Tíminn - 22.07.1971, Qupperneq 13
- n » • i
22. Jttlí IftTL
SÞRÓTTIR
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
. * • y ,'-r~ / 'Hv.-.'
íþróttabandaJag Reykjavíkur sýknað af kröfum ; KSÍ, sem krafðist endurgreiðslna af vaHargjöJdom
AM—Reykjavík, — í gær, mið-
vikudag, var kveðinn upp dómur í
bæjarþingi Reykjavíkur í gerðar-
dómsmáli milli Knattspyrnusam-
bands íslands og íþróttabandalags
Reykjavíkur. Hafði Knattspyrnu-
sambandið gert þær kröfur, að
íþróttabandalag Reykjavíkur yrði
daant til að greiða Knattspyrnu-
sambandinu kr. 315,272,50 með
7% ársvöxtum vegna 9% vallar-
gjalds, sem fþróttabandalagið inn
heimti af knattspyrnuleikjum, sem
fram fóru í Reykjavík 1970.
í árskurðarorði, sem gerðardóm
urinn kvað upp, segir, að sýkna
beri íþróttabandalag Rgykjavíkur
af kröfum Knattspymusam-
bands íslands í máli þessu, en
aðilar greiði kostnað málsins að
jöfnum hluta.
Oddamaður gerðardómsins var
Emil Ágústsson, borgardómari, en
af hálfu Knattspyrnusambandsins
var skipaður í gerðardóminn Örn
Clausen hæstaréttarlögmaður og
af hálfu íþróttabandalagsins Jón
Ingimarsson, deildarstjóri.
I á, að inniieimt verði 9% gjald
af óskiptri aðgöngumiðasölu, sem
renni til hinna þriggja framan-
greindra sjóða. Á fundi stjómar
íþróttavallanna hinn 2L apríl
sama ár var þessi ósk ÍBR sam-
þykkt. Lítur dómnrinn svo á, að
þessi samþykkt sé í umboði
Reykjavíkurborgar gerð, sem eins
og áður segir, hefur ákvörðunar-
vald um afnotagjald af notkun
íþróttavallanna. Breytir hér eigi
um, þótt í fundargerð borgarráðs
Reykjavíkurborgar frá 9. sept.
1969 og grbinargerð fþróttaráðs
Reykjavíkur 19. júní 1969 sé þann
ig til orða tekið, að 20% gjaldið
sé nefnt „Ieiga“ en framangreind
sjóðstillög „gjald“ (,,greiðslur“)
til ÍBR, sem í framkvæmd annast
úthlutun tillaganna til umræddra
sjóða.
Að þessu framansögðu athuguðu
er það álit dómsins að 29% gjald
fyrir notkun íþróttavallanna sé
leigugjald, sem löglega hefur ver-
Forustumenn íþróttabandalagsins móttaka úrskurS gerSardóms. Frá hægri Sigurjón Þóröarson, Úifar Þórðar- i® ákvarðað af eiganda þeirra,
son, form. ÍBR, Ólafur Jónsson og Sigurgeir Guðmannsson, framkvaemdastióri ÍBR. Reykjavíkurborg.
Sérstætt mál
Með úrskurði gerðardómsins er
lokið sérstæðu máli, sem á sér
enga hliðstæðu í íþróttahreyfing
unni, þ. e. að einn aðili inúan
hreyfingarinnar, í þessu tilviki
Knattspymusamband fslands,
geri tilraun til að lögsækja ann-
an aðila, íþróttabandalag Reykja
vikur, á opinberum vettvangi, en
hingað til hefur verið fjallað um
einstök deilumál, sem rísa innan
iþróttahreyfingarinnar, af íþrótta
dómstólum.
Enda þótt gerðardómurinn hafi
einungis fjallað um kröfu Knatt-
spymusambandsins um endur-
greiðslu á vallargjöldum fyrir ár-
ið 1970, gerði Knattspýrnusam-
bandið kröfu til þess, að íþrótta
bandalagið endurgreiddi sér sam-
tals 1.334,188,43 kr., en það táldi
Knattspyrnusambandið, að íþrótta
bandalag Reykjavík hefði með ó-
lögmætum hætti tekið af ICnatt-
spyrnusambandinu af leikjum á
þess vegum frá 19. maí 1960 til
27. okt. 1970 með 9% álagi af
spdvirði seidra aðgöngutniða fram
yfir gjald Reykjavíkurborgar á
leigu fyrir íþróttasvæði sín.
