Fréttablaðið - 11.01.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 11.01.2004, Síða 18
SUNNUDAGUR 11. janúar 2004 LAUGAVEGI 1, S. 561 7760 Útsalan er hafin Opið í dag kl. 13 - 17 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 20. janúar til Kan- aríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 20. janúar og þú getur valið um eina eða tvær vikur í sólinni. Það er um 25 stiga hiti á Kanarí um miðjan janúar, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og trygg- ir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 20. janúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Alm. verð kr. 52.450. Bókunargjald kr. 2.000. Stökktu til Kanarí 20. janúar frá 39.995 Verð kr. 39.995 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 20. janúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Alm. verð kr. 41.994. M.v. að bókað sé á www.heimsferdir.is. Bókunargjald kr. 2.000. ég er sakaður um óheiðarleg vinnubrögð og jafnvel ritstuld. Halda menn að ég sé sá auli að ég hafi ekki vitað að allir Lax- ness-sérfræðingar landsins myndu lesa bókina gaumgæfi- lega? Ég vissi það og ég taldi eðlilegt og sjálfsagt fyrir frá- sögnina að fella inn í hana ýms- ar lýsingar Laxness á aðstæð- um, atvikum og einstaklingum. Ég geri skilmerkilega grein fyr- ir þessu í eftirmála. Ég var ekki að leyna neinu. Mér datt ekki í hug að fólk myndi finna þetta að bókinni. Ég reyndi eins og ég gat að hafa hana vandaða og málefnalega.“ Frelsi innan laga og vel- sæmis Hannes Hólmsteinn hefur í áratugi verið áberandi í ís- lensku þjóðfélagi enda hefur hann ekki farið leynt með skoð- anir sínar á mönnum og málefn- um. Hann er einn helsti boðberi frjálshyggjunnar hér á landi og það er leitun að tryggari stuðn- ingsmanni Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Davíð hefur gagnrýnt fyrirtæki og einstaka forstjóra fyrir að misbeita valdi sínu. Er það í samræmi við hug- myndir frjálshyggjunnar að veit- ast að viðskiptajöfrum fyrir að vera umsvifamiklir? „Ég held að enginn sé að gera það. Þeir eru gagnrýndir fyrir að fara á ystu nöf í athöfnum sínum. Frjálshyggjumenn að- hyllast frelsi innan laga og al- menns velsæmis. Stundum þarf að draga fram þessa fyrirvara: lögin og almennt velsæmi.“ En er það ekki þannig að þið sjálfstæðismenn eruð ánægðir með valdasamþjöppun þegar ykkar menn eiga hlut að máli en segið hana vera ógn þegar aðrir menn eiga í hlut? „Þetta er ósanngjörn gagn- rýni vegna þess að síðustu þrett- án árin hefur valdið verið flutt frá stjórnmálamönnunum út í atvinnulífið, ekki síst til neyt- endanna. Ég held að frjáls sam- keppni sé neytendum í hag en frelsið verður að vera innan marka laganna.“ Hvað með samþjöppun í fjöl- miðlaheiminum, er hún áhyggju- efni? „Já, mér finnst það. Mér finnst ekki heppilegt að einn eða tveir aðilar ráði öllum fjölmiðl- um. Ég held hins vegar að menn verði að fara varlega í að setja lög í þeim efnum.“ Eigum við ekki bara að tala hreint út? Finnst þér áhyggjuefni að Jón Ásgeir Jóhannesson skuli vera hluthafi í þremur sterkum fjölmiðlum í landinu? „Mér finnst það áhyggjuefni ef hann heldur uppteknum hætti og beitir þeim mjög harkalega gagnvart einstökum stjórnmála- mönnum og einstökum stjórn- málaflokkum, eins og hann hef- ur tvímælalaust gert gagnvart Davíð Oddssyni.“ Trúir þú því að Jón Ásgeir sé með skilaboð til ritstjóra, blaða- manna og fréttamanna varðandi ritstjórnarstefnu? „Ég þekki ekki sálarlíf eða samræður eigenda og starfs- manna en hitt veit ég að menn eru alltaf í ákveðinni aðstöðu. Það er best að taka dæmið af Héðni Valdimarssyni sem ákvað að verða sjálfstæður atvinnu- rekandi til að hafa ráð á að hafa sjálfstæðar skoðanir.“ Hefurðu þá ekki trú á sjálf- stæðri ritstjórnarstefnu fjöl- miðla? „Ef menn eru mjög háðir öðr- um um afkomu sína þá fara þeir talsvert mikið eftir því hvað þeir halda að falli vinnuveitend- um sínum í geð. Mér finnst það liggja í augum uppi. Þannig er það í öllum þjóðfélögum.“ Davíð þekkir sín takmörk Nú hafa sjálfstæðismenn ver- ið mjög lengi við völd og þegar svo er verða menn dálítið væni- sjúkir og hættir til að sjá sam- særi í hverju horni. Er þetta ekki farið að einkenna Sjálfstæðis- flokkinn og formann hans? „Það að vera við völd getur merkt ýmislegt. Þeir sem eru við völd og minnka kerfisbundið við sig völdin láta völdin ekki spilla sér eins mikið og þeir sem auka völd sín. Núverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins er maður sem þekkir vel sín tak- mörk. Eðli stjórnviskunnar er að vita hversu langt menn mega ganga og ég held að hann kunni það mjög vel.“ Þér finnst ekki eins og sum- um finnst að í fari hans gæti stundum vanstillingar? „Ég held að Davíð Oddsson hafi náð afskaplega góðum tök- um á sínu mikla skapi. Það er kostur við Davíð frekar en galli að hann er ekki ástríðustjórn- málamaður eins og sumir kalla sig. Hann er óvenjulegur maður með venjulegar skoðanir og í rauninni ekki mjög pólitískur, og þótt það hljómi sem þversögn hefur verkefni hans á Íslandi verið að gera þjóðfélagið ópóli- tískara með því að fytja ákvarð- anirnar frá pólitíkinni yfir í við- skiptalífið.“ Er ekki boðflenna Þú ert ákaflega umdeildur maður þessa dagana og með reglulegu millibili verða mikil læti í kringum þig. Af hverju stafar þetta? „Í þau þrjátíu ár sem ég hef tekið þátt í þjóðmálaumræðu hef ég greitt ýmsum mönnum þung högg. Ég tók að mér harða baráttu fyrir markaðskerfi, lág- um sköttum og traustum vörn- um. Þetta mæltist misjafnlega fyrir og margir leggja á mig fæð fyrir vikið. Öðrum þræði snýst umræðan um ævisögu mína ekki um mig heldur snýst hún um það hverjir eiga að skil- greina menninguna. Það er ákveðinn hópur í þjóðfélaginu sem telur sig hafa einkarétt á menningunni og hann er mjög andvígur því að ég fái að taka til máls um menninguna. Það eina sem ég bið um er að fá að taka til máls. Ég lít ekki svo á að ég sé boðflenna í veislunni. Ég lít svo á að okkur sé öllum boðið í þessa veislu sem er íslensk menning.“ Þú virðist óbugaður eftir læt- in í kringum þig. Hefurðu innst inni gaman af að taka slaginn? „Ég hafði ekki gaman af að sitja undir ásökunum um að ég væri óheiðarlegur. Það getur verið að ég sé stundum full harðskeyttur en ég er ekki óheiðarlegur og í bók minni var ég síður en svo að reyna að eigna mér hugmyndir annarra. Sjálfur hef ég nóg af hugmynd- um, ég þarf ekki að stela þeim. Ég tek þessu með jafnaðargeði en þegar ég horfi um öxl saka ég sjálfan mig um að hafa látið að- eins of mikið á mér bera í sam- bandi við kynningu á bókinni. Að sumu leyti get ég sjálfum mér um kennt hvað viðbrögðin voru heiftarleg.“ Hver finnst þér að eigi að vera eftirleikurinn að þessu máli öllu saman? „Mér finnst sjálfsagt að gagnrýnendur mínir skrifi vandaðar greinar í tímarit og ég svari á sama vettvangi. Síðan fyndist mér eðlilegt að Háskóli Íslands héldi ráðstefna um ævi- sagnaritun þar sem hin ýmsu sjónarhorn yrðu rædd ítarlega.“ kolla@frettabladid.is MÁLSVÖRNIN „Annars vil ég vekja athygli á því að umræðan hefur færst frá fáránlegum ásökunum um ritstuld yfir í umræðu um það hvort ég sé með nægilega margar tilvísanir í bókinni. Ég er þeirrar skoðunar að vinnubrögð mín hafi verið eðlileg og heiðarleg en auðvitað má alltaf eitt- hvað betur fara. Í minni bók, eins og flestum bókum af þessu tagi, eru villur sem ég leiðrétti síðar.“ Ég held að Davíð Oddsson hafi náð af- skaplega góðum tökum á sínu mikla skapi. Það er kostur við Davíð frekar en galli að hann er ekki ástríðu- stjórnmálamaður eins og sumir kalla sig. Hann er óvenjulegur maður með venjulegar skoðanir og í rauninni ekki mjög pólitísk- ur, og þótt það hljómi sem þversögn hefur verkefni hans á Íslandi verið að gera þjóðfélagið ópólitískara með því að fytja ákvarðanirnar frá pólitíkinni yfir í við- skiptalífið. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.