Tíminn - 22.07.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1971, Blaðsíða 1
ll'- -&. -tk. ðk Afe. 4-'. *U 'T' 'T' 'T' •T' H' 'T' 'T' qv 7|v V V V 'T1 162. tbl. — Fimmtudagur 22. júlí 1971 55. árg. ^é»wip» Rýmkað um lánakjör til skuttogarakaupa Þurfa nú aðeins að leggja fram 15% Elnar Agústsson, utanrikisráðherra, og William Gevers, hinn nýi ambassador Hollands á íslandi, í skrifstofu Lúðvik Jósefsson, sjávarútvegsmálaráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. (Tímamynd Gunnar) Launakjör sjdmanna stdr- bætt með fiskverðshækkun — Fiskverð hækkar um 18—19%, án þess að rekstrargrundvöliur út- gerðar eða fiskiðnaðar raskist. EJ-Reykjavík, miðvikudag. ★ f dag voru gcfin út bráða- ’ birgðalög, sem fela í sér, að lágmarksverð (skiptaverð) á aðal- tegundum fiskaflans hækkar um 18—19% frá og með 1. ágúst. •fc Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegs ráðherra, lagði á það áhenslu á blaðamannafundi í dag, að þessi breyting raskaði ekki við rekstrar afkomu útgerðarinnar nc rekstrar- afkomu fiskiðnaðarins. Hins veg- ar bætti þctta mjög kjör sjó- manna, scm hefðu verið svo léleg, að til slórra vandræða horfði vegna manneklu á bátunum. Mætti því segja, að þessi ráðstöfun væri nauðsynleg, bæði vegna sjómanna, útgerðarinnar og fiskiðnaðarins. ★ Greiðslur í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins af útflutnings- andvirði fiskafurða eru lækkaðar sem fiskverðsliækkuninni nemur, og taldi ráðherra sennilegt að hér væri um að ræða tilfærslu upp á 2—3 hundruð milljónir fram til áramóta. Þrátt fyrir þetta myndi Verðjöfnunarsjóðurinn verða nokk urn veginn jafn stór og ætlað liafði verið að hann yrði um ára- mótin, þar sem verðlag erlendis Framhald á bls. 14. kið slegið og hirt undanfarið ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag. Heyskapartíð hefur verið mjög góð síðustu viku, og það sem af er þessari. í flestum landsfjórð- ungum hefur verið mjög þurt, en þó hefur koinið dropi úr lofti, svona við og við, en það hefur varla dugað til að væta jörðina. Samt eru flestir á því máli að grasið sé heldur seint á ferð, en ef sumarið verður gott, þá ætti það ekki að liafa mikið að segja. í þurrkunum undaufarið liafa bændur víða á landinu getað hirt grasið svo til strax og það liefur verið slegið. Það hefur legið við, að grasið liafi þornað á Ijánum. Hjá bændum á Suður- og Vestur landi er víða farið að hækka í hlöðunum, sama er að segja á Norður -og Austurlandi, en ekki í eins ríkum mæli. — Hér á Austurlandi er sláttur al mennt byrjaður, eða þá að menn eru rétt að byrja að nota Ijáinn, sagði Jón Kristjárnsson á Egils- stöðum. — I góða veðrinu, sem hefur verið hér undanfarið, hafa menn almennt byrjað að slá, en þó eru þeir heldur í seinna lagi út við sjóinn. Veður til heyskapar hefur verið mjög gott. Síðasta vika var að mestu þurr, það rigndi f einn dag eða svo, sagði Jón. Jón sagði, að kalskemmdir fyrri ára hefðu lagazt mjög mikið og víðast hvar væri sprottið upp úr þeim og hann vissi ekki til að nýtt kal hefði komið fram. Að lokum sagði Jón, að alveg sæmi- legt útlit væri með heyskap í sumar, allavega ef veður yrði sæmilegt, því sprettan væri yfir- leitt góð og bændur hefðu náð einhverju saman. Stefán