Samkomulagsumleitanir
fóru út um þúfur
Samkomulagsumleitanir fóru
fram milli deiluaðila af þessu til-
efni, en þær leiddu ekki til niður
stöðu. Birti Knattspyrnusamband
íslands þá sáttakæru fyrir sátta-
mönnum, dags. 6. janúar 1971, og
gerði sömu kröfur á hendur banda
laginu og hér að framan greinir.
Náðust ekki sættir fyrir sátta-
nefndinni, en sættir voru þó reynd
ar milli aðila eftir sáttakæru, en
án árangurs, sbr. vottorð sátta-
manna, dags. 7. janúar 1971. Með
bréfi, dags. 6. marz 1971, gera
deiluaðilar með sér samkomulag,
að deilumál þeirra verði falið
gerðardómi til úrlausnar.
Krafa Knaftspyrnu-
sambandsins
Krafa Knattspyrnusambandsins
var á þeim rökum reist, að 9%
taka íþróttabandalags Rvíkur af
innkomnum aðgangseyri af íeikj
um á íþróttasvæðum Reykjavíkur
borgar sé bandalaginu með öllu
óheimil. Benti Knattspyrnusam-
bandið á það í fyrsta lagi, að
hvergi í landslögum eða íþrótta
lögum séu að finna ákvæði þar
að lútandi. Samkvæmt íþróttalög
um er Í.S.Í. æðsti aðili um málefni
íþróttamála í landinu, en Í.B.R. er
hluti þar af sem sérsamband.
Í.S.Í. felur sérsamböndum visst
vald um sína þætti, en í lögum
f.S.Í. eru hvergi að finna gjald-
tökuheimild hinna einstöku þátta
til sín af öðrum-þáttum innan kerf
is Í.S.Í. í öðru lagi benti Knatt-
spyrnusambandið á það, að hvergi
sé að finna umrædda gjaldtöku-
heimild af hálfu Í.B.R. frá eig-
anda íþróttavallanna, Reykjavíkur
borg. Öll gögn beri það með sér,
að leigugjald til Reykjavíkur-
borgar sé af hennar hálfu aðeins
20% af andvirði seldra aðgöngu
miða að völlunum. Þar sé því
heldur eigi að finna réttmæti í.
B.R. til gjaldtöku sinnar. í þriðja
lagi benti Knattspyrnusambandið
á það, að sambandið hafi hvorki
beinlínis með yfirlýsingu sinni þar
að lútandi, né óbeinlínis, með að-
gerðarleysi sínu í málinu fram til
1970 samþykkt gjaldtökuna.
Sýknukrafa íþrótta-
bandalagsins
íþróttabandalag Reykjavíkur
studdi sýknukröfu sína þeim rök-
um, að bandalaginu sé fullkom-
Albert Guðmundsson
GerSardómurinn er áfall fyrir hann.
lega heimilt að innheimta og ráð-
stafa umræddum 9% af andvirði
seldra aðgönguniiða að íþrótta-
svæðum Reykjavíkurborgar. —
Bandalagið sé uppbyggt í sam-
ræmi við lög og reglur íþrótta-
hreyfingarinnar og starfi í sam-
ræmi við hlutverk sitt. Samkvæmt
íþróttalögum sé ÍSÍ æðsta vald í
frjálsum íþróttamálum i landinu,
og samkvæmt landslögum og lög-
um ÍSÍ sé þróttabandalagið full-
trúi og handhafi þess valds á
svæði Reykjavíkurborgar, enda
geri Reykjavíkurborg á allan hátt
ráð fyrir þessu valdi bandalags-
ins. Reykjavíkurborg sé eigandi
íþróttavallanna, sem hafi þar með
ráðstöfunar- og ákvörðunarvald
um leigugjald fyrir notkun svæð-
anna. ÍSÍ, KSÍ eða ÍBR, geti því
vitaskuld ekki skipað Reykjavíkur
borg eitt eða neitt. f þessu máli
sé því einfaldlega það sem skeður
að ÍBR, þ.e. reykvískir íþrótta-
menn, óska eftir þeim stuðningi
frá ■ sveitarfélagi sínu, að þeir fái
til eflingar íþróttastarfsemi sinnar
ákveðinn hundraðshluta af að-
gangseyri að íþróttasvæðum
Reykjavíkurborgar. Við þeirri ósk
hafi Reykjavíkurborg orðið og
hagi' leigumála að íþróttasvæðun-
um samkvæmt því. Vallarleigan
sé því raunverulega 29% aðgangs
eyris, en af því áskilur Reykja-
víkurborg sér beint 20%, en styrk
ir íþróttamenn sína beint með
9%.
