Fréttablaðið - 11.01.2004, Qupperneq 15
16 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR
■ Viðskipti
Veislan búin en nóg til
Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka eru tiltölulega bjartsýnar á hlutabréfamarkaðinn á árinu. Hækkanir lið-
ins árs eru ekki líklegar til þess að sjást í ár. Efnahagshorfur eru góðar og bjartsýnin hefur þegar birst í verði hlutabréfa
helstu félaganna í Kauphöllinni.
HLUTABRÉF Ef síðastliðið ár var
gamlárskvöld á íslenskum hluta-
bréfamarkaði, þá er árið í ár
þrettándinn. Ef 2003 var stór-
veisla er 2004 huggulegt matar-
boð. Úrvalsvísitala Kauphallar Ís-
lands hækkaði um 56%. Hækkun
sem fáir hefðu spáð fyrir ári. Nú
gerir greiningardeild Íslands-
banka ráð fyrir því að hækkun
þessa árs verði á bilinu 10 til 15%,
mest á fyrri hluta ársins.
Atli B. Guðmundsson og Stef-
án Broddi Guðjónsson fylgdu af-
komuspá bankans úr hlaði. Þeir
telja bjartsýni hafa ríkt á mark-
aðnum að undanförnu og að sú
bjartsýni sé á rökum reist. Hins
vegar benda þeir á að eftir mikl-
ar hækkanir að undanförnu séu
fáar öruggar hafnir á íslenskum
hlutabréfamarkaði. Leita megi
vars í innlendum skuldabréfa-
markaði.
Greiningardeild Landsbankans
sendi einnig frá sér spá um af-
komu ársins 2004. Báðar greining-
ardeildirnar gera ráð fyrir því að
dragi úr hagnaði bankanna. Árið í
ár er metár í afkomu íslenskra
banka. Mikill gengishagnaður af
hlutabréfum og skuldabréfum var
á árinu og hvorug greiningar-
deildin býst við viðlíka afkomu af
þeim eignum á árinu 2004.
Allt stefnir í að KB banki verði
það fyrirtæki skráð á markaði
sem muni skila mestum hagnaði í
fyrra. Spá greiningardeilda gerir
ráð fyrir að hagnaður bankans
verði vel á áttunda milljarð. Ekk-
ert fyrirtæki í Kauphöllinni getur
ýtt KB banka úr fyrsta sætinu á
síðasta ári. Sé horft til þessa árs
gæti spennan orðið meiri. Bæði
Íslandsbanki og Landsbanki gera
ráð fyrir verulegri hagnaðaraukn-
ingu Pharmaco á árinu 2004 um
leið og búist er við örlitlum sam-
drætti hagnaðar hjá KB banka.
Spennandi getur orðið að sjá hver
situr í fyrsta sætinu yfir mestan
hagnað ársins eftir ár.
Pharmaco og bankarnir
Ein þeirra kennitalna sem not-
aðar eru við mat á verði hluta-
bréfa er svokallað VH-gildi. Þá er
hagnaði deilt upp í verðmæti fyr-
irtækisins. Vænt VH-gildi er þeg-
ar þeim hagnaði sem er spáð fyrir
árið er deilt upp í núverandi mark-
aðsverð. Vænt VH-gildi markað-
arins í heild sinni fyrir árið í ár er
15,1 hjá greiningardeild Íslands-
banka og 14,9 hjá Landsbanka. Að
mati Landsbankans sýnir þetta
gildi að markaðurinn sé fremur
hátt verðlagður þegar litið er til
hagnaðarspár bankans. Samhljóm-
ur er því í mati bankanna um að
fátt sé um augljós kauptækifæri á
markaðnum.
Töluverð óvissa er í þeim spám
sem greiningardeildirnar birta
fyrir árið 2004, sérstaklega hjá
þeim fyrirtækjum sem taka örum
breytingum. Þetta gildir sérstak-
lega um útrásarfyrirtækin. Frétt-
ir af þessum fyrirtækjum geta því
breytt forsendum spánna veru-
lega.
