Fréttablaðið - 11.01.2004, Side 37

Fréttablaðið - 11.01.2004, Side 37
Hrósið 38 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR Það er nóg að gera næstu vikueins og verið hefur. Undirbún- ingur hefur staðið yfir síðan í október,“ segir Ágústa Kristófers- dóttir, verkefnastjóri sýninga í Listasafni Reykjavíkur. Þessa dagana vinnur hún ásamt stórum hópi iðnaðar- og tæknimanna við að setja upp sýningu Ólafs Elías- sonar, Frost Activity, í Hafnarhús- inu í Reykjavík sem opnar um næstu helgi. „Þetta er stór sýning á okkar mælikvarða þó hún sé lítil á mælikvarða Ólafs. Hann er mjög samvinnuþýður maður og hefur lagt sig allan fram við að gera okkur lífið mjög auðvelt.“ Ágústa vill ekkert segja til um hvaða verk verða til sýnis á sýning- unni. „Það hvílir mikil leynd yfir því, til að auka spennu fyrir sýning- unni. Það er sjaldan sem við finnum fyrir svona miklum áhuga hjá al- menningi á listsýningum. Það er stórkostlegt tækifæri til að fá lista- mann af þessu kaliberi til okkar og við vonum að þetta verði til þess að auka áhuga almennings.“ Á endaspretti uppsetningar gefst minni tími til að sinna fjöl- skyldu og heimilislífi. „Jólatréð er ennþá uppi í stofunni hjá mér, það kemst kannski niður 18. janúar. Svo er strákurinn minn að byrja hjá nýrri dagmömmu. Hann er orðinn mjög svo safnvanur þrátt fyrir að vera aðeins rétt rúmlega ársgamall. Ætli hann hafi ekki farið á fleiri sýningar á sinni stuttu ævi en marg- ir gera á lífsleiðinni.“ ■ Vikan sem verður ÁGÚSTA KRISTÓFERSDÓTTIR ■ Er að setja upp sýningu Ólafs Elíassonar sem verður opnuð næstu helgi. ...fá heilbrigðisyfirvöld fyrir baráttuna gegn heilahimnubólgu. Setur upp frost SVEPPI Sveppi, sem eyddi síðari hluta jólafrísins í London með vini sínum Eiði Smára, boðar breytingar í 70 mínútum. Óvissu- ástand í 70 mínútum Ég sá það bara í DV í vikunniað Pétur væri að bætast við í þáttastjórnina hjá okkur,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson aðspurður um þær breytingar sem eru í aðsigi í sjónvarpsþættinum 70 mínútum. „Við erum að skipta um styrktar- aðila og skoða hvort við ætlum að taka einhverja fleiri inn í þáttastjórnina. Það eru ýmsir sem koma til greina í þeim efn- um en ekkert hefur verið ákveð- ið enn. Þátturinn mun taka breyt- ingum en ég get lítið sagt á þessu stigi því ég veit í raun ekkert sjálfur um þetta.“ Víst er þó að Sveppi og Auddi halda áfram í þættinum. „Við vorum með lausa samninga um áramótin en ég er búinn að gera minn samning kláran og mér skilst að Auddi sé líka með sitt á hreinu. Annars verðum við báð- ir í Smáralindinni sautjánda þessa mánaðar og þá ætlum við að upplýsa aðdáendur okkar um allar þær breytingar sem verða gerðar á þættinum,“ segir Sveppi, sem er nýkominn úr jólafríi en seinni hluta þess var hann staddur í London í heim- sókn hjá góðvini sínum Eiði Smára Guðjohnsen. ■ ■ Nýjar bækur ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Fjögur ár. Sverrir Þór Einarsson. 25-32. ÁGÚSTA KRISTÓFERSDÓTTIR Mikil leynd hvílir yfir efni væntanlegrar sýningar Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu. Það virðist ekki vera mikið um fríí lífi Vilhelms Anton Jónssonar, sjónvarpsmanns og söngvara 200.000 naglbíta. Þá skiptir engu máli hvort hann eigi fríi eða ekki. „Ég er alltaf að brasa eitthvað. Þegar ég á frí þá fer ég og geri eitthvað. Ég sit aldrei heima og horfi á loftljósið,“ viðurkennir Villi. „Ég mála mikið, myndir, svo reyni ég að fara í skotveiði eða hitta fólk, drekka öl og spjalla um lífið og tilveruna. Ég get ekki slökkt á mér. Ég þyrfti að læra tantra-jóga, eða eitthvað svoleið- is, til þess að geta lært að slaka á.“ Frídagar Villa fara þannig oft í hugmyndavinnu þar sem hann segist ekkert ráða við hausinn á sér. Hvort sem það er fyrir Nagl- bítanna, @-ið, myndlistina eða ein- hver önnur verkefni. Hann tekur oft í gítarinn heima hjá sér og segist eiga bunka af lögum. Sum verða lögð Naglbítunum til munns, önnur eru ætluð öðrum framtíðartónlistarævintýrum. „Ég kemst aldrei í burtu frá hugmyndunum mínum. Ég reyni að fara inn í allt og hafa gaman af heiminum. Þó að ég færi upp á Kilimanjaro, eða Norðurpólinn að hugsa, þá er ég alltaf með hugmyndir og höfuðið með.“ Þegar Villi á lengri frí reynir hann að nýta tímann til þess að ferðast. Hann fór t.d. í bakpokaferðalag til Króatíu og Bosníu/Hersegóvíu með kærustu sinni í sumar. „Það var til dæmis frí þar sem maður var að hugsa allan tímann og velta því fyrir sér hvernig er að búa í landi þar sem fleiri þúsund manns voru drepnir. Króatía er eitt fallegasta land sem ég hef komið til. Skrýtið, í ljósi þess að maður fer á bar þarna og það eru meiri líkur á því en minni að maðurinn sem afgreiðir þig um bjórinn, sem er kannski á þínum aldri, hafi drepið einhvern eða þekki einhvern sem var drepinn,“ segir Villi að lokum. ■ Diljá Mist Einarsdóttir 16 ára, nemi í Verzlun- arskóla Íslands Ég aðhyllist einstaklingshyggju ogfrelsi einstaklingsins en þeir vankantar eru á þeirri stefnu að einn maður get- ur einokað markaðinn. Það hlýtur að hindra fjölbreytni og nýjung- ar. Það á að gefa einstaklingum ótakmarkað frelsi til að halda uppi harðari samkeppni en spurningin er hvar mörkin eiga að liggja?“ Agnar Burgess 20 ára, nemi við Menntaskólann í Reykjavík Það er allt í lagi að fólk eigi margafjölmiðla ef eigendurnir eru ekki að skipta sér af því sem kemur frá fjölmiðl- unum. En þetta er í grunninn spurning um að fólk gleymi því ekki að líta á allt sem skrifað er og sagt í öllum fjölmiðl- um með gagnrýnum augum. Sindri Eldon 17 ára, nemi í Borgar- holtsskóla Þrátt fyrir að mér finnist rangt að rík-ið segi fólki hvað það má gera eða ekki finnst mér ennþá óhugn- anlegra að einn maður geti eignast alla fjöl- miðlana. Mér finnst í rauninni sorglegt að sú staða geti kom- ið upp. Ef ég ætti Morgun- blaðið þá þætti mér það bara nóg. Annað er bara græðgi og ég styð ríkið í að reyna að koma í veg fyrir að einn maður eign- ist allt.“ Dagbjört Hákonardóttir 19 ára, nemi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð Ég mundi segja að öll gagnrýni umað einn aðili eigi marga fjölmiðla sé réttmæt. Ég skil þau sjónarmið en eftir töluverða umhugsun hef ég komist að því að ég er sjálf ekki á móti eignar- haldi eins aðila á mörgum fjölmiðlum. Ég tel að að sé jákvætt á jafnlitlum markaði og er á Íslandi að við fáum að njóta margra sjónarhorna og frjálsrar fjölmiðlunar og ég held því að við eig- um að halda samkeppninni opinni.“ Örn Sigurðarson 18 ára nemi í Mennta- skólanum við Sund Mér finnstmjög skrýtið að einn aðili geti eignað sér alla fjölmiðla og það ættu að vera ein- hver lög sem koma í veg fyrir að það geti gerst.“ VILLI NAGLBÍTUR Á ekki margar rólegar stundir sem þessar. Nýtir frítímann sinn vel, og reynir að vera skapandi þegar hann á frí. Mugison bestur í Japan Fyrsta breiðskífa Mugison,Lonely Mountain, sem kom út hér á landi í lok árs 2002, var val- in „besta rokkplata ársins“ af jap- anska tímaritinu Remix Mag- azine. Hún hafnaði svo í áttunda sæti á lista sem raðaði saman bestu plötum ársins og þá var ekk- ert farið eftir tónlistarstefnu. Mugison heitir réttu nafni Örn Elías og býr á Ísafirði þar sem hann vinnur nú að annarri plötu sinni. Fyrsta platan fékk dreif- ingu víðs vegar í Evrópu og Japan við fínar undirtektir. ■ Frídagurinn VILHELM ANTON JÓNSSON ■ Slappar ekki mikið af í frítíma sínum. Málar, býr til tónlist, skýtur dýr eða undirbýr næstu verkefni í höfðinu þegar hann á frí. Ung ráð ■ Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu að undanförnu um eignarhald á fjölmiðlum. Uppi eru áform um að setja lög gegn hringamyndun og sýnist sitt hverjum. Eignarhald á fjölmiðlum Ræður ekki við hausinn á sér MUGISON Breiðskífa Mugison, Lonely Mountain, var valinn besta rokkplata ársins hjá japanska tímaritinu Remix Magazine. Rocky Pældu í einu! Næsta gella sem ég sef hjá verður númer fimmtíu! Kannski ég ætti að gefa henni blóm eða sérstök verðlaun eða eitthvað! Prófaðu að gefa henni fullnægingu! Það er yfirleitt mjög vinsælt! Komin er út ný ljóðabók eftirGeirlaug Magnússon á vegum Lafleur-útgáfunnar. Bókin nefnist „N er aðeins bókstafur“ og er 60 bls. Fyrsta ljóðabók höfundar kom út 1974 og því á skáldið 30 ára skáldaafmæli í ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.