„fþróttabandalagið sýkna'ð
í niðurlagi gerðardóms sagði:
„Hvergi eru í landslögum eða
lögum íþróttahreyfingarinnar
ákvæði, hvert skuli vcra leigu-
gjald af íþróttavöllunum í borg-
inni. Ljóst er, að Reykjavíkur-
borg er eigandi Melavallarins frá
1927 og Laugardalsvallarins frá
upphafi. Reykjavikurborg ákveð-
ur gjald fyrir notkun vallarins
með reglugerð, dags. 6. maí 1927,
20% að viðbættum 5% í slysa-
sjóðinn, eða samtals 25% af öll-
um aðgöngueyri. Af þessu má því
sjá, að það er eigandi íþróttavall
anna, sem ákvarðar gjald af notk
un þeirra.
Með reglugerð bæjarstjórnar,
dags. 16. maí 1946, er „vallar-
stjórn“ fengið það hlutverk m.a.
að ákveða gjald fyrir notkun
iþróttavallarins (á Melunum). Þá
hafði ÍBR fengið umráð vallar-
ins og skipaði sæti 3ja fulltrúa
í „vallarstjórn“, eins og fyrr
segir. Með samþykki bæjarstjórn-
ar, dags. 16. nóvember 1961, var
„íþróttaráði" fengið þetta hlut-
verk „vallarstjórnar" frá 1. jan.
1962 að telja.
Afnotagjald af íþróttavöllunum
hélzt óbreytt, 25% frá 1927 til
1956, en hækkar þá í 26% vegna
lækkunar á tillagi til slysasjóðs
um 1%, en 2% tillag rennur til
framkvæmdasjóðs ÍBR, samkvæmt
þingsamþykkt bandalagsins. Síðan
hækkar það £ núverandi 29% árið
1960 eftir ákvörðun um 3% tillags
til sérráðssjóðs í samræmi við sam
þykkt þings ÍBR hinn 6. apríl það
ár. Hinn 20. apríl 1960 ritar ÍBR
stjórn íþróttasvæðanna í Reykja-
vík bréf, þar sem farið er fram
Niðurstaða málsins verður þvi
sú samkvæmt framansögðu, að
sýkna ber íþróttabandalag Reykja
vífcur af kröfum Knattspyrnusam
bands fslands.
Eftir atyikum þykir rétt, að
hvor málsaðili um sig greiði
kostnað málsins að jöfnum hlut“
Eins konar prófmál
Gerðardómsmál þetta er eins
konar prófmál. Hefðu úrslit þess
orðið á þá leið, að íþróttabanda-
lagið hefði verið dæmt til að end-
urgreiða þá fjárupphæð, sem
Knattspymusambandið krafðist,
hefði það eflaust leitt til þess,
að íþróttabandalög um land allt,
sem viðhafa sömu gjaldheimtu og
íþróttabandalag Reykjavíkur,
hefðu verið dæmd til endur-
greiðslu á vallargjöldum.
Nánar verður fjallað um þetta
mál hér í blaðinu síðar.
boltar
FÓTBOLTASKÓR
í öllum stærðum
Æfingagallar í öllum stærðum
Strigaskór í öllum stærðum.
14 tegundir af fótboltum.
fþróttasokkar í öllum litum
Iþróttapeysur í öllum litum
— ★ — * —
Blakboltar,
körfuboltar
%
Ingólfs Óska
Klapparstíg 44 —
POSTSENDUM