Horfur efnahagslífisins fyrir
árið eru góðar að mati greiningar-
deilda bankanna. Mikið fé í um-
ferð, sem styrkir eftirspurnarhlið
hlutabréfamarkaðar. Bent hefur
verið á að skortur sé á félögum í
kauphöllinni, sem endurspegli
innlenda hagsveiflu. Útrásar-
fyrirtækin gjalda sterkrar krónu,
sem er fylgifiskur erlendrar stór-
iðjufjárfestingar, á sama tíma og
innflutningsfyrirtæki njóta krón-
unnar. Bankarnir munu hins veg-
ar njóta innlendrar hagsveiflu.
Sjávarútvegurinn er sá þáttur
atvinnulífsins sem minnstar
væntingar eru til um þessar
mundir. Lækkandi verð sjávar-
afurða í erlendum myntum, auk
sterkrar krónu, gerir það að verk-
um að rekstrarskilyrði greinar-
innar hafa versnað. Ekki er því
búist við mikilli spennu fyrir
bréfum útgerðarfélaga, ef frá er
talin salan á Brimi.
Fjárfestar munu fram eftir ári
fylgjast með afkomu Pharmaco
og bankanna. Uppgjör þessara
fyrirtækja á fyrri helmingi ársins
munu að mati Íslandsbanka ráða
miklu um markaðsaðstæður á síð-
ari hluta ársins.
haflidi@frettabladid.is
AFKOMUSPÁ ÍSLANDSBANKA
Velta Hagnaður
2004 2003 2004 2003
Bakkavör 20.232 17.469 1.909 1.790
Eimskipafélag Íslands 33.739 30.671 1.884 2.626
Grandi 5.395 5.235 344 926
Flugleiðir 39.612 37.415 1.581 1.766
Jarðboranir 2.400 1.573 312 183
Marel 9.863 9.042 406 355
Nýherji 5.097 4.534 20 79
Og fjarskipti 6.560 6.182 97 -448
Opin kerfi 12.933 11.087 198 -67
Pharmaco 42.891 29.082 7.657 3.590
Samherji 13.000 12.810 750 990
SH 64.132 59.936 827 533
SIF 66.700 60.554 459 440
Síldarvinnslan 8.970 9.357 217 262
Þorbjörn Fiskanes 4.000 3.865 24 272
Þormóður rammi - Sæberg 5.075 4.924 218 539
Vinnslustöðin 3.350 3.161 105 185
Össur 8.542 7.233 709 303
BANKAR
Hreinar rekstrartekjur Hagnaður
2004 2003 2004 2003
KB banki 30.382 30.795 6.660 7.434
Landsbanki Íslands 18.982 19.200 3.650 3.879
RÖKRÉTT BJARTSÝNI
Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka, fylgir afkomuspá bankans úr hlaði. Íslandsbankamenn búast við ágætu
ári á hlutabréfamarkaði, þótt það verði ekki í líkingu við metárið í fyrra.
AFKOMUSPÁ LANDSBANKA
Velta Hagnaður
2004 2003 2004 2003
Bakkavör 19.793 17.469 2.003 1.774
Grandi 5.490 5.120 540 940
Flugleiðir 39.926 37.845 2.220 1.548
Marel 9.964 8.967 398 270
Og fjarskipti 6.765 6.156 130 -424
Opin kerfi 15.617 11.860 375 -72
Pharmaco 39.773 27.815 7.404 3.795
Samherji 13.010 12.490 1130 960
SH 66.779 59.685 723 527
SIF 72.526 62.073 409 430
Síldarvinnslan 10.180 9.980 470 400
Þorbjörn Fiskanes 4.150 3.910 290 370
Þormóður rammi - Sæberg 4.890 4.780 270 480
Vinnslustöðin 3.350 3.161 105 185
Össur 8.450 6.691 707 295
BANKAR
Hreinar rekstrartekjur Hagnaður
2004 2003 2004 2003
Íslandsbanki 26.500 19.428 5.730 5.693
KB banki 30.944 31.265 7.328 7.880
ÚTRÁS Sex þotna innrásarher hóf
sig til flugs um helgina. Áfanga-
staðirnir voru Bretland, Þýska-
land og Danmörk. Þoturnar voru
ekki orrustuþotur, heldur breið-
þotur af stærstu gerð. Farmurinn
ætti að gleðja hjörtu vinveittra
nágranna okkar, því farmurinn er
150 tonn af hjartalyfinu
Ramiprils, sem er samheitalyf
framleitt af Pharmaco. Þegar
einkaleyfi frumlyfsins rann út
flugu hlaðnar þoturnar inn í loft-
helgi landanna. Verðmæti farms-
ins er 2,6 milljarðar króna.
