðist gegn áformum félagsmálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.