Jasonarson, Voreabæ, sagði, að í nágrenni við sig hefðu verið mjög góð heyskapartíð síðan á fimmtudag í síðustu viku, en í dag væri þurrkleysa og raki í loftL Það er óhætt að segja að grasið hafi því sem næst þornað á lján- um í þurrkunum undanfarna daga, sagði Stefán, og þar af leiðandi hefur mikið náðst inn af heyjum, og lauslega hefur verið tekið til á bæjunum þessa dagana, þcgar svona góð tíð er til heyskapar. Sagði Stefán, að þegar þurrkurinn kæmi svona eftir pöntun, eins og nú hefði verið, og menn hefðu svona stórvirkar vélar, þá væru menn fljótir að ná inn heyjunum og væri sláttur vel á veg kominn. — Hér á Vesturlandi lítur hey- skapartíð heldur vel út, sagði Magnús Kristjánsson í Norðtungu. — Vegna hinna miklu þurrka sem voru fyrr á sumrinu, þá tók gras- spretta frekar seint við sér, sagði Magnús, — og hún tók ekki al- mennilega við sér fyrr en í síð- ustu viku þegar rigndi sem mest Eftir það hefur líka verið alveg Ijómandi heyskapartíð og er alveg sæmilcga sprottið. Núna eru menn almennt byrjaðir að slá og hirða svo til um leið og búið er að slá, sérstaklega þeir, sem hafa sjálfhleðsluvagnana. Að lokum sagði Magnús, að ef sumarið verður gott áfram, held ég að heyfengur ætti að geta orð ið í góðu meðallagi. EJ-Reykjavík, miðvikudag. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera þá breytingu á aðstöðu útgerðarmanna til þess að kaupa skuttogara, að þeir þurfi aðeins að leggja sjálfir fram 15% kaupverðsins í stað 28% af kaupverði áður. Lúðvík Jósefsson, sjávarút- vegsráðherra, skýrði frá þessu í dag. Sagði hann, að mikill áhugi væri meðal útgerðar- manna á að kaupa skuttogara, einkum þó af stærðinni 4—5 hundruð rúmlestir. Lúðvík sagði á fundi með blaðamönnum, að liingað til hefði það einkum dregið úr því, að skuttogarar væru keypt ir hingað, að útgerðarmenn hefðu þurft að leggja það mik- ið af kaupverðinu fram sjálfir, að það hafi verið þeim ofviða. Þeir hefðu getað fengið 67% af kaupverðinu sem lán úr Fiskveiðasjóði, og til viðbótar 5% lán úr sérstökum sjóði, eða samtaís 72%, en þurft að lcggja fram sjálfir 28%. Það væri engin smá upphæð, þegar haft væri í hug’’ að skuttogari af ofangreindri stærð kostaði 80—100 milljónir króna. ■> ild t s 14 utanrikisráðherra í gærdag. (Tímamynd Gunnar) Utanríkisráðherra mótmælti fyrirætlun Hollendinga um að sökkva úrgagnsefnum í sæ suður af íslandi TK-Reykjavík, miðvikudag. Fréttir bárust um það til ís- lands í gærkvöldi, að hingað væri á leið hollenzka skipið Stella Maris til að varpa 600 lestum af citruðum úrgangsefnum I hafið 540 mílur suður af íslaudi. Áður hafði verið áfoiiuað að varpa þess um eiturefnum 1 Norðursjó 100 mílur frá Noregsströndum cn við það var hætt, vegna mótmæla norsku ríkisstjórnarinnar. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, kall aði kl. 2 í dag, á fund sinn Gewers sendiherra Hollands á íslandi, og flutti lionuni mótmæli íslenzku ríkisstjórnarinnar við þessum áformum. f viðtali við Tímann sagði Éinar Ágústsson, utanríkisráðherra, að á fundi sínum með hollenzka sendi herranum hefði hann spurt, hvað honum væri kunnugt um þetta mál. Sendiherrann kvaðst hafa ’ramhald á bls. 14 — Sjá nánar á bls. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.