Róbert Wessman, forstjóri
Pharmaco, segir það hafa mikla
þýðingu að vera fyrstir á markað
með samheitalyf. „Verðið er hæst
í upphafi, þegar einkaleyfi rennur
út, og það er keppikefli samheita-
lyfjafyrirtækja að selja sem mest
á þeim tíma. Eins og í þessu tilviki
erum við búin að semja við 20
samheitalyfjafyrirtæki um sölu
lyfsins næstu fimm ár. Það skiptir
því miklu að vera fyrstur, því búið
er að semja við stærstu aðilana
þegar þeir næstu koma.“
Róbert segir hjartalyfið flókið
að allri gerð og því hafi margir
þeir sem hófu þróun á því í upphafi
helst úr lestinni. „Þar njótum við
tvímælalaust öflugs þróunarstarfs
fyrirtækisins.“ Þróun lyfsins er
umfangsmesta og kostnaðarsam-
ast þróunarverkefni Pharmaco
hingað til. Umfang flutninganna er
líka meira en nokkru sinni fyrr.
Árið 1995 flaug ein Fokker-vél
slíkt útrásarflug með allan farmin,
og þótti fréttnæmt.
Mikil spenna er í kringum
Pharmaco í ár og fyrir árið 2005.
Félagið stefnir að skráningu
hlutabréfa í London. Miklu skiptir
að fyrirtækið nái áfram góðum
árangri. Róbert segir mikinn
áhuga á félaginu í London. „Við
fundum fyrir miklum áhuga fjár-
málafyrirtækja á því að taka að
sér skráningarferli félagsins. Við
teljum það til marks um áhugann
á félaginu.“ Hann segir erlenda
fjárfesta horfa til þess að félagið
hafi verið að ná athyglisverðum
árangri samanborið við sambæri-
leg félög. Róbert segir margt
mæla með skráningunni í London.
„Ásýnd félagsins breytist og verð-
ur enn alþjóðlegri með skráningu.
Það mun þýða að við getum frekar
notað eigin bréf við kaup á fyrir-
tækjum. Eftir því sem félagið
stækkar og verður verðmætara,
skiptir meira máli að geta keypt
og selt bréf á stærri markaði.“
Markaðsvirði Pharmaco er
nægilega hátt til þess að fyrirtæk-
ið komist í vísitölu 250 stærstu fé-
laga FTSE-vísitölunnar. Það skipt-
ir félagið miklu, því margir fag-
fjárfestar kaupa eingöngu í félög-
um vísitölunnar.
haflidi@frettabladid.is
Risafarmur hjá
Pharmaco
Mikilvægt er fyrir samheitalyfjafyrirtæki eins og Pharmaco að vera
fyrst á markað með ný samheitalyf. Pharmaco hefur oft náð því marki.
Svo var einnig um helgina þegar sex breiðþotur lentu með nýtt hjartalyf
um leið og einkaleyfi frumlyfsins féll úr gildi.
LAGT Í ÚTRÁSARFLUG
Pharmaco flutti um helgina 150 tonna farm af hjartalyfi til Bretlands, Þýskalands og Dan-
merkur. Sex breiðþotur þurfti til að anna flutningunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA