Tíminn - 22.07.1971, Síða 7

Tíminn - 22.07.1971, Síða 7
TÍMINN 7 FIMMWÖAGUR 22. júlí 1971 Eiturskipið hélt sínu striki, unz Færeyingar stöðvuðu þaðl NTB—Loudon, miðvikudag. Brezka ríkisstjórnin harmaði í dag, að hollenzkl fyrirtæki hyggst dæla 600 tonnum af eitruðum úrgangsefnum í Atlantsliafið. Var til- kynnt, að opmber mótmælayfirlýsing yrði afhcnt utanríkisráðuneyti Hollands í Haag þegar málið hefð'i vcrið' rannsakað nánar. Þegar í dag afhenti ríkisstjórn frlands hollenzkum ráðamönnum slík mótmæli, og að sögn frétta- ritara NTB í Reykjavík, afhenti íslenzka rikisstjórnin í dag hol- lenzka sendiherranum í Reykja- vik, Willem Gevers, hörð mót- mæli. Þessi nýja mótmælaalda reis eftir að hollenzka risafyrirtækið Alezo Zout Chemie í Rotterdam ákvað í gær, að hætta við fyrir- ætlun sína um að dæla þessum eitruðu úrgangsefnum í Norður- sjóinn skammt frá Halten-fiskimið unum út af strönd Noregs, og ákVað þess í stað að dæla eitrinu í Atlantshafið. Hollenzka olíuskipið „Stella Maris“ er nú á leiðinni á þann stað, þar sem ákveðið hefur \erið áð dæla eitrinu í sjóinn, en það er sunnan íslands og vestan ír- Iands, á svæði þar sem straumar eru sterkir. Er óttazt, að straum arnir muni færa eiturefnin inn á fiskimiðin út af ströndum þessara tveggja eyrikja. Anthony Royle, ráðuneytisstjóri í brezka utanríkisráðuneytinu, sagði í dag sem svar við fyrir- spurn í neðri málstofu brezka þingsins, að brezka ríkisstjórnin í\ígist með þróun málsins af mikl um áhuga. Ríkisstjórnin hefði eng ar upplýsingar um hvenær dæla ætti eiturefnunum í sjóinn, en talið væri sennilegt, að það yrði eftir 3—4 daga. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Þegar Stella Maris sigldi inn á höfnina í Þórsliöfn í Færeyjum í kvöld, voru fyrir á bryggjunni u.þ.b. þrjú þúsund Færeyingar, veifandi mótmælaspjöldum. Um höfnina sveimuðu froskmenn og báru þeir einnig mótmælaspjöld, þar sem fyrirhugaðri losun eitur- efnanna í hafið var kröftuglega mótmælt. Ef skipið ætlaði að leggjast að bryggju, var trillu siglt á milli skipsins og bryggjunnar og því þannig varnað að það legðist að. í landi var svo enginn til staðar til að taka við landfestum og festa þær. Við svo búið sneri skipi'ð frá, við mikil fagna'ðarlæti mannfjöld- ans á bryggjunni. Skipstjórinn bíður nú frekari fyrirmæla frá EHurskipið Stallia maris, sem nú siglir á stað einn um 500 sjómílur suSur af íslandi til a» dæla þar 600 tonnum af eiturefnum í sjóion. Bandarískir geimfarar fara til tunglsins á mánudaginn: mönnuðu bílferðina á tunglinu SB—Reykjavík, miðvikudag. Apollo 15. verður skotið upp frá Kennedyhöfða á mánudag inn og hefst þar með fimmta ferð manna til tunglsins. I Apollo verða að þessu sinni þeir David R. Scott, Alfred M. Worden og James B. Irwin. Þeir Scott og Irwin munu dvelja á tunglingu lengur en fyrirrennarar þeirra og Worden sveimar í krinff um tunglið á meðan Í stjórnfarinu. Með í förinni verður bíll til að aka um í á tunglinu og cinnig mun stjórnfarið senda ómannaðan gervihnött á braut um tunglið. Ferðin stendur í rúma 12 sólar hringa og verður lengsta tungl ferð manna til þessa. Scott er sá eini af þremenn ingunum, sem farið hefur út í geiminn áður, en hann var einn af áhöfn Apollo 9. Hann verð ur stjórnandi geimfarsins. Word en stjórnar stjórnfarinu á braut um tunglið, meðan hinir eru þar niðri, en Irwin stjórn ar tunglferjunni á leið niður á tunglið. Ferðaáætlunin