Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2004, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 11.01.2004, Qupperneq 17
18 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR Lætin í kringum Hannes Óhætt er að segja að enginbók síðari ára hafi verið jafn umdeild og Halldór, fyrsta bindi ævisögu Halldórs Kiljans Lax- ness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Höfundurinn hef- ur legið undir þungum ásökun- um varðandi heimildanotkun og jafnvel verið sakaður um rit- stuld. Hannes Hólmsteinn hefur ítrekað vísað þessari gagnrýni á bug. Í bók sinni, Halldór, vísar Hannes Hólmsteinn stundum í heimildir og stundum ekki. Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna að í fyrsta kafla bókarinn- ar koma fyrir málsgreinar úr Innansveitarkróniku Laxness, en höfundur gerir ekki grein fyrir þeim aftanmáls í þeim kafla. Hann er spurður hvort þetta sé ekki blekkjandi þar sem lesendur gætu tekið orð Laxness sem orð Hannesar Hólmsteins. „Ég hefði átt að hafa tilvísun í Innansveitarkróniku en hún féll niður. Það eru mistök,“ segir Hannes Hólmsteinn. „Á öðrum stöðum hef ég tilvísanir og tel að þær séu nægilega margar. Ég hélt í sakleysi mínu að það væri nóg að hafa 1.600 tilvísanir í bókinni.“ Finnst þér ekki eftir á að hyggja að tilvísanir hefðu átt að vera fleiri? „Mér finnst fullkomið álita- mál hvort ég hefði átt að hafa fleiri tilvísanir. Það má líka segja að ég hefði átt að hafa færri tilvísanir. Ef ég hefði sleppt tilvísunum og sagt í fyrstu köflunum að ég væri að nýta mér minningarbækur Hall- dórs Laxness, hefði það þá nægt? Það er opin spurning hvernig hefði átt að gera þetta. Annars vil ég vekja athygli á því að umræðan hefur færst frá fá- ránlegum ásökunum um ritstuld yfir í umræðu um það hvort ég sé með nægilega margar tilvís- anir í bókinni. Ég er þeirrar skoðunar að vinnubrögð mín hafi verið eðlileg og heiðarleg en auðvitað má alltaf eitthvað betur fara. Í minni bók, eins og flestum bókum af þessu tagi, eru villur sem ég leiðrétti síð- ar.“ Tek gagnrýni fagnandi Hannes Hólmsteinn segist ekki hafa átt von á þeim hörðu viðbrögðum sem bókin vakti. „Ég hafði lagt mig fram við að hafa bók mína vandaða og góða, enda hafa ekki komið fram veru- legar athugasemdir við efni bók- arinnar,“ segir hann. „Það hafa komið fram athugasemdir við formsatriði, sem eru smáatriði. Ég held að menn hafi misst til- finningu fyrir réttum hlutföllum í gagnrýninni.“ Hann segir umræðuna síðustu vikur ekki munu hafa mikil áhrif á ritun seinni bindanna tveggja: „Ég geri ráð fyrir að vinna þau bindi á svipaðan hátt og fyrsta bindið og vera með heillega frá- sögn, en í seinni bindunum þarf ég auðvitað ekki á æsku- minningabókum Halldórs að halda. Ég geri ráð fyrir að annað bindið komi út í haust.“ Það fóru á kreik sögusagnir um að þú hefðir hringt í Pál Björnsson, gagnrýnanda Kast- ljóss, eftir gagnrýni hans á bók þína og hundskammað hann. „Ég hundskammaði hann ekki en ég hringdi í hann og spurði hann hvað hann hefði við bókina að athuga og hann sagði mér það. Það var hreinskilið samtal.“ Finnst þér eðlilegt að rithöf- undur hringi í gagnrýnanda eftir slæman dóm? „Já, vegna þess að ég var að spyrja hann hvað honum fyndist að bókinni og satt að segja fannst mér það sem hann tíndi til frem- ur smávægilegt. Ég vil hafa það sem sannara reynist og þess vegna vildi ég fá að vita hvað honum fyndist athugavert við bókina því það kom ekki skýrt fram í sjónvarpsþættinum.“ Áttu erfitt með að þola gagn- rýni? „Nei, ég tek henni fagnandi vegna þess að ég held að öll mannanna verk megi laga og bæta. Það er ástæða þess að ég lét marga lesa bókina yfir og þeir færðu mjög margt til betri vegar. Enginn er óskeikull og það sést best á gagnrýnendum mín- um en í þeirra máli eru margar misfellur og rangfærslur.“ Er ekki að leyna neinu Þú sendir frá þér langa grein- argerð þar sem þú svaraðir gagnrýni á bók þína. Greinar- gerðin bar með sér að vera ekki skrifuð í reiði. Þú ert ekki skap- laus maður, langaði þig ekki til að svara gagnrýninni strax? „Ég hugsaði með sjálfum mér að best væri að fara yfir málið í ró og næði og jafna sig á því. Síðan vildi ég svara gagn- rýninni rökvíslega. Eins og ég sagði áðan þá má alveg ræða hversu margar tilvísanir ég á að hafa en ég kann því afar illa ef HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON „Það getur verið að ég sé stundum full harðskeyttur en ég er ekki óheiðarlegur og í bók minni var ég síður en svo að reyna að eigna mér hugmyndir annarra. Sjálfur hef ég nóg af hugmyndum, ég þarf ekki að stela þeim. Ég tek þessu með jafnaðargeði en þegar ég horfi um öxl saka ég sjálfan mig um að hafa látið aðeins of mikið á mér bera í sam- bandi við kynningu á bókinni. Að sumu leyti get ég sjálfum mér um kennt hvað viðbrögðin voru heiftarleg.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur legið undir þungum ásökunum vegna bókar sinnar um Halldór Laxness. Það er ekki í fyrsta skipti sem gjörðir Hannesar valda deilum. Maðurinn er umdeildur. Í viðtali við Fréttablaðið talar Hannes um bókina, viðbrögðin, málsvörnina, stjórnmálaástandið, fjölmiðlana, Davíð og frjálshyggjuna. Öðrum þræði snýst umræðan um ævi- sögu mína ekki um mig heldur snýst hún um það hverjir eiga að skilgreina menninguna. Það er ákveð- inn hópur í þjóðfélaginu sem telur sig hafa einkarétt á menningunni og hann er mjög andvígur því að ég fái að taka til máls um menn- inguna. Það eina sem ég bið um er að fá að taka til máls. Ég lít ekki svo á að ég sé boðflenna í veislunni. Ég lít svo á að okkur sé öllum boðið í þessa veislu sem er íslensk menning. ,, Halda menn að ég sé sá auli að ég hafi ekki vitað að allir Laxness- sérfræðingar landsins myndu lesa bókina gaum- gæfilega? Ég vissi það og ég taldi eðlilegt og sjálfsagt fyr- ir frásögnina að fella inn í hana ýmsar lýsingar Laxness á aðstæðum, atvikum og einstaklingum. Ég geri skil- merkilega grein fyrir þessu í eftirmála. Ég var ekki að leyna neinu. Mér datt ekki í hug að fólk myndi finna þetta að bókinni. Ég reyndi eins og ég gat að hafa hana vandaða og málefnalega. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.