er í stórum dráttum þessi: Á braut um tunglið 29. júlí, lending á tunglinu 30. júlí, könnunarferð ir um tunglið 31. júlí, 1. og 2. ágúst og lagt af stað frá tungl- inu að kvöldi 2. ágúst. Ferðin til jarðar hefst 4. ágúst og lent verður á Kyrrahafi um átta- lcytið, laugardagskvöldið 7. ágúst. Alls tekur ferðalagið 12 sólarhringa, 7 klukkustundir og 12 mínútur. Á tunglinu verður lent á suð vestanverðu „Regnhafinu“, eða 748 km norðan við miðbaug tunglsins. Svo norðarlega hafa menn ekki lent áður. Umhverf ið er fjallgarður um 4000 metra Bandarísku geimfararnir James Irwin og David Scott reyna tunglbilinn. hár og á hinn veginn er gjá, 800 metra breið og 360 metra djúp. Þykir þetta landslag girnilegt til fróðleiks. Geimfararnir munu fara þrjár könnunarferðir um svæðið, ý-mist gangandi eða í bílnum, sem þeir hafa með sér. í tvö fyrri skiptin verða þeir 7 stundir utan tunglferjunnar, en í þriðja skiptið 6 'stundir. Verk efni þeirra er að safna tungl grjóti og jarðvegssýnum, setja upp ýmis sjálfvirk mælitæki og gera vísindalegar rannsókn ir. Þá eiga þeir að reyna bíl inn og nýja búninga, sem eru þannig útbúnir, að menn eiga að geta verið langan tíma úti við. Auk þessa eiga þeir félag ar að ljós- og kvikmynda alla hluti, sem þeir sjá. Nýjungar í ferðinni auk bilsins og búninganna eru marg ar, m. a. verður settur ómann aður gerfihnöttur á braut um tunglið, frá stjórnfarinu. Mun hann senda upplýsingar til' jarðar í eitt ár. Þá hafa verið sett í stjórnfarið ný tæki til rannsókna á tunglinu af tungl braut. Apollo 15 verður þyngsti hlutur, scm mcnn hafa nokk urn tima sent út fyrir gufu hvolf jarðar. hollenzka fyrirtækinu. í Þórshöfn átti skipið að taka eldsneyti. Þar eð ekkert varð úr því, kemst skip- ið ekki á hinn fyrirhugaða losun- arstað. Ekki var ljóst í gærkvöldi til hvaða ráða hið hollcnzka fyrir- tæki myndi grípa. Hins vegar var talið líklegt, að skipstjórinn fengi fyrirmæli um að snúa skipinu aft- ur til Rotlerdam. f dag, fimmtudag 22. júlí, er þjóðhátíðardagur Póllands- Frakkar setja reglur um kaupsýslustörf þingmanna NTB—París, miðvikudag. Franska ríkisstjórnin hefur á- kveðið, að léggja fram frumvarp til laga um heimild þingmanna til þátttöku í kaupsýslu og atvinnu- rekstri, eftir að einn af þingmönn- um Gaullisla flæktist inn í fjár- málahneyksli. Það er Andre Rives Henrys, þing maður frá París, sem hefur verið ákærður fyrir svindl og brot á hringamyndunarlögunum í sam- bandi við athugun á rekstri fjár- festingarfélags eins. Tveir menn hafa verið fangelsaðir, og sjö aðrir ákærðir í sambandi við rannsókn sérstakrar nefndar, sem skipuð er af ríkisstjórninni, á fyrirtækinu Garantie Fonciere. Hneyksli þetta hefur vakið mikla athygli, og var fyrst á dagskrá fundar frönsku ríkisstjórnarinnar í dag. Garantie Fonciere var stofnað 1967, og hefur útvegað sér 40 mill- jón dollar’a hlutafé, sem skiptist á 13.000 hluthafa. Tilgangur félags- ins er að kaupa fasteignir og leigja þær, og áttu hluthafamir að fá a.m.k. 10% ágóða. Stofnandi fyrirtækisins, Robert Frenkel, og kona hans, Nicole, hafa verið fangelsuð. Meginatriði ákærunnar er, að Frenkel og aðrir helztu forystumenn fyrirtækisins hafi selt Garantie Foncierc fast- eignir á yfirspenntu verði gegnum annað fyrirtæki, sein þeir stofn- uðu, og þannig hafi þessir menn grætt gífurlegt fé á kostnað hlut